Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 lag hennar? Hvað var þessi unga, og að þvi er mér endilega finst, mjög laglega stúlka, að göltra þarna á veginum alein um hánótt á ljóslausu hjóli? Hafði hún orðið sein fyrir með að komast heim úr langferð og séð sig neydda til að lialda á- fram um nóttina, þótt hún væri Ijóslaus? Og hvílíkur kjarkur í unglingsstúlku, að vera þarna alein á ferð! Og hversvegna liafði hún ekki vilj- að lofa okkur að ná sér? Hvers vegna hafði hún, að þvi er hest varð séð, farið í felur til þess að losna við samfylgd? Var hún á flótta? Hafði hún, þessi stúlka, sem var svo falleg, að það sást jafnvel í myrkri, verið að laumast áfram þennan langa veg, lirædd við alt og alla, eins og liún ætti það yfirvofandi að henni yrði veitt eftirför? Og spurningarnar ryðjast fram ein eftir aðra, því svefnleysi, þreyta og náttmyrkur hefir smeygt beislinu fram af ímyndun manns, svo hún bregður sér á leik og skoppar út i færur og ófærur eins og í ölvun eða hita- sótt. Við hröðum olckur af stað. Við hjólum liratt næsta spott- ann, en á veginum er ekki ein lifandi sál. Eg geri þá broslegu uppgötvun með sjálfum mér, að mig langar til að sjá liana aftur, þessa dularfullu mey. En það er nú engu líkara en að jörðin hafi gleypt hana. Nei, þarna er hliðarvegur og þarna er annar hliðarvegur. Hún hef- ir sjálfsagt beygt út á annan hvorn þeirra. Þó finst mér öðru hvoru, að eg heyri skröltið i hjólinu hennar. Það læðist inn í sál mína eins og slitrótt hvísl, brot úr einhverri raunalegri sögu, sem er þó spennandi, af því aðalpersónan í sögunni er falleg írsk stúlka, sem fæðist út úr glórulausu náttmyrkri og af- holdgast við fyrstu morgun- skímuna á endalausum þjóð- vegi, þar sem alt getur gerst, einnig það, að ekkert gerist. Svo morgnar hægt og hægt. Bjax-minn frá „dynamo“-lukt- inni verður að villuljósi. Lauf- trén við veginn eru grá af dögg'. Manni sviður í augun af að stara fram á veginn, og hugur- inn stirðnar í þeirri óskiftu at hygli, sem beinist að þvi einu, að stýi’a rétt, svo maður álpist ekki út í gras og göturæsi. Mað- ur bei’st við þá eðlisgi’ónu ó- liugnustu, sem ætíð er því sam- fara að mætamorgni eftirsvefn- lausa nótt. Maður er í fullu ó- samræmi við ger\’alla náttúr- una, hefir það fyrir seint sem hún hefir fyrir snemma. Maður er i óendanlega miklum minni- hluta. En á hæðarhrún einum átta mílum vestan við Dýflina sést til hafs. Og framundan kemur nú í ljós höfuðborg írlands, sveipuð dökkum þokuslæðum á köflum. I norðaustri læðist feiminn morgunroði upp á himininn. Burðamiklir vagnhestar standa á veginum framan við sofandi búgarða. Geispandi, sinaberir mjólkurpóstar rogasl með þunga dunka. Hér er þá mjólkin til Dýflinnar ennþá flutt á hestvögnum álika leið og til Reykjavíkur ofan úr Mos- fellsdal. Meðan morguninn breiðir bláma og gull yfir Bæjarflóa og lævirkjar hefja söng sinn í trjánum,nálgumst við takmark- ið liægt og hægt. En eitt veldur okkur þó áhyggju: Við vitum ekki, hvar við munum koma inn í horgina. Mér liefir láðst, er við fórum af stað, að taka með mér Dýflinnarkortið, svo við höfum enga hugmynd um, hvernig við eigum að komast á Drumcondra Road, þar sem við höfum bækistöð okkar. Við látum þetta þó ekkert á okkur fá, en liöldum inn í borgina. Öll götunöfn, sem við sjáum, eru okkur allsendis ó- kunn. Við förum gegnum mjög vistlegt hverfi með nýlegum, snotrum smáhúsum. Við virð- um það fyrir okkur og látum okkur ekkert liggja á. Svo kom- um við all i einu inn á stórt torg. Þar standa nokkrir bekk- ir. Og Jjað var alveg nákvæm- lega, eins og við hefðum liitl á óskaslundina. Við setjumst náttúrlega á einn bekkinn, og bíðum þess, að lögregluþjón eða einhvern trúverðugan út- lítandi mann beri þar að, sem hægt sé að spyrja til vegar. Mínúturnar liða, og mér finst um leið, að eg heyri þreyl- una leka új- liðamótum mín- um í dropatali. Ekki ein mann- rola sésl á ferli. Kyrðin í borg- inni er alt að' því ískyggileg. Þetla er þó mánudagsmorgunn og klukkan orðin sjö. Hafa eí' til vill allir sofið yfir sig? Það rifjast nú upp fvrir okkur, að dagurinn beitir 7. ágúst og er „Bank IIolidav“, — almennur frídagur. Það er því engin furða, Jiótt fólk væri ekki að rifa sig upp fyrir allar aldir. Sei, sei, þarna er þó einhver á fótum. Það heyrist fólatak, og þó ekki fótatak, eitthvert létt og reglubundið tipl á gangsétt i greudinni. Lítíll, flekkóttur hundur kemur skoppandi í átt- ina til okkar. Hann flaðrar upp um okkur af svo miklum fegin- leik, að okkur finst nóg um. Mér dettur í hug, að þetta ein- mana dýr ætlist lil einhvers á- kveðins af okkur. Eg stend upp og reyni að komast á snoðir um, livort hundgreyið vilji láta okk- ur elta sig í einhverja vissa átt. Það rifjuðust upp fyrir mér einhverjar sögur um vitra liunda, sem við viss söguleg tækifæri fóru á stúfana og leit- uðu mannhjálpar, þegar hús- bændur þeirra voru í nauðum staddir. Ef til vill var, liér ein- hver slík saga að gerasl. En hvernig sem eg lét, varð ekk- erl ráðið af tilburðum liunds- ins. Hann liélt bara áfram aö flaðra upp um okkur til skiftis og varð því aðsópsmeiri og gráðugri, sem við kjössuðum liann meir. En eitthvert brjóst- umkennanlegt umkomuleysi í fari lians gerði okkur það ó- hugsanlegl að reka hann frá okkur. Eftir stundarkorn hefir inér þó tekist að gera liann spakan. Og' þegar liann kúrir þarna á bekknum og hjúfrar sig upp að mér, get eg ekki varist þvi að brjóta um það heilann, live margvíslegar orsakir kunni að liggja til þess, að þetta mann- elska dýr er þarna komið. Iiafa ef til vill hin síkviku, gljáandi augu þess horft svo að segja ný- lega upp á einhverja atburði, á- takanlegar örlagastundir á mannlega vísu? Hversu óend- anlega margt getur liafa orðið til jiess að l'Iekkótt rakkakríli varð viðskila við eiganda sinn, i borg, jiar sem liálf miljón manna býr, þar sem Jiað kem- ur fyrir ekki ósjaldan, að mcnn hverfa, og aldrei spyrst til mannsæfi, sem hefir haft óend- óg handtökur eru hversdagsleg tiðindi, þar sem ökuslys eða sjálfsmorð binda svo að segja á hverri nóílu, enda á einliverja mansæfi, sem hefir haft óend- anlega litið gildi frá sjónarmiði mergðarinnar, — en gat verið óendanlega dýrmæt frá sjónar- miði lítils hunds. Ef til vill hef- ir nethimnan í augum jiessa umkomulausa dýrs ljósmynd- að fyrir fáum klukkustundum eitthvað það regindjúp hörm- unga, sem venjulegur mannleg- ur áhorfandi myndi hug'sa til með skelfingu Jiað sem hann ætti eftir ólifað. Ef lil vill geyma nokkrar af heilafrumun- um í þessum litla hundshaus, sem eg er að klappa öðru hvoru, ráðninguna á einhverjum leynd- ardómi Dýflinnar, sem aldrei verður mönnum kunn. Og meðan eg lofa syfjuðum huganum að reika milli ótelj- Hittog þetta Megan Taylor, skautamærin heimsfræga, hefir nú ákveðiS aS gera skautahlaup aö atvinnu sinni. Gerir hún þetta til þess að geta leikið aðalhlutverk í kviktnynd, sem fa'öir hennar er aÖ láta taka, og á aö heita „Sviss“. * Siðastliöiö ár rituðu íbúar Montrealborgar í Kanada 182.- ?99-55° bréf. Er þaö um 28 milj. fleiri bréf en áriö áður. * Uppíinningamenn . Pittsburgh í Bandaríkjunum hafa fundið upp málmblöndu, sem er svo sterk, að stál er „mjúkt“ í samanburði viö hana. Þessi málmblanda er nefnd „K-42-B“ af þeim, sem fundu hana upp, og hún er talin 100 sinnum Sterkari en stál. Eftirfarandi níu efni eru í blöndunni: Nikkel, ko- bolt, krom, titanium, járn, inang- an, aluminium, kísill og karbon. Dýrustu sólgleraugu, sem fram- leidd hafa verið, eru nú til sölu í New York. Þau eru sett demönt- um umhverfis glerin, en ferhyrnd- ur tveggja karata demantur er á nefspönginni. Gleratigun kosta 2000 dollara. ★ Tveimur einhverjum mestu skáldsnillingum Þýskalands, þeim Goethe og Nietzsche, kemur ekki saman um gildi hjónabandsins. Goethe segir: Hver sá, sem dirfist að ráðast á gildi hjónabandsins, hann hefir 'mér aö mæta. Hjónabandið er upphaf og hámark allrar menn- ingar. En Nietzsche segir: Þaö liggur í hlutarins eöli, að gildi hjónabandsins er álika mikið og gildi þeirra, sem í það ganga. Eða meö öðrum oröum, að það er vesældarlegt og ósæniilegt, og aö hvorki neinn prestur né lögreglu- stjóri megnar aö brevta J>vi né bæta ])aö á nökkurn hátt. * Lögreglan í Alasundi hefir haft uppi á þjófafélagi sem i eru 12— 13 ára drengir. Forsprakkinn er tólf ára gamall blaðasölustrákur. Síöasti Jijófnaðurinn er þeir frömdu áður en komst upp um þá, var að þeir stálu 150—160 krón- um af stýrimanni nokkurum á skipi. Hann gat vísað til þeirra, en áður en Jieir náðust voru Jieir búnir að eyða peningunum í alls- konar veitingar eða þeir keyptu ýmsa muni fyrir þá. Meðal þeirra muna, sem þeir höfðu keypt, voru nýja testamenti. andi hugsanarnöguleika, sem hækka gengi Jiessa framandi flækingshunds upp úr öllu valdi, rætist síöasta ósk okkar í Jiessari ferð: Risavaxinn lög- regluþjónn kemur skálmandi yfir torgið. Hann gefur okkur þær leiðbeiningar, sem við höf- uto beðið eftir, og fyrir bænar- stað oldvar tekur liann hundinn i sínar vörslur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.