Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Flugvélarárás á engisprettur. 'p.etex 'H.ctM.; Flugmenn eða flugnaveiðarar. „Fari það' nú í logandi, sjóð- andi!“ krossaði Bardley flug- foringi lijá „American Air Company“ þegar símsendill- inn rétti honum yfir miðdegis- verðinum síðustu skipunina. „Erum við flugmenn eða erum við bara flugnaveiðarar?“ „Eftir innihaldi skeytisins að dæma htur helst út fyrir, að hlutverk okkar sé fólgið í því, að veiða flugur,“ sagði eg þeg- ar eg var búinn að lesa skeytið. „Já, einmitt! Yður finst það!“ tautaði Bardley fokvondur. „Það er þá best, að þér komist að raun um til hvers þér eruð skapaður. Búið yður út í skyndi, og innan hálfrar klukkustundar verðið þér að vera lagðir af stað til — til“, — hann leit á sím- skeytið — „til Texas, til bú- staðar mr. James Joe Leen. Fljótir nú.“ í það skifti fékk eg ekki meira upp úr honum, og hálfri stundu seinna stóð eg í flugbún- ingi hjá vélinni minni, sem Bardley og einhverjir með hon- um voru að handfjatla fyrir flugið. „Jæja þá,“ sagði Bardley og settist á stóran bensínbrúsa, „nú farið þér í veiðiferð til James Leen’s, það er stórríkur bóndi i Texas. Eruð þér til- búnir?“ „Veiðiferð?“ |át eg eftir og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Símskeytið hafði eg ekki skilið, en ennþá síður skyldi eg hvað Bardley var að fara. „Hvað á eg að veiða?“ „Engisprettur auðvitað,“ svaraði Bardley eins og það væri sjálfsagðasti hluturinn á jörð- inni. „Engisprettur náttúrlega. Mér skilst að James Joe Leen sé ekki neinn sérstakur aðdá- andi þessara kvikinda, og enn síður fyrir það, að þær eru að þvi komnar að eyðileggja fyrir honum landið. Þess vegna heimtar hann af okkur flugvél með innbygðum dreifara, er ýrir frá sér einhverskonar eitur- vökva. Eg hefi valið yður til ferðarinnar, þvi ef þér reynist eins ósvifinn við þessi kvikindi eins og við mig, þá treysti eg þvi, að yður hepnist fyrirtækið. Farið þér til fjandans!“ Þetta var hinsta kveðjan. Bardley fór leiðar sinnar, eftir að hafa rétt mér landabréf, þar sem landareign Leen’s bónda var alveg sérstaklega auðkent. Fáum mínútum seinna voru tveir baneitraðir blikkbrúsar skrúfaðir fastir við vélina og nú stefndi eg nefi flugvélarinn- ar i áttina til bóndabæjar Leen’s í Texas. Mér hafði að visu skilist það, samkvæmt blaðafregnum, að það væri viss landshluti í Texas sem væri bnáðri eyðileggingu undirorpinn vegna þess, að engisprettuurmull legðist á hann og skildi hina frjósömu jörð eftir sundurtætta i flögum. Hitt skildi eg eklii til fullnustu, livaða hlutverk það var sem mér var ætlað að leika i þessu sambandi. Á bænum. Þegar eg sat á móti Leen bónda, makindalegum manni sem reykti pípu sér aðeins til leiðinda og kvalar og lét hana þessvegna nær aldrei upp í sig, en fylti hana hinsvegar jafnt og þétt, fékk eg loks vitneskju um hvernig i þessu lá. Það var i fyrsta lagi þannig, að um vorið liöfðu engisprettur lagst á ná- grannabýli eitt og eyðilagt það svo gjörsamlega, að þar var ekki stingandi strá eftir og af þeim slcepnum sem ekki varð bjargað í tæka tíð, sást eklci annað eftir en beinagrindurnar einar. í öðru lagi bentu allar líkur til, að engisprettumar myndu ráðast á landareign Leen’s bónda, þær virtust vera á leið- inni þangað og af því að bónd- ann langaði ekki til að flýja bú- jörð sína, kanske slippur og snauður, þá hafði hann gert boð eftir flugvél til að granda þess- um illvættum. Hlutverk mitt var fólgið i einhverju af þessu þrennu, eitra jörðina, drepa engispretturnar eða reka þær á flótta. „Til allrar liamingju er flug- vélin yðar með lokuðu stýris- húsi,“ bætti svo James Joe Leen við. „Hvers vegna?“ spurði eg af vanþekkingu minni. „Svona stórir engjusprettna- hópar náðast venjulega á fóllc líka og hætta þá ekki fyr en að eins beinagrindin er eftir. Og ef þér hefðuð lent í opinni flugvél í engisprettamergð---------“ Það skaut hræðilegri liugsun upp hjá mér, en eg hafði ekki tíma til að hugsa hana til enda, þvi Leen hélt áfram: „Við skulum ekki tala meii’ um það; en nú ætla eg að láta vísa yður á svefnherbergið yðar, því þér byrjið ekki á starfinu fyr en á morgun.“ 1 hættu. Morguninn eftir vaknaði eg við óhljóð og skarkala fyrir framan dyrnar lijá mér. „Engi- spretturnar eru á leiðinni!“ heyrði eg að var hrópað. Eg klæddi mig í skyndi. Flugvéhn lá altilbúin á víðáttu- miklum grasvelh fyrir framan ibúðarhúsið. Hreyflarnir byrja að snúast, mér er sýnd áttin sem eg á að stefna í, og véhn hefur sig til flugs. Þessi landareign er jafnvel á amerískan mælilcvarða risastór. Það er liálfrar stundar flug til landamerkjanna sem mér er bannað að fljúga yfir. Eg verð einskis var og hækka flugið. Alt í einu virðist mér sólskinið, sem til þessa liafði verið svo glampandi skært, dofna, líkast því að ský hefði dregið fyrir sólu. En alt í einu verður mér ljóst hvað er á seiði. Eg sé hvar biksvart ský eða mölckur hefur sig æ hærra til lofts og byrgir gersamlega alla sólarsýn. Það eru engispretturnar! Fáum sekúndum seinna, reka fyrstu framverðir þessa risahers sig á flugvélina. Heildin fylgir fast á eftir. Það er tími til kominn fyrir mig að hefja starf mitt. Eg læt vélina hallast á vinstri vænginn og gríp ann- ari hendinni i stillistöngina sem opnar fyrir dreifurum eitur- brúsanna. Að því loknu beygi eg til hliðar og flýg meðfram endilöngum fylkingaraz-mi fjandahersins. Eitrið rýfur stórt skarð í hinn dimma mökk og þúsundir engisprettna falla meðvitundai’lausar til jarðar. En hér eru miljónir — tugir miljóna liungraðra fleygra í'isa- skordýra á ferð, sem hungrið rekur áfram í blmdni. Eg reyni nýja aðferð. Eg hækka flugið uns véhn svifur fyrir ofan hina myi'ku herskara, sem virðast óendanlegir að stæi-ð. Nú læt eg eiturvökvann ýra yfir þessa óendanlegu breiðu. Þessi aðferð ber enn betri árangur. Hin dauðu dýr þekja kílómeti-a bz-eið svæði á jörðinni. Yonandi endist mér eiturvökvinn uns eg liefi náðið niðurlögum allrar þessarar fylkingar, þessa dimma mökks, sem nú byrjar að leysast ofur- lítið í sundur. Eg flýg eins lágt yfir mergðinni og mér er unt til að láta engan dropa fara til ónýtis. Skyndilega liættir hreyfillinn að ganga — eitt, tvö, þrjú augnablik og eg hrapa. I sörnu svipan er orðið myrkt umhverf- is mig, og þegar lireyfillinn kemst aftur i gang skella þús- undir engisprettna á skrúfunni, deyja og detta til jarðar. Það er einna líkast því sem skrúfan gangi í gegnum þykka leðju og vélin sjálf gengur æ liægar og liægar. Útlitið er orðið ískyggi- legt — eða með öðrum orðum, ]>að er ekki neitt, því eg sé ekki faðmslengd frá mér fyrir engi- sprettnamergðinni sem umlyk- ur flugvélina mina. Óvænt lending. Vélin hægir stöðugt á sór. Sennilega er það engisprettna-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.