Vísir Sunnudagsblað - 03.03.1940, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 03.03.1940, Síða 1
1940 Sunnudaginn 3. mars 9. folad ■jÍ£iXaú.d.ux iýjöwisson,, úe.ilca>i _________soqbt $JicL áAh.i$u.m. sínum aft VlÐTAL SuNNUDAGSBLAÐSINS „FJALLA-EYVINDI“ JÓHANNS SIGURJÓNSSONAR Haraldur Björnsson leikari er einn af kunnustu leikurum ís- lands, einn af þeim fáu löndum vorum sem hefir gengið á er- lenda leikskóla, og hefir um margra ára skeið haft á hendi leik- stjóm fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Haraldur hefir einnig haft með höndum leikstjórn þeirra söngleikja sem Tónlistarfélagið, hefir gengist fyrir undanfarin ár. 1 vetur hefir 'Haraldur Björnsson haft það vandasama og erf- iða hlutverk með höndum, að stjórna samtímis tveimur merki- legum verkum, en það eru „Fjalla-Eyvindur“ eftir Jóhann Sig- urjónsson, tvímælalaust stórbrotnasta leikrit sem samið hefir verið á íslenska tungu, og óperettunni „Brosandi land“ sem er íburðarmesta og að mörgu leyti vandasamasta óperetta sem hér hefir verið sýnd. Samhliða því sem Haraldur annast leikstjórn beggja leikjanna, leikur hann í þeim báðum. Þetta er þrekvirki, sem mun vera einstætt í leiklistarsögu íslands. 1 tilefni af því, að þetta er í þriðja sinn, sem Haraldur Bjöms- son annast leikstjórn á „Fjalla-Eyvindi“, og að það eru nær tuttugu ár liðin frá því að hann sá um leiksýningu á þessu leikriti fyrst, hefir Sunnudagsblað Vísis snúið sér til Haraldar og beðið hann að segja nánar frá afskiftum sínum af „Fjalla- (fíyvindi“. „Fjalla-Eyvindur“ Jóhanns Sigurjónssonar er samanlvinn- aðri mínu lífi og hefir orðið því örlagaríkari, en nokkurt annað skáldrit, íslenskt eða útlent“, segir Haraldur. „Og það er á svo margan og einlcennilegan l)átt, sem þetta glæsilega slcáld- rit hefir ofist inn í líf mitt og framtíð. Þegar eg las „Fjalla-Eyvind“ fyrst var eg stráklingur að aldri og mun þá hafa verið á Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. Leikritið kom úl neðanmáls í einhverju Pieykjavíkurblaðinu, því útgefendur munu ekki liafa þorað að gefa það út í bókar- formi, af ótta við að tapa á bví. Mig minnir að þetta liafi verið árið 1910.“ „Hvaða áhrif hafði leikritið á yður þá?“ „Það markaði tímamót í æfi minni. Að visu unni eg áðurleik- ritagerð og leiklist — það lá vist í ættinni — en þetta leikrit tók hug minni allann, svo að fná þeim tíma fanst mér leiklistin vera köllun mín — vera skylda mín í lifinu“. „Hvað kom til þess, að „Fjalla- Eyvindur“ hafði svo mikil áhrif á yður?“ „Hann var svo islenskur. Það er íslenskasta leikrit sem við eigum. Það er stórbrotinn harm- leikur, gripinn úr þjóðlífi lands vors og inn i hann er fléttað skapgerð og örlögum íslensku þjóðarinnar um margra alda skeið. Örlög persónanna eru svo islensk, þau eru svo rikur þátt- ur úr okkar eigin lífi, að þau hljóta að gagntaka okkur, lirifa okkur, dáleiða okkur. Hugsið yður Höllu — konuna sem stækkar og þroskast við"livert skipsbrot sem hún líður, og sjá- ið þér hversu óendanlega auð en samt stór sál hennar er í síðasta þættinum. Sjáið þér hversu henni svipar til jöklanna sem hún býr við — stórbrotin, köld og auð, en þó undir niðri í um- Haraldur Björnsson (í hlutverki Arnesar). brotum hins gjósandi eldfjalls. Hugsið yður Kára — tviskinn- unginn — ímynd þessa lundar- fars sem er svo rilcur þáttur i ís- lenskri skapgerð. Það er róman- tísk sál, flöktandi, leitandi, skil- ur ekki tilgang sinn og þorir ekki að bera ábyrgð gerða sinna. Átökin um hið innra líf hans birtast okkur i óviðjafnanlegri stærð i síðasta þætti. Þáttur Arnesar er þriðji þátt- ur, þegar innibyrgðar ástríður hans brjótast fram í þungum ofsa — ástriður manns sem hefir orðið gáfaður og skygn af brennandi innri kvöl og harmi. Alt er þetta íslenskt, all er þetla rótgróið í íslensku lundar- fari. Það var þvi ekki að ástæðu- lausu að eg hrifist meir af „Fjalla-Eyvindi“ en nokkuru öðru íslensku leikriti sem eg eg liafði lesið. „Hvenær sáuð þér svo „Fjalla- Eyvind“ fyrst á leiksviði ?“ „Eg siá fyrstu frumsýningu hans hér í Reykjavík veturinn

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.