Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Blaðsíða 2
2 athygli, hverjum augum vá- tryggingafélög líta fólk það, er neytir mikils lóbaks. Fá slíkir menn iðulega ekki keypia vá- tryggingu, því félög þessi eru yfirleitt næm á hættur þær, er fylgja vissum löstum mann- anna. — Og kynni maður sér hagskýrslur félaganna sést, að dánartala reykingarmanna er talsvart hærri en hófsmanna. Jafnvel sjást hlutföllin 90:60. (Hér er miðað viSheiIsuafkomu 180.000 manna á vissu aldurs- tímahili.) — Þá sést og af slík- um skýrslum, að menn þeir, er ná háum aldri, eru yfirleitt hófsmenn miklir á tóbak. Þessi reynsla vátryggingafélaganna styður m. a. þá skoðun lækna, að tóbaksneysla sé óholl, og eyðileggi heilsuna hjá öllum þeim, er neyli þess að ráði, — sérstaklega þó hjá konum og unglingum. Áhrif Nikolins — tóbakseit- ursins — hefir verið þaulreynt á dýrutn, og ávalt reynst að vera svæsið liffæraeitur, sér- staklega þó fyrir taugavefi Iík- ^amans, hjarta og æðar. Læknar veita því daglega al- hygli, hversu ýmiskonar sam- stæð heilsuveiklun ásækir tó- baksneytendur, öðrum fremur, í ýmsum myndum, og einnig hve misjafnlega menn yfirleití þola tóbaksneyslu, hvernig svo sem þess er neytt. — Eg hefi kynst fólki, er virðist þola sitt af hverju á því sviði, og aftur öðru, er fljótlega varð vart við heilsubrest, eftir að tóbaksneysl- an komst á hátt stig. Enda er það ákaflega algengt að læknar banni fólki eindregið að reykja, eða bi-ýni fyrir því, að tak- marka mjög neyslu tóbaks. Það er sjaldgæft, að sjá svæsnar tó- bakseitranir, en hinsvegar fer það iðulega fram hjá almenn- ingi, ef um vægar tóbakseitranir er að ræða, eða hægfara líf- færaskemdir, af völdum of- mikilla tóbaksnautna, er fyrst koma í ljós eftir- langan tíma. í sambandi við það, sem að framan greinir, fara hér á eftir tvær sjúkrasögur, er lýsa á- standi þeirra, er veikjast alvar- lega vegna tóbalcseitrunar: Kona nokkur veiktist nýl. seint um kvöld. Þegar komið var inn í herbergi það, er hún bjó í, stóð hún við rúmgaflinn, hélt báðum höndum um hann, and- aði afar ótt og alt útlit hennar benti til alvarlegs ástands, og geysimikillar hræðslu. — Það, sem annars bar mest á, var tíð- ur og lélegur hjartsláttur, erf- iður andardráttur, mikill höf- uðverkur og uppsala. — í stuttu máli, lík einkenni og læknar VlSIR sunnudagsblað TIL MINJA. — Myndin er af frönskum flugmönnum, sem hafa skotið niður þýska flugvél og hafa síðan tekið af henni merkið til þess að eiga það til minningar um bardagann. verða varir við eftir mildar eitránir. Kona þessi varð svona eftir að liafa á einum degi reykt 50 sígarettur. Hitt tilfellið er mér einnig mjög minnisstætt. — Ungur maðux*, frekar óvanur reyking- um, tók eftir því, að ef hann að kveldi til reykti sterka vindla fékk hann óþæginda verki um alt holið. Ef hann liætti að reykja, hurfu þessi einkenni brátt. — Eitt sinn bar það til, að hann reykti venju fremur mikið. Hann kendi sárra þrauta og daginn eftir var hann mikið veikur, einnig af ógleði og upp- sölu. Að kveldi þess dags var sjúkdómsástand mannsins þannig, að sterkar líkur bentu til þess að um garnaflækju væri að ræða, eða eitthvað þvi um líkt. Maðurinn var svo fluttur i sjúkrahús og skorinn upp, og fanst ekkert sérstakt að, annað en sterldr samdi’ættir í görnun- um, gaimakrampi, sem gefur lík einkenni og garnaflækja, og get- ur riðið að fullu sé ekki að gert í tíma. Þessi tvö dæmi sýna tóbaks- eitranir á háu stigi, og munaði vissulega litlu að fólk þetta biði bana af. Algengari eru vægari einkennin, sem flestir kannast við, er neytt hafa tóbaks: Ó- gleði, höfuðverkur, hraður púls, kaldur sviti og því um líkt. Er unglingum fyrst og fremst hætt við slíku, og einnig viðvaning- um. En jafnvel þeir, er ekki reykja, geta fengið tóbakseiti*- anir. Vil eg þar fyrst og fremst geta þess, að ungbörn, sem eru í herbergjum þar sem andrúms- loftið er þrungið tóbakssvælu, eru undirorpin því, að fá tó- bakseitranir, er stundum geta verið svo alvarlegai*, að litlu muni, að óbætanlegt tjón hljót- ist af. — Þétta er áminning til þeirra, er jafnan fylla svefnher- bergi tóbaksbrælu, jafnvel þó ungbörn dvelji þar. Það liggur nú hendi næst að taka til meðferðar hvernig á þvi stendui*, að tóbaksneysla hefir venjulega skaðleg áhrif á Jxin ýrnsu líffæri líkamans. Eftir byggingu og starfi, er talað um tvenskonar taxxga- kerfi. — Það, er staiTar undir áhrifum viljans og hitt, senx viljinn hefir engin áhrif á, — hið svonefnda ósjálfi-áða tauga- kei-fi. — Stjórnar það, sem kunnugt er, starfi hjartans og æðanna, ennfremur meltingar- færanna. — Við höfum ekki vald á því, hvort æðarnar þrengjast eða vikka. Við getum heldur ekki stjórnað því, hvort hjartað berst hægt eða títt, og meltingai-færin standa heldur ekki undir stjórn viljans, svo við getum ekki ákveðið, hvern- ig meltingarvökvar myndast, eða meltingarhreyfingar fara fram. Taugakerfið, sem öllu þessu stjórnar, hefir upptök sín í heilanum, og er mjög merki- legt að byggingu og fyrirkomu- lagi. Á leiðinni frá heilanum til imxýflanna eru millistöðvar í tauguixx þessum, hin svonefndu Ganglion, eða taugahnoðir, — nokkurskonar skiftislöðvar, máske lika aflgjafar þessa taugakei’fis. Lamist nú tauga- frunxurnar í stöðvum þessum, er þar með rofið sambandið við heilamx, og leiðir venjulegast af því örlagarikt ástand og líffæra- bilanir — hjartalanxanir, garna- lamanir, krampar í innýflum, óeðlileg aukning af nxagasýrum o. s. fl'V. Ramxsóknir síðustu ára, sýna merkilegar niðui*stöður, þessu viðvíkjandi: Sem sé þæx*, að tóbakseitrið sest sérstaklega að á tveim stöðum i taugakerfi þessu, — i upphafsstöðvum þess í heilanum og einnig í taugafrumum hinna fyrnefndu millistöðva. — Á þennan hátt lanxast taugafrumui'iiar að meiru eða minna leyti, og starfa þar af Ieiðandi ekki rétt. — Liggja i þvi hinar tiðu oi*sakir til meltingatruflana reykingar- fóllcs, og eins til ýnxiskonar hjartatruflana, sem oft eru mjög áberandi. Áhrif tóbaks á maga og þarma, verða aðallega með tvennu móti: í fyrsta lagi rennir fólk það, er neytir tóbaks, munnvatninu niður i magann, og þannig verkar tóbakið á slínx- liúð magans og' þarmanna. — Eftir tóbaksnotkun er ávalt mik- ið af tóbakseitri i nxunnvatninu og sé því kyngt hefir það ertandi áhrif á slímhúð magans, og veldur oft á þann hátt maga- bólgu,, en magabólga er hvunx- leiður kvjlli, sem oft getur or- sakað enn alvarlegri sjúkdóma, og þá sérstaklega magasár og; krabbanxein. —- Önnur hætta er sú, að tóbakseitrið orsaki tauga- ertingu í magavöðvunum, er veldur krampakendum sam- dnáttum, og aukinni sýrumynd- un. — Er talið, að þelta ástand orsaki iðulega sjúkdómsfyrir- brigði og einkenni, sem ilt sé að greina frá venjul. einkennum nxagasárs. Ýmsir heimskunnir læknar, — sérfræðingar í maga- og meltingarsjúkdómum, — telja margt benda til þess, að liin stórkostlega aukning maga- kvilla, sem aðallega gerir vart. við sig hjá karlmönnum, standi i nánu sambandi við tóbaks- notkun. Þá liafa áhrif tóbaks á hjartað og hjartastarfsemina, verið itarlega rannsökuð hin síðari ár. — Sé hjarlað rannsakað á meðan reykt er, kemur í Ijós, að hjartslátturinn verður örari en ella. Hjá manni, er reykir að staðaldri, getur ástandið orðið þannig, að hann gangi með stöðugan aukinn hjartslátt, eða

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.