Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Side 5

Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Side 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 um, sem horfa á okkur fara .... Vegurinn er slæmur, en vi'Ö fyrirgefum honum það. Áin Svava er rétt hjá; hér er líka hinn tignarlegi kastali, Pjuit, er stendur á bökkum hennar. Eg lít á klukkuna. Fimm. Við erum í stríði. Við þegjum, niðursokkin í hugsanir okkar. Við miðum á kortinu frá Celje til Ljubljana. I þolinmæði okkar finst okkur þessi leið aldrei ætla að taka enda. Þorpin eru strjál og dauðaleg, því að nóttin skellur yfir. Kl. hálf ell- efu komum við til Ljubljana. Við verðum að fylla á bílinn að nýju. „Eru landamærin opin enn þá?“ spyrium við bensínsalann fyrst af öllu. „Það eru þau áreiðanlega til miðnættis. Eftir það . .. .“ Hann gerír hreyfingu, sem merkir, að hann viti það ekki. Þessi maður leynir ekki tilfinn- ingum sinum um vanþóknun á óvinum vorum. Hann er ákafur ng skrafhreyfinn. Hann óskar okkur góðrar ferðar með snjöll- um orðum. Af stað. Við höfum ekki komist 500 metra þegar spring- ur hjá okkur inni í miðri borg- ioni. Nú höfum við fengið nóg af því. Við erum 42 km. frá tnndamærunum og eigum varla 5 stundarfjórðunga eftir. Okk- ur verður þungt í skapi. Eftir andartak er bíllinn um- kringdur af fólki, sem verður fleira og fleira. Það er okkur til dálítillar aðstoðar og mikilla óþæginda. Loks koma nokkurir okkur til bjargar; kona nokkur Uurkar rykið af bílrúðunum. Maður á bifhjóli klýfur þröng- ina. „Eg fór á lögreglustöðina fyr- ir ykkur“, sagði hann á þýslcu, „landamærin eru opin ábyggi- lega til miðnættis. Eftir það vita þeir það ekki. Komið þið fljótt. Látið þér þetta slarka,“ bætir hann við, er hann sér Pétur pumpa hjólbarðann. „Eg skal fylgja ykkur. Komið þið á eftir . mér.“ Klukkan er 11. Við leggjum af stað í flýti milli raða af fólki, sem segir: „Sjáumst heil,“ við heyrum hróp manna: „Lifi Frakkland,“ en það deyr út fyr- ir aftan okkur. Nú lief eg ekki nema eitt. tak- rriark, nákvæmt, ákveðið: AS elta luktina á bifhjólínu, sem borast áfram í náttmyrkrinu á undan okkur. Konan mín er við hlið mér, Pétur fyrir aftan, og teygir hann andlitið fram milli pkkar til að fylgjast með veg- inum, sem við þjótum eftir rneð fullum hraða. Þessi vítislega elting í nátt- myrkrinu eftir sniðgötunum upp fjallið, þessi lukt, sein hallast til hægri og vinstri eftir beygjunum, stundin, sem flýr miskunarlaust, alt þetta dvelst enn í dag' í hugum okkar. . . Kl. 11.20, 11.30, trén elta hvert ann- að í skörpu Ijósinu frá luktum okkar. Nú hægir bifhjólandinn á sér. Hann heldur sig við Iilið okkar. Hann æpir: „Beint áfram, farið þið, lialdið þið áfram“, segir hann, er hann sér, að við liægjum ferðina. — „Lifi Frakkland!“ Hróp hans, sem þegar er langl á eftir okkur, hverfur út í vind- inn; þessi maður, sem við höf- um jafnvel ekki séð andlitið á og við liöfuni ekki getað þakkað fyrir, er farinn. Nú verðum við að draga úr hraðanum, því að nú liggur veg- urinri upp á móti..... Kl. 11.40, 11.45... „Panina“, hrópa Geo og Pét- ur i einu. Það er landamæra- borgin júgóslafneska. Tafar- laus árituri, engin skoðun o'g kl. 11.50 hömhnn við bifreiðinni við ítölsku slána. Skjöl okkar eru þegar í höndum yfirvald- anna. Við sitjum á gangfjölinni og drögum að okkur næturloftið eins og til að reka brott martröð. KI. hálf eitt að loknum öllum formsatriðum, höldum við af stað. Einn km. frá stöðinni nem- um við staðar og látum fallasl niður á vegarbrekkuna. Við get- um ekki fundið upp á öðru en slá stór högg á axlir hvers ann- ars til að hressa upp á taugarnar og láta í Ijós fögnuð okkar. „Tækifærið“, kallar Pétur upp yfir sig til stjarnanna og bítur í epli. Reyndar eru þessi landamæri, sem við óttuðumst, að yrði lok- að, opin enn i dag. En gátum við imyndað olckur það? í Ítalíu er röðin komin að mér að stýra frá kl. 2—4 árdeg- is. Þegar Geo vekur mig, segir hún mér frá fegurð Trieste-fló- ans, sem þúsundir Ijósa varpa bjarma sinum á. Við náum Tre- viso, Brescia, Bergamo. Landa- mærin eru eftir að komið er fram hjá Como-vatninu hjá Chiasso. ítalski landamæravörð- urinn reynist okkur mjög vin- gjarnlegur. Síðan kemur Sviss, sjöttu landamærin, eftir að við sner- um heim. Blessaðir Svisslend- ingarnir! Þeir hella yfir okkur spurningum og láta i ljós til- finningar sínar um mótstöðu- menn v ora. Við sjáum her- menn alls staðar á vegunum og í þorpunum; þrátt fyrir kald- samt veður og rigningu eru menn samt i góðu skapi. Mjög oft heyrum við heillaóp til lands okkar, jafnskjótt sem menn sjá, hvaðan bíllinn er. Nú leggjum við upp St. Gotthard-skarð, 3200 m„ með ónóg bensin. Það er ekki selt nema eftir sérstöku Ieyfi, og það höfum við ckki getað náð i; nú höfum við svo mikla trú á okk- ar heillastjörnu, að við bíðum eftir kraftaverkinu, þegar þar að kemur. Það eru krapaliryðjur, sem nísta gegnum okkur. Ferðin upp tekur langan tima. Við þekkjum leiðina. Hana liöfum við farið oftar en einu sinni iáð- ur. í hvert skifti er þetta hrika- lega og mikilfenglega landslag að breyta um svip. Nú er snjór meðfram veginum. Nú tekur hreifillinn að gefa sig. Bensínið er á þrotum. í grendinni er kastali. Eg læt kynna mig fyrir liðsforingjan- um og segi frá vandræðum okk- ar. „Herra minn, á eg að tala við yður þýsku eða frönsku?“ „Ó, herra minn, eg mundi skammast mín fyrir að segja þýskt orð á þessu augnabliki. . . Benzín? Ja, því miður hef eg ekkert benzín. Það á alt að ganga til hersins, eins og þér vitið.....“ Þegar eg læt á mér sjá örvænt- ingu mína, segir hann: „Verið þér rólegur, lierra minn. Það skal ekki verða sagt, að eg láti tvo franska liermenn synjandi frá mér fara. Komið þið með mér.“ Hér göngum við í rigning- unni, og liðsforinginn spyr okk- ur spjörunum úr. Og við fáum 40 1. af þessum dýrmæta vökva. Við þökkum vini okkar lijart- anlega, og nú safnast undirfor- ingjar og hermenn kringum bíl- inn. „Verið þið ekki að þakka. Með því að fara að verja ykkar land, verjið þið okkar land lika. Það erum við, sem eigum að færa ykkur þakkir.“ Hann snýr sér við að hópn- um, sem skellir saman hælun- um og kveður okkur, en við leggjum af stað. Við tókum ekki þcssa kveðju til okkar. í þessari Dante-liku fegurð, þeg- ar þannig stóð á, gátum við ekki fundið til neinnar hégómadýrð ar fyrir okkur sjálf, heldu- hreykni af því að vera af þjóð er vakti slíkar heiðurskveðjur Þrátt fyrir vagnaraðir af ölb’ lagi, þrátt fyrir kuldann, þrátt fyrir náttmyrkrið, komumst við yfir skarðið. Ferðin niður hinum megin var hættuleg vegna dimmrar þoku. í Luzem, Bern, Neuchátel, mættum við jafnhlýjum kveðj- um. Að lokum, (5. september, kom- umst við aftur heim til ættjarð- arinnar — en nú var þar alt með hernaðarbrag. Enn ein nótt á ferðalagi við bláleit ljós lukt- anna. Það kemur engin hvíld til greina fyrr en við höfum komist í herfylki okkar hvors um sig. Frá Pontarher komumst við til Dijon. Nú er skamt til Paris- ar..... ! dagrenninguiini, þegar hvorki er dagur né nótt til að greina landslagið, voruin við alt i cinu komin að lokuðum vegi. Of seint.. Litli bíllinn okkar, nr. 201, sem heíir staðist margar raunir með okkur af hinni mestu hreysti, hlaut hér bráðan bana en bjargaði okkur um leið, svo að það gekk kraftaverki næst. Við komumst Ómeidd Út úr rústunum, Fimtán kílóinetra frá hinni langþráðu Paris, hlaut bifreiðin nr. 201 bráðan bana, en bjargaSi ferðalöngunum um leið, svo að það gekk kraftaverki næst. En framundan l áru byggingar Parísatborgar vi loft, Hér á m>mdinni sést Sigurboginrt í París.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.