Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Page 4
4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
niðurlagi greinarinnar „Yfir 7 landamæri á 10
M dögum“, lýsir höfundurinn áframhaldi ferðar-
innar i gegnum Júgáslavíu, Italíu, Sviss og loks í
gegnum Fralckland, heim til Parísarborgar. Æfintýr-
in, sem þremenningarnir í bílskrjóðnum komast í,
eru mörg, en hugurinn ber þau hálfa leið, því að
ákafinn til að berjast fyrir föðurlandið og starfa fyr-
ir ættjörðina relcur þau áfram með margföldu afli.
— Aðeins 15 km. frá París eyðilegsl bílgarmurinn,
en það gerir ekkert til, því ferðalangarnir eru lcomn-
ir heim og geta farið að starfa fyrir föðurlandið.
FRÁ STRÍÐINU:
Yfir 7 landamæri
á 10 dögum.
Eftir Robert Andrault.
Niðurl.
..Gangi ykkur giftusamlega,
* frú mín, herrar mínir.“
Við þökkum honum af heil-
■'m hug. Hann hefir þegar kvatt
okkur að hermannasið.
Það eru 250 km. til Budapest
og vegurinn er ágætur. Klukkan
er tæpt 11. Um kl. 3 síðdegis
bjuggumst við við að vera þar,
en hjólbarðarnir á bílnum eru
í eymdar-lagi. Það er altaf að
springa. Kl. 2 um morguninn
springur hjólbarði í 16. sinn á
dagleiðinni i rigningarveðri.
Fyrir Iöngu erum við hætt að
segia nokkurt æðru- eða and-
mælaorð. Við sættum okkur við
þessi högg frá örlögunum. í
Iivert skifti alveg af sjálfu sér
framkvæmir hvert okkar þær
hreyfingar, sem verkið úfheimt-
ir, án vonar um, að það batni,
en líka án örvæntingar. Svona
er þetta nú einu sinni. Það er
alt og sumt.
Klukkan hálf þrjú um morg-
uninn komum við til Kis-Pest,
útborgar Budapest. Við setjumst
að i húsagarði. Við erum ör-
macna, bókstaflega tæind af
hugsunum og kröftum.
Undir klukkan fimm vöknum
við með andfælum við flugvél,
sem flýgur lágt. Flýtum okkur.
Við þvoum okkur, burstum
og snyrtum, svo að þrátt fyrir
svefnliöfug augu lítum við ekki
alt of illa út.
í Budapest er alt lokað eftir
hádegi á laugardögum. Og í dag
er einmitt laugardagur.
Við þurfum hjólbarða. Við
fáum að vita, að þeir eru teknir
frá handa hemum. Við þurfum
bensín. Sölustaðimir eru loka'ð-
ír, Vjð þurfum júgóslavneskfl á-
ritun á vegabréfin. Hana er ekki
að fá fyrr en eftir ítölsku áritun-
ina, sem ekki er gefin nema eftir
beiðni frönsku sendisveitarinn-
ar. Og þetta á alt að vera til fyr-
ir hádegi.
Það er ekki sama áhyggju-
leysið yfir Budapest sem fyrir
hálfum mánuði. Borgin er að
visu róleg, en hervæðingin, Iang-
ar lestir flutningavagna, ný-
fyltar, gefa borginni óvenjulegt
fjör. Nýkvaddir hermenn ganga
um nær alstaðar í flokkum.
Enginn hraði, engin hróp;
samviskusamlegur undirbún-
ingur til að geta mætt hverju
sem að höndum ber.
Vinafólk okkar lét sér ekki
nægja að bera utan á sér hjart-
anlega hjartsýni um okkar hagi.
Það lagði saman krafta sína til
að hjálpa okkur bæði eftir eigin
getu og með öllum áhrifum sin-
um, svo mjög og með svo góð-
um árangri, að undir hádegi
höfðum við hjólbarða, bensín
og áritanir ó vegabréf. Það
neyddi okkur til að borða og
tókst að koma okkur til að
hlæja.
Einn af þessum vinum okkar
fylgdi okkur á leið, til þess að
koma okkur á góða veginn, sem
liggur fram hjá Balaton-vatni
og yfir i Júgóslaviu. Loks býst
vinur okkar til að yfirgefa okk-
ur. Hann er hættur að hlæja.
„Kæru vinir, verið hugrökk,
við erum með ykkur af öllu
hjarta. Góða ferð heim. Lifi
ykkar fagra Frakkland.“
Slík samúð fjörgaði okkur.
Við hverfum burtu, glöð og reif.
og vagninn rennur lystilega eft-
ir indælum vegi .... Alt í einu
springur hjá okkur að nýju. Það
fær meira á okkur en sextán
skiftin daginn áður.
Við erum svo höggdofa, að
ekkert okkar fær sig til að fara
út úr bílnum. Samt sem áður, i
þetta skifti liöfum við þó vai’a-
hjól í góðu lagi.
Þar sem við námum staðar,
var eitt af þessuin krossmörk-
um, sem víða sjást um alt land-
ið, þar sem brugðið er bandi um
Kristslíkneskið, áletruðu þessu
eina orði: „Trianon". „Trianon“,
við höfum heyrt það þúsund
sinnum í sambandi við „Nei,
nei, aldrei.“, sem sést málað ó
húsin þegar komið er að þorp-
unum. Rétt áðan þessi vingjarn-
legu orð, sem áreiðanlega voru
mælt af heilum hug, þessi orð,
sem tengja okkur saman; nú
þetta orð, sem alstaðar er:
„Trianon“, sem aðskilur okkur
„Trianon“, sem aðskilur okk-
ur ....
Við erum of þreytt til að kom-
ast langt að ráði. Ofviðrið öskr-
ar og gerir erfitt fyrir að ferð-
ast eftir bílluktunum. Við reis-
um tjöld okkar i hreinu synda-
flóði við Balaton-vatn.
Árla morguns tökum við
saman pjönkur okkar, rennandi
í vatni, og við leggjum af stað,
hin kjarkbestu. Að eins eitt, sem
skyggir á i bili: Bensinið er að
minlca.
Það er ekki nema eitt fyrir
hendi i þvi efni. Að komast á
því sem eftir er, að landamær-
um .Túgóslaviu. Og það mun
láta nærri.
„Þar sem viÖ námum staðar, var
eitt af þessum krossmörkum, sem
víða sjást um alt landiÖ,“
í Nagy-Kanizsa borðum við;
það höfðum við mikla þörf fyr-
ir. Kona, sem talar frönsku, ser
ir okkur, að England sé komið
stríð og úrslitakostir Frakkr
renni út kl. 5. Við erum alt í
einu ekki svöng lengur.
Ný spurning rís, harla af!eii’
ingarík. ítölsku landamærin?
Að öllum likindum komui”
við að lokuðum landamærm
er við höfum farið yfir Júg’
slavíu .... Og þá.
Við ungversku landamær'
er ströng og löng skoðun. Lok
ins kemur Drava og Júgóslavía
Við komumst á síðasta ben-
síninu til Cakover, fyrsta þorps-
ins í Júgóslaviu. Klukkan er
hálf þrjú síðdegis. Varla hafa
menn komist að raun um þjóð-
erni okkar, fyrr en við úr öllum
áttum verðum fyrir samúð, sem
fær okkur til að vikna. Menn
keppast um að ávarpa okkur
vingjarnlega á frönsku eða eru
ákafir í að verða okkur að liði.
Við þurfum bensín, birgðir til
vara, mat? Við munura fá alt,
sem við viljum. Við getum ekkí
fengið bensín ó Ítalíu. Því þurf-
um við að hafa með okkur nóg
til næstu 600 km. Vegna rúm-
leysis verðum við að skilja eftir
alt, sem ekki er bráðnauðsyn-
legt nú: Skrúfstykki, varahluti,
verkfæri o. s. frv. Billinn verð-
ur að reglulegum bensíngeymi.
Nú erum rfð tilbúin. Yfir 40
maims umkringja okkur. „Sjá-
umst heil,“ við heilsum með
handabandi. Hópurinn lýstur
upp ópi: „Lifi Frakkland!“ Það
kemur undirbúningslaust, ein-
um rómi, svo að okkur verður
hverft yið og líka hermönnup*
r yr«
Uppdráttut af
löndum þeim, sem
ferÖafélagarnir
frönsku óku um,
er þeir voru á
leiðinni hejm til
sín í byrjun styrj,
aldarinnar,