Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Qupperneq 6

Vísir Sunnudagsblað - 24.03.1940, Qupperneq 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAD Tildurdrósir og hefðarkonur í skóld- skap St. G. Stephanssonar. * Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON frá Sandi. Niðurl. Steplian G. Stephansson hefir gert einn Mansöng, svo kunnugt sé. Maður sem var handgenginn Klettafjallaskáldinu liefir sagt þvi, að þessi mansöngur Step- lians sé um liugsjón en ekki ein- staka konu, ogfrásögumaðurinn segist hafa fyrir þessari umsögn orð höfundarins. Kvæðið sjálft slyður þessa umsögn. Það er svo ástríðulaust og andlegt, að ætla má, að kveðið sé um sál fremur en líkamlega veru. — Þessi ást- mær Stephans er Ieidd fram i vor-gervi og er henni tileinkað- ur ilmur og gróandi, ljós og líf. Tilbeiðsla sem þannig er tilkom- in er ættuð svo sem best má verða. Þegar konan er á þann hátt dásömuð, er liún metin svo sem dís eða gyðja. Stephan byrjar Mansönginn með því móti, að hann gerir ráð fyrir, að gröfin missi af ein- Iiverju, þegar líkaminn fer í hana, þá verður hugurinn fleyg- ur, og svifur með þér, mæta drós hvern morgunn úl í vor og' Ijós. Stephan yrkir ekki um „ylinn af nöktum konum“, haim leitar hærra en svo. Hann hann gripinn megnustu hræðshi og fanst sem kall vatn rynni nið- ur herðar sér, og mátt drægi úr líkamanum. Eftir augnablik sér hann drauginn taka rýtinginn úr .sárinu og ota honum að sér yf- ir borðið. í sama bili fær hann vald yfir sjálfum sér, þýtur upp stigann, losar fangalínuna úr skipsbátnum og stelckur úl í hann. Leggur út árarnar og tek- ur lífróður í land. Sér harji drauginn aftur á skipinu út við borðstokkinn ola rýtingnum i átlina til sin. Þegar hann er kominn í Iand, fcr liann heim fil stýrimanns. Þegar hann sér Ijósið, fellur hann i öngvit. Er hann raknar við eflir nokkurn tima segir hann frá |>vi, hvað fvrir sig hefði borið. Við Gisli liöfðum hlustað með athygli á frásögn Bjarna. Og er henni var lokið, heyrðum við hvin, og rættist það, sein Bjarni hafði spáð. Um morguninn var kominn ofsastormur. gengur þegjandi frain hjá faðm- lögum og flangsi. Hann segir að sig gruni, að vorið kæra værir þú, það valið hefði gervi þitt, að fýsa skáld að flytja ljóð og fá því efni i söng og ljóð. • Hár þessarar meyjar verður í likingunni svo sem baðmur á skógi. Það kenmr heim við orða- lag Steingríms að skóggyðjan hefir — fellir -— iðjagrænt hár. Þá leggur orðsnillin blessun sína yfir ennið í kvæði St. G. St. Og svipur yfir ennið hátt — svo æskulétt og frítl og breitl af dagsbrún langri í austurált þá alt er loftið milt og heitt. Hún árdags lit og ljóma ber en ljósið bak við skærra er. Þessi líking beinir athyglinni að austuráttinni, þegar dagrenn- ing er í hlóma sínum feld í lieið- rikju. Og augun döklc við dimma brá, svo djúp og skær og morgunglöð Þau sýndust öllu ljós sitt ljá, eins ljóma i geisla daggvot blöð. Og sveinsins yndi og örugt traust mér ofið fanst í svip þinn inn. Og viðmót hýrt og hispurslaust. Sá hreinleiks blær um skapnað þinn! sem hríslan grær og greinar ber, er gróðrarskúrin fallin er. Þá kemur til kasta málróms- ins: Og mér fanst æ við orðin þín rnér opnast heimur fagurskír. Ekki er þess gelið, að sú kona væri sönghneigð. En það er und- irskilið, sem allir vita, sem greind eru gæddir, að málrómur manns eða konu er söngvinn, þegar svo ber við, að alúð býr bak við röddina. Þá er rómur- inn hljómgjöfull og sá sem hlýðir á þann málróm, berst inn i veröld, sem er há og björt og viðáttumikil. Fögur augu stara á skáldið. Það var sem inst í öndu mér að augun þín þú hefðir fest, og eins og visað væri þér á versin þau er lcveð eg best. Þetta, að hún finnur bestu vísurnar skáldsins — það verð- ur skáldið að launa; því að skiln- ing og samúð meta þau mikils. Það borgar fyrir sig þannig: Eg kem til þín og koss mér fæ og kveð til þín, í sumarblæ. Guð var í blænum og storm- inum, svo er að orði kveðið í ritningunni. Þannig getur andi skáldsins verið i veðrinu, og kyst með þeim hætti. Sá koss er að vísu ástriðulaus. En þó getur hann orðið minnilegur. Þetta Mansöngskvæði er eina ástakvæðið i Andvökum. Þessi kona sem er náskykl vorgyðj- unni þarf ekki á reykingum að halda, vínnautn né sófa. Ilún er á ferli í heiðríku veðri dagbjartr- ar*nætur, þar sem gróandi og ilmur ráða ríkjum. Skáldhugur mikils manns leiðir hana eða gengur við lilið hennar; andi hans velur henni dásamleg orð og breiðir blóm á leið hennar, sem döggvuð eru i eldingu bjartrar nætur. — Nú liggur leiðin til konu sem er nafngreind og átti heima í sveitinni. Hún hét Margrét Jóns- dóttir frá Tindastól og er kölluð Landnámskona. Kvæðið byrjar á náttúrulýs- ingu, þar sem marmara-mjalli hélunnar sest á sölnaðar jurtir og hugurinn reikar út í bláinn með likfylgdum laufanna, sem fallin eru af trjánum og fjúka til. Og Stephan segir þá: í nótt skal eg vaka yfir valnum. Þetta er eitt andvöku kvæðið, sem verður til, þegar þögnin gefur sýn út yfir mannlífið. Séra Jón Þorláksson á Bægisá orkti i mvrkri. Þá sá hann skarp- ast, þegar þögnin ríkti og engar dagsmyndir bar fyrir augun. Þetta sagði föður mínum mað- ur, sem kyntist skáldinu. St. G. St. sér víða meðan hann vakir yfir valnum. Hann sér landnám allra þjóða í Norður- Ameríku, umhverfis Tindastól J)ar sem Margrét bjó. Frásögn- in um það landnám er stórfeld og orðgnóttin mikilsháttar. Og Evrópa hrifsaði happsemis fund, ÍVá Hafsbolnum suður um Stólpasund, hver þjóð slóst i landkosta leitir. Og norræna og suðræna, sundurleit mjög í samvinnu gengu og bandalög um útjaðra og islenskar sveitir. Þá er þess getið, að þjóðirnar blandast, renna saman. GEGN KRABBAMEINI. — Myndin er af stærsta krabbameins- sjúkrahúsi í heimi, í New York. Það kostaði 5 miljónir dollara.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.