Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Qupperneq 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
það, sem jafnvel er talið enn al-
gengara, að hjartslátturinn
verði að jafnaði óreglulegur. En
það bendir til skemda á tauga-
brautum þeim, er liggja i
bjartavöðvunum sjálfum.
Eg vil sérstaklega benda á eitt
sjúkdómseinkenni frá hjarta, er
mjög gjörir vart við sig, hjá
þeim, er neyta tóbaks, en það er
það sem á læknamáli er nefnt:
Hjartaneurosa, —- þrautir fyrir
bjarta, samfara hröðum hjart-
slætti og magnleysistilfinningu.
Það er einnig talið sannað
mál, að næringaræðar hjarta-
vöðvans, er liggja víðsvegar í
honum geti þyknað og kalkað
við langvinna tóbaksnotkun. -—
Þegar sá sjúkdómur kemst á
hiátt stig, ber ávalt og óhjá-
kvæmilega á sjúkdómseinkenn-
um, sem eru skelfing allra
þeirra, sem fyrir þeim verða:
Angina pektoris (hjartakrampi) -
Þrautir þær, er henni fylgja eru
oft svo magnaðar, að sterkustu
deyfilyf fá vart við ráðið. —
Afleiðing veiki þessarar eru svo
iðulega hin svonefndu hjarta-
slög, sem er skyndidauði, og or-
sakast af þvi, að næringaræð í
hiartanu springur og blæðir inn
í hjartavöðvana.
Eg læt hér staðar numið með
að greina frá sjúkdómsfyrir-
brigðum, sem talin eru koma
í ljós á ýmsum líffærum í sam-
bandi við tóbaksnotkun. — En
eg vil þá hér minnast á eitt mik-
ilvægt atriði, sem læknar hafa
veitt athygli hin síðari árin:
sambandsins sem virðist, vera
milli tóbaksnotkunar og krabba-
meina. — Það eru noklcur ár,
siðan læknum tókst að sanna,
að í tóbaki, eða tóbakssósu, væru
efni, sem mvnduðu krabbamein
í dvrum. væri þeim nuddað inn
í húð þeirra. Hafa tilraunir þess-
ar verið giörðar og endurteknar
mörg hundruð sinnum i ýmsum
löndum og ávalt með sama ár-
angri.
Hinsvegar er deilt um það,
hvorí lóbakið, — í því formi,
sem það almennt er notað, —
orsaki krabbamein. — Skýrslur
ýmissa vátryggingafélaga hiiálpa
okkur til þess, að draga álykt-
anir þessu viðvíkjandi. Metro-
polilan Insurance Company hef-
ir nýlega gefið út skýrslur um
þetta efni. Þar segir: „Krabba-
mein hafa mikið færst i vöxl
siðuslu 15 árin. Hjá konum um
*2Ac/c') hiá körlum um
Jafnframt sýnir sig, að menn,
sem ekki neyta tóhaks, eins og
tiðkast Iijá ýmsum munkaregl-
jum, fá örsjaldan krabbamein.“
Það er talað iim reykstrfeti
líkamans. Með þvi er átt við
munn, tungu, kok, nef, barka og
lungu. — Nákvæmar rannsóknir
hafa leitt í ljós, að dánartala
reykingamanna úr krabbamein-
um í þessum líffærum er 14
sinnum hærri, en hinna, sem
ekki neyta tóbaks. — Einnig er
afar eftirtektarvert, að háls-
krabbi og lungnakrabbi aukast
stórkostlega ár frá ári, og setja
læknar það í samband xdð hina
slórum auknu tóbaksnotkun.
IV.
Ýmsir menn liafa undanfarna
áratugi hafið öfluga baráttu
gegn hverskonar eiturlyfjum,
og þá einnig gegn tóbakinu. Það
hefir verið reynt að rækta að
eins Nikotin-snautt tóbak, og
hefir það heppnast vonum fram-
•ar, en framleiðsla þess er of dýr,
til þess, að almenningi sé klevft
að kaupa það. — Þá hefir verið
reynt að framleiða efni, er sýj-
að gæti tóbakseitrið úr reykn-
um. Einna best hafa reynst
asbest-baðmullar filtur, og er
þetta talið að koma að veruleg-
um notum.
Þá má minnast beirrar bar-
áttu læknanna, að finna örugg
lyf, er vanið gætu menn af að
reykja, jafnvel hina svæsnustu
reykingarmenn. Sú leið hefir
verið farin, að fá menn til þess
að skola munninn með lyfjum,
er orsökuðu óbragð i munnin-
um. þegar reykt er, — slík lyf
eru til, eans og t. d. hið fræga
C-lyf, sem kent er við dr. Wood,
en tyf þetta hefir þann ókost, að
það er mjög dýrt. — Þá hefir
einnig verið reynt vítisteins-
vatn, perhydrol o. fl. lyf, sem
vafasamt er að komi að gagni.
— Síðustu árin, hafa þýskir
Iæknar mikið notað efni er
nefnist Transpulmin, og þykir
mörgum það reynast vel. Lvf
þetta er dýrt, og er dælt inn í
vöðva.
Það er önnur hlið á þessu máli,
sem eigi ber síður að athuga.
íslendingar eyða í tóbak ca.
fjórum og hálfri miljón króna
á ári, eða sem svarar 40 krónum
á hvert mannsbarn í landinu.
Þetta er mikið fé, fyrir þjóð,
sem nú fyrst er að nema landið,
og á aðeins fá og úi’elt fram-
leiðslutæki. — FjTÍr fé þetta
gætum við ræktað mikið land
og bygt mörg skip, lokið við
Krísuvíkurveginn og bygt höfn
í Þorlákshöfn o. fk, og með bví
undirbúið landnám fyrir þús-
undir atvinnusnauðra Islend-
inga.
Á stormatímum, slíkum, sem
við nú lifum á, blaktir lif litillar
þjóðar, sem okkar, á veiku
skari, gæti hún ekki heilsu sinn-.
ar og fjármála. — Er ekki úr*
vegi að henda á, að evðsluféj,5
þjóðarinnar x tóbak og áfengi.1
svai-ar til sjöunda hluta af verð- *
mæti útfluttra afurða. Þetta er -
eitt af þeim vandamálnm, sem
lagfæra þarf hið fyrsta. — Skól- ■
arnir okkar eiga fyrst og fremst
að hefjast handa og móta
bai-nslundina í rétta átt, þvi
þeii’ra áhrifa gætir lengst. Þar
á að glæða hugsun barnsins í.
þá átt, að vernda lxeilsu sína, og
bera vii’ðingu fyrir sparneytni,
x’æktun og framleiðslu sins
lands, og brenna það inn í með-
vitund barnsins, að fleyja ekki
hverjum innkomnum eyri í
einskisnýtan og heilsuspillandi
munað.
5/4, 1940.
J. Sveinsson.
Leikarar eru aö segja frá æfin-
týrurn sínum.
„ÞaS er engiun sá staSur til í
heiminum, sem eg hef ekki leikið
á“, sagði einn þeirra.
„Lékstu lika á Noröurpólnum ?“
spurði annar.
„AuSvitaS lék eg á NorSurpóln-
um.“
„Var ekki ákaflega kalt þar?“
„Jú, þaS má nú segja. Eg lék í
hlutverki Róxneo og Grænlend-
ingar urSu svo hrifnir, aS þeir
grétu fögruin tárum.“
„Nú, og svo?“
„Svo bara frusu tárin og i
þriSja þætti héldu Eskimóarnir,
sem sátu undir svölunum, aS þaS
væri skolliS á haglél, því frosnu
- tárin hrundu svo ört af kinnum
r: fólksins, sem sat uppi á svölun-
um.“
★
New York er mesta skinna-
sölumiöstöS í Ameríku. Næst
henni kernur Seattle á Kyrra-
hafsströndinni. Þar voru á síöasta
ári seld samtals 750 þús. mismun-
andi skinn.
SKYLDI ÞAÐ LÁNAST? — •
Við möx’g íbúðárhús í Brelland: eru smá loftvariiaskýli, sen.taka 4—5 manns. En því miður
eru þau auðsjáanlega ekki ælluð öðx’xx en nieðalstóru fólki svo að það er óvíst hvort hún
vinkona .okkar á mypdinni þemst inn um dyrnar. Yonandi hefir það ekkert gert til, þótt þessi til-
raun hafi orðið árangurslaus.