Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ A ð þessu. sinni birtist ekki nein frásögn frá stgrj- aldaratburðum, eins og raunverulega er ætlast til með þessum greinaflokk, heldur er getið um störf breskra þingmanna í hernum og hvernig þeir regna af fremsta megni að gæta skyldu sinnar á hvoru- tveggja staðnum: Á vígvellinum og í þinghúsinu. Þá er enn getið um það i eftirfarandi grein, hvernig ýms- ir kunnuslu stjórnmálamenn Breta gegna eða hafa gegnt vandamiklum störfum í hernum og hlotið þar hreystiorð. FRÁ STRÍÐINU: Þingmenn í herklæðum. í heimsókn hjá breska flughernum í Frakklandi. Balfour, aðstoSarflugmálará'Sherra, talar viS flugmenn, sem ætla í leiðangur til þess að gera loftárásir. Sprengikúlurnar liggja tilbún- ar og á aS fara aS koma þeim fyrir í flugvélunum. — Balfour var flugmaSur í Heimsstyrjöldinni. 1 Bretlandi eru nokkrar stétt- ir manna undanþegnar her- þjónustu. Þessi forréttindi hafa þingmennirnir ekki. Ástæðan er ekki sú, að Bretum þyki minna til þingmanna sinna koma en þeirra borgara, sem undanþágu hljóta, heldur hin, að það er þingið, sem setur her- skyldulögin og þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera sömu byrðar og aðrir borgarar. En þetta fyrirkomulag hefir auk þessa þann kost, að þingið fylgist miklu betur en ella með aðbúnaði hermanna á hinum ýmsu vígstöðvum á landi, sjó og í lofli. Það er engin ástæða til að óttast það, að hermenn- irnir eigi ekki sína fulltrúa á þingi, þegar sjálfir þingmenn- irnir gegna herþjónustu. Þing- maður, sem fer í herinn, Ieggur ekki niður þingmensku, heldur gerir hann sitt besta til að rækja bæði störfin eftir því sem kostur er á. Allir hermenn fá öðru hvoru fri, og í frii sínu sest hann á bekk með öðrum þingmönnum og tekur þátt i lausn vandamálanna með þeim. Auk þess er það trygt, að engar misfellur á stjórn liersins eða aðbúnaði hermanna geta farið fram hjá þingmanni, sem sjálf- ur er í hernum, og getur hann þá þegar borið fram umkvart- anir sinar í þinginu. Þingmenn Breta eru lítt fyrir það gefnir að bera herklæði og heiðursmerki, frekar en aðrir landar þeirra. Þess vegna er samkunda þjóðarinnar til að sjá ekki herskárri eða víga- barðalegri en önnur lýðræðis- þing og þess vegna ekki eins skrautleg og þing einræðisrikj- anna, þar sem allir þingmenn bera einkennisbúninga og'-lieið- ursmerki. En þó hafa líldega fleiri hreskir þingmenn pei’- sónulega reynslu af hernaði en nokkrir þingmenn aðrir, hvað sem einkennisbúningunum líð- ur. Tökum til dæmis ríkis- stjórn, sem er skipuð mönnum úr öllum flokkum og stéttum. Ef það dytti í þá einn góðan veðurdag að rnæta á þingfundi í einkennisbúningum og með þau heiðursmerki, sem þeir liafa rétt til að bera, þá er liætt við að lítið yrði úr skrauti þýska í’íkisþingsins og víst er að Göi’ing marskálkur yrði grænn af öfund. Winston Churchill er til dæmis ofursti að nafnbót, og á liann fjölda heiðursmerkja fyr- ir hreysti í orustum. Hann var í breska alríkishernum frá 1895 til 1901 og árið 1916 barðist liann í Frakklandi frá því liann hætti að vera flotamálaráðherra og þar til hann tók aftur þátt í ríkisstjórninni. Anthony Eden var kapteinn í fótgönguliðinu í Fi’akklandi frá 1915 lil 1918. — Duff Cooper er fyrrver- andi riddaraliðsforingi og ber eitt virðulegasta heiðursmerki, sem hermanni getur hlotnast fyrir hreysti. Halifax lávarður var áður ofursti í riddaraliðinu. Oliver Stanley, sem nú er hermálaráðherra, tók þátt í stríðinu 1914—1918. Hann var majór í stói’skotaliðinu. Hore- Belisha, fyi’irrennari lians, var kornungur þegar hann gekk í herinn 1917, en hann var búinn að vinna sér ofurstatign árið 1918. Chatfield lávarður, sá ráð- herrann sem stjórnar samvinnu allra herja Bretaveldis, tók þátt í hinni nafnkunnu orustu við Jótlandssíðu. Hann stjórnaði þá flaggskipinu „Lion“ i flotadeikl Beatty’s aðmíráls. Ernest Brown verkamálaráðherra réð- ist í liei’inn 1914 í herdeild íþróttamanna. De la Warr lá- varður var í síðasta ófriði full- gildur lxáseti á togara, sem slæddi tundurdufl. Þessi upptalning gefurnokkra hugmynd um þá reynslu sem einstakir meðlimir í’íkisstjóm- arinnar hafa af hernaði, og eru þó dæmin tekin af handahófi. En það eru fleiri en sjálfir stjórnarmeðlimirnir, sem verið hafa í stríði. Tveir þýðingai*- mestu stjórnmálamenn Breta utan ríkisstjórnarinnar, eru líka þaulkunnugir á vesturvíg- stöðvunum. Attlee majór, for- ingi verlcalýðsflokksins, stjórn- aði einum fyrsta skriðdrekan- um, sem notaður var, og Sir Archibald Sinclair, foringi frjálslyndra stjórnarandstæð- inga, var majór í lífverði kon- ungs, áður en hann fór að gefa sig við stjórnmálum. Hann var í fyrstu vélhyssudeildinni, sem send var til Frakklands í ágúst 1914. En enginn þessara manna hefir náð kosningu vegna reynslu sinnar af hernaði. Allir hafa þeir verið kjörnir þjóð- fullti’úar á friðartimum, þegar engum var ófriður i hug. Dæm- in sýna aðeins, að margir mestu áhrifamanna Breta vita vel, hvað ófriður er og að hermenn Bretaveldis geta átt það víst að hlutur þeirra verður ekki fyrir borð borinn vegna vanþekking- ar þeirra, sem heima sitja og stjórna, allra sist þegar sjálfir hermennirnir eiga jafn-marga og góða fulltrúa úr sinum hóp, sem sæti eiga á þingi. Þjónustustúlkan: „Má eg ekki heimsækja unnustann minn á sunnudögum ?“ Húsmóðirin: „Hvað heitir hann?“ Þjónustustúlkan: „Eg veit það nú elcki ennþá. Eg er alveg ókunnug hér“. Þinghússbyggingin breska.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.