Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 25.02.1940, Blaðsíða 7
'R.áh^átíDi matcth sab.daKK.CL Agneau: Lamb. Agneau róti: Lambasteik. Aspic: Hlaup. Beurre: Smjör. Béchamel: Hvít sósa. Bouillon: Kxaftsúpa. Consommé aux Quenes de Boeuf: Uxahalasúpa. Cotes de Porce: Svínakotelettur. Cotes de veau: Kálfskótelettur. Foie: Lifur. Fromages: Ostur. Fines herbes: Hakkað græn- meti. Gateaux: Kökur. Glace de la créme: Rjómaís. Groseilles: Ribsber. Horeng: Síld. Haricots verts: Grænar baunir. Hors-d’oeuvre: Forréttur. Langue de boeuf: Uxatunga. Lait: Mjólk. Lard fumé: Reykt spik. Morue: Þorskur. Oeuf: Egg Oignon: Laukur. Poulet: Kjúldingur. Poule de neige: Rjúpa. Poisson: Fiskur. Pommes frites: Kartöflur soðn- ar í feiti. Rhubarbe: Rabarbari. inn til úr jöfnu af vatni og kamfóru. Þá er naist að setja á nefið grímu úr einhverju„bleikjandi“ efni. Er best að ltaupa það á einhverju apótekinu eða hjá fegurðarsérfræðingi. Að lokum er svo möndlu- mjólk klöppuð varlega inn í húðina og púðrað yfir. — Eins og þér sjáið er þetta mjög auðvelt og ódýrt og ef nef yðar er mjög rautt, skulið þér ekki hugsa yður um eitt augna- blik, heldur byrja strax á að lagfæra það, með þeim ráðum, sem yður er gefið hér að ofan. Anna frænka. Eruð þér ratóneíjaðas:? Hvað þýðir það að fá sér permanenthárliðun og vera alt- af vel snyrt í andlitinu, ef nefið lýsir eins og blys í því miðju hugsar sú sem sí og æ er með rauðan nefbroddinn — og ekki bætir snjórinn og kuldinn úr þvi. En það er til ágætt ráð við þessum leiðinda kvilla. Og því ekki reyna það? Það er mjög auðvelt að framkvæma eins og þér sjáið hér. Ef það er frostið sem veldur roðanum, er ágætt að byrja á því að núa inn í þaðfrostáburði. Takið því næst víxlböð með lieitum og köldum bökstrum. Látið þá vera á nefinu þar til þeir eru ýmist orðnir kaldir eða heitir. Látið þvinæst kamfórubakst- ur vera á nefinu í ca. 15 mínút- ur. Kamfórubaksturinn er bú- HUSRAÐ OG HEILLARÁÐ Fitublettum á mjög fínum efnum er best að ná með Euca- lýptusoliu. Dýfið baðmullar- linoðra í olíuna og farið varlega yfir blettinn með honum; þeg- ar dúkurinn er þur, er blettur- inn venjulega liorfinn — ef svo er ekki, er best að reyna aftur. Dýfið varlega og núið efnið ekki fast. * Með heitu vatni er hægt að ná af margskonar blettum ef maður spennir efnið yfir djúpa skál og lælur vatnið drjúpa hægt á blettinn. Það er náttúr- lega betra, ef blettirnir eru ekki mjög gamhr. ——gB———---------- Gesturinn: „Eg get eltki borð- að þessa súpu!“ Þjónninn: „Mér þykir það mjög leiðinlegt; eg skal sækja yfirþjóninn. Yfirþjónninn kemur. Gesturinn: „Eg get ekki borð- að súpuna!“ Yfirþjónninn: „Bannsett klúður; eg slcal ná í veitinga-i liússeigandann.“ Veitingahússeigandinn lcem- ur. Gesturinn: „Eg get ekki borð- að súpuna!“ Veitingahússeigandinn: „Eg skil þetta bara ekki; eg skal ná í matreiðslumanninn". Matreiðslumaðurinn kemur. Gesturinn: „Eg get ekki borð- að súpuna!“ Matreiðslumaðurinn „Hvers vegna ekki?“ Gesturinn: „Mig vántar skeið.“ MflTREIÐSLð SÍRÓPSKAKA. 500 gr. siróp 500 gr. strausykur 125 gr. smjörlíki. iy2 kg. hveiti. 3 tesk. natron 3 tesk. st. kanel 3 tsk. st. engifer. % 1. mjólk. — Síróp, sykur og smjörliki er hitað í potti þar til sykurinn er bráðnaður. — Hveiti, natron og krydd er siað og bætt i með mjólkinni. Deigið er hrært vel saman og lielt í smurða pönnu. Bakað við vægan hita í ca. 1 klukkustund. — Það er hægt að skreyta kökuna með hökkuðum möndlum áður en að hún er bökuð, eða með sykurglasúr á eftir. Kakan er best þegar hún lief- ir verið geymd og er þvi ódýrast að-baka svona mikið í einu. KAFFIKAKA. 250 gr. hveiti 15 gr. lyftiduft 200 gr. smjörlíki 200 gr. sykur 2 egg 1 dl. sterkt kaffi 100 gr. rúsinur. — Búin til á sama hátt og sódakaka. TEKAKA MEÐ MÖNDLUM. 250 gr. hveiti y2 tesk. hjartarsalt 250 gr. smjörlíki 250 gr. sykur 3—4 egg. 40 gr. sætar möndlur. 5 gr. bitrar möndlur 50 gr. kurennur 25 gr. sukkat. — Hveiti og hjartarsalti er blandað saman og það síað. — Smjörið er linað og hrært vel með sykri og eggjarauðurium. Möndlurnar eru hýddar og hakkaðar — rúsinurnar þvegn- ar og þurkaðar. Sukkatið er þvegið og skorið í litla teninga. Öllu þessu er svo blandað sam- an og að lokum er þeyttum eggjahvítunum hrært varlega í. Deiginu er helt í smurt form og bakað við jafnan hita í ca. eina lclukkustund.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.