Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ „einhversstaðar“ fyrir utan borgina. Tveggja mínútna veg héðan eru geysimildar stórskota- byssur; á hæðinni rétt fyrir ofan húsið eru margar af sömu gerð og aðrar til varnar gegn loft- árásum. Mest af vígbúnaðinum mun þó vera neðanjax-ðar. Gaddavirsgirðingar eru um alt í skógum og skörðum. Bak við græna hóla er geymt mikið af hættulegum vopnum. Alt er til taks ef á þarf að halda. III. Vestræn og austræn menning. Eins og lesendur mínir vafa- laust hafa þegar skilið, mætist hér tvennskonar menning, hin breska og hin kínverska. Margir hafa tileinkað sér hið þýðingar- mesta í háðum þessum menn- ingarstraumum. En f jöldinn að- hyllist auðvitað hina kínversku menningu; móðurmál hinna tveggja miljóna Austurlandabúa sem hér eiga heima, er auðvitað kinverska. Hér verða menn að hafa tvenskonar nöfn á nafn- spjöldum sínum, vestræn, skrif- uð með bókstöfum, og kínversk, skrifuð með leturmyndum. Verslanir fylgja sömu reglu; vel menlaðir Kínverjar leggja afar- mikla áherslu á að læra ensku; það opnar þeim hinn vestræna menningarheim. Flest blöðin sem út eru gefin, eru kínversk; ensku blöðin eru þó rniklu stærri og 10 sinnum dýrari. — Vörur þær sem hér eru seldar, eru frá öllum löndum að heita má; Uppdráttur af umhverfi Hong-Kong. mest af þeim er þó húið tii i Kina eða Ameríku. Eins og flestir landar mínir vita, hafa 40 miljónir oi'ðið að yfirgefa heimili sín vegna stríðs- ins í Kína. (Þar við bætast 60— 70 miljónir sem um stundai-- sakir úrðu að flýja heimili sín, og enginn veit hversu rnargir hafa látið lífið). — Sumir flótta- mannanna, einkum hinir vel stæðu, komu hingað; nokkur þúsund öreiga flýja einnig ár- lega til nýlendunnai’, sennilega vegna þess að margir þeirra fá betri meðferð en þeir hafa nokkru sinni átt kost á til þessa dags annarstaðar. Háskólinn í Kanton hefir flutt hingað, og notar sah háskólans hér á kvöld- in. — Ógrynni kínverskra lista- verka úr postulini, leir, tré, gim- steinum o. s. frv. er nú á boðstól- um hér fyrir lítið verð, vegna þess að margir hafa orðið að láta aleigu sína af hendi til að bjarga lífinu. Neyð kínversku þjóðarinnar er víða meiri en orð fá lýst. Tvent er þó harla einkenni- legt á þessum tímum: Annað er það, að hér skuli vera þúsundir glæsilegra, ungra Kínverja sem njóta lífsins og e^'ða fé sínu í veðmál, dans, veislui-, leiki eða jafnvel ólifnað í stað þess að hjálpa föðurlandi sínu fram til sigurs. Hitt er einnig mei'kilegt, að sjá hverjir koma frá öðrum löndum til að hjálpa hinni marg- þjáðu, gömlu menningarþjóð. Eg hefi hitl marga sem liafa ferðast inn í landið s. 1. ár. Meðal þeirra voru ungir læknar frá London, ungar háskólagengnar stúlkur fi-á Ameríku, gamall prófessor í guðfræði, sextugur maðui’, kátur og glaður yfir að fá að koma liingað einu sinni enn, ekkja, 45—50 ára, sem kom til Kína í 3. sinn til að halda áfi-anx starfi þvi sem hún og maður hennar höfðu byi’jað á fyrir tveim áratugum. Auk þess alhxiai’gir sem skildu fjöl- skyldur sínar eftir hér i borg- inni og snéru aftur til starfs síns inni í landinu. Hversvegna er þetta svona? Annarsvegar er andi hins eigingjarna manns, hinsvegar kærleiki Krists senx knýr xxienn til hlýðni við vilja Guðs, svo þeir hjálpa þjáðum meðbræðrum sínum. Eg mun síðar minnast á fram- tíðarhorfur hinnar kínversku þjóðar og liinar mörgu vonir sem allir vinir þessai’ar þjóðar tengja við hina komandi kyn- slóð þessa lands. Að eins hið besta í vestrænni menningu er nógu gott handa þeim. Hinu fá þeir meira en nóg af hér. IV. „Tötrum búnir betlai’ar.“ Eg hefi áður minst á hinar fögru hallir sem gnæfa við him-‘ ininn. Nú skal eg minnast á betl- arana. Þeir eru mörg þúsund í )Hong Kong, og þó þú væi'ir hér ekki nema hálfa klukkustund á skemtigöngu gegn unx bæinn, myndu þeir elta þig á röndum og hrópa á eftir þér: „Kom sjo, kom sjo“ — gefðu mér gjöf, gefðu mér gjöf. Margir þeii’ra eru blindir og láta sjáandi böi'n leiða sig. Mörg- um börnum er kent að lxetla og mæðurnar reka þau af stað á eftir útlendingunum og þau betla af nxiklum álxuga og segja: „No papa, no mama“ — þó þau e. t. v. komi beint frá rnóður sinni! Margir betlaranna í-eyna líka að setja upp sem aumkun- arverðastan svip til Jxess að fá eitthvað. — Kínverjar gefa þeinx sjaldan meira en einn eyri í einu. — En safnast þegar saman kem- ui’. Til eru þeir betlarar sem eiga inni í sparisjóði; einn betlari í Kanton átti t. d. tvær konur. Al- kunnugt er einnig í Evrópu að sunxir betlarar á Miðöldunum greiddu skatt af tekjum sínum. Hér greiðir enginn maður tekju- skatt eins og fyr segir. — Það er ekki auðvelt fyrir okkur nútíma íslendinga að skilja lxugsunai-- hátt betlai’ans. Hann hugsar sem svo: „Þetta er mín vinna, og eg verðskulda það sem hefi upp úr henni, hvort sem það er mikið eða lítið. Safni eg einhverju, þá kemur það ekki öðrum við.“ Nú bið eg háttvirtan lesanda minn að skilja mál mitt rétt. Vafalaust eru 95% hetlaranna bláfátækir vesalingar. I einni einustu götu hefi eg talið meira en hundrað manns senx svaf undir bei’unx hiinni, og jafnvel þegar kaldast er, sofa þúsundir manna, kvenna og barna á göt- unum. Hér er engin opinber fá- tækralijálp, enginn styrkur fyrir atvinnuleysingja, ekkert elli- lxeimili — og enginn tekju- skattur. Laun vei’kamanna sem vinna í þjónustu rikisins eni ekki meira en 35 aui'ar (ísl.) á dag. Margii' hafa minna, aðrir ekki neitt. Hinir siðastnefndn eru einkum flóttamenn. Fyrir þá er þó dálítið gert. Góðgei’ða- félög ki’istnibóðs og kirkju liafa bygt bústað handa þeinx þar sem húsnæði er til handa 7— 8000 manns. Byggingarkostn- aður er uni 800.000 kr. (ísl.) og það kostar um 800 kr. á dag að fæða 1000 manns svo viðunan- legt sé. Ríkið hefir styrkt þetta starf dálítið í seinni tíð, og land- læknirinn lætur það einnig til sín taka. — En það nær að eins til nokkurs hluta fátæklinganna, og því lýkur þegar styrjöldinni lýkur. Því það er skylda þjóð- félagsins að sjá fyrir fátækling- unurn; skylda kirkjunnar er að boða fagnaðai’erindið og nxeð því koma til leiðar að fátækling- arnir líði ekki neyð. — En því miður eru tiltölulega fáir kristn- ir hér enn þá. Og Kínverjum mun aldi'ei lærast að gera skyldu sína við

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.