Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 07.04.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 stórum sal, niðri í honum voru mörg hundruð manns er sátu þar við bjór — vin — og kaffi- drykkju. Hljómsveit lék fjöruga þjóðdansa. Eg var einn uppi á svölum, hátt fyrir ofan gólf- flötinn, og eina leiðin fyrir mig að komast niður var að ganga eftir þröngum stíg sem lá í mörgum skörpum hlykltjum niður i sjálfan salinn. Eg hafði strax á tilfinningunni að þessi stígur væri eitthvað viðsjár- verður, en átti þó ekki annars úrkosta en leggja út á hann. Það kom líka á daginn, sem mig grunaði. Alt í einu byrjar stíg- skrattinn að lireyfast. Eg sekk með flughraða, mig verkjar í magan, grip andann á lofti og finst að innyflin ætli upp úr mér. Á næsta augnabliki hækkar maður, sekkur — h'ftist og síg- ur. Eg flýti mér að ná næstu beygju — þar er eg öruggur. En hver fjandinn biður mín svo á næsta áfanga? Eg vissi að það var eitthvað — en hvað ? — Það hafði eg ekki lmgmynd um. Eg legg út á brautina, viðbúinn öllu þvi versta. Þegar eg er kom- inn ofurlítinn spöl, tekur braut- in að renna áfram með flug- hraða, snarstoppar, rennur aft- ur á bak, svo áfram og aftur á hak til slciftis. Eg tek bakföll, hnýt áfram, er livað eftir annað kominn að því að missa jafn- vægið — og loks, boms. Eg skell kylliflatur á bakhlutann, svo að bergmálar í salnum. Eg sit með tárin í augunum af sársauka, en niðri í salnum glymur dynjandi hlátur mörg hundruð mans. Nú fyrst verður mér Ijóst, að eg er hafður að fifli, að eg verð að horga heilan túkall til að verða mér til skammar og atlilægis, að eg er óviljandi orðinn að sprellugosa, sem orkar þeim mun hlægilegar og bjánalegar að framkoman og hreyfingamar eru ekki nein uppgerð, lieldur knýjandi nauðsyn, blönduð ó- úlreiknanlegri sálarangist. Mér er hjálpað á fætur og eg er studdur að næstu beygju. Þar bíður mín ný braut, auðvitað með nýjum óútreiknanlegum pyntingum. Eg stend rjóður og sveittur af blygðun. Eg finn a'ð að allra augu stara á mig og allra augu hlakka yfir væntan- legum óförum mínum. Eg óska þessu hyski allra bölbæna af hjartanlegri einlægni, hit bölvandi á jaxlinn og lield út á brautina. Jú, auðvitað eru þarna djöf- ullegar ráðstafanir í frannni til að glata mannorði mínu og virð- ingu. Eina lánið mitt var, að þarna þekti mig enginn. Án þess að eg fengi við nokkuð ráðið, var fótunum kipt undan mér. Annar rann áfram, hinn aftur. Eg varð gleiðsiga og féll á gólf- ið. Eg reyndi að hrölta á fætur. Á endanum tókst mér það, en eg var ekki fyr staðinn upp, en eg skall i annað sinn og nú lá sá fóturinn fram sem áður lá aftur, og öfugt. Svitinn streymdi í lækjum niður and- litið, eg skammaðist mín alveg hræðilega. Eg þorði ekki að líta upp, en eg heyrði hlátrana og gleðilætin i fólkinu — og það var mér nóg. Mér er hjálpað á fætur og nú kemur síðasta brautin. Eg liélt hana verri en hún var, þvi liana komst eg slysalítið — og það fyrir þá sök að eg var i buxum, liöfuðfatslaus og í aðhneptum jakka. En fyrir siðavandar — svo eg tali nú ekki um buxna- lausar konur — er þetta einhver ógurlegasti viðburður sem fyrir þær getur komið. Og af hverju? Af þvi að þegar þær eru bún- ar að líða allar þær andlegar og likamlegar þjáningar sem eg varð fyrir, og eg hefi þegar lýst hér að framan, þá komust þær á fjórðu og síðustu brautinni í raun, sem frekar mætti kalla eldraun en þrekraun. Hún var í því fólgin, að þegar lcvenfólkið var komið út á síðustu brautina kom vindhviða aftan að þeim og feykti pilsunum upp yfir liöf- uð. Þegar þær voru komnar of- urlítið lengra, kom önnur vind- liviða — og hún kom framan að þeim. Hviðan fór með 12 vind- stiga hraða — með öðrum orð- um — það var fárviðri inni. Pilsin þyrluðust upp fyrir liöf- uð á aumingja greyunum, liatt- urinn þyi’laðist liátt upp í loftið og það var lireinasta mildi ef liann lenti ekki niður á rjóma- tertu eða niður i bjórkollu ein- hvers gestsins í salnum. Kven- fólldð rak upp ógurlegan, lijartaskerandi skræk, reyndi að fálma með höndunum, en þær voru flæktar inni í pilsunum, svo við ekkert varð ráðið, og það skammaðist sín langt nið- ur fyrir allar hellur. Mér fanst það von. Eg skildi það svo hjartanlega vel, að lcven- fólkið skyldi flýta sér eldrautt af blygðun út í eitthvert hornið — einkum ef eitthvað var í ó- lagi með buxurnar — og byrgja andlitið í gaupnum sér. En von hráðar hrestist sálin — í mér lika — og það af þeirri einföldu, en ofur skiljanlegu ástæðu, að allir þeir sem á eftir komu, urðu fyrir þessari sömu ógæfu. Og nú var það okkar að njóta ánægjunnar og lilæja — en þeirra að roðna og svitna af blygðun. Þá loksins var mér skemt. Amerískur prófessor þyldst liafa fundið sannanir fyrir þvi, að púður liafi verið notað í skol- vopn árið 1250 í fyrsta skifti. Heldur jjrófessorinn því fram, að á því ári hafi munkurinn Schwarz í Freiburg á Þýska- landi, fundið upp púðrið — ef hann hefir þá á annað borð ver- ið nokkuru sinni til. Schwarz var að reyna að búa til gull, þeg- ar hann fann upp púðrið. í Massachussats í U. S. A. er borg, sem heitir Otis. Þegar menn koma akandi þangað, eru skilti við alla vegi, sem liggja til borgarinnar og á þau er letrað: „Velkomin til Otis-paradís nátt- úrunnar. Þetta er land drottins. Akið ekki eins og skrattinn sé á hælunum á ykkur.“ I borginni Kyoto i Japan fanst nýlega tvíhöfðaður snákur. Var það skóladrengur, sem fann liann og náði lionum. Til skáldgyðjunnar. Oft þú hefur yljað mér, eftir kalda daga; hafi’ eg lúinn lotið þér, listadisin Braga. Oft mér hefur orðið rótt undir þínu skini, er þú vært um vökunótt vaggar þreyttum syni. Bent þú stundum hefur hátt, haldið sinni glöðu, er við höfum orðið sátt, úti’ i túni’ og lilöðu. Þó eg hafi stundum stirt strokið minum boga, hefur oft í bænum birt brags af veikum loga. Þó að næði nótt og dag nepja’ á kofa mínum, sífelt muntu syngja lag særðum vini þínum. Úr því ást eg festa fékk, fyrst að enn við megum. Skáldgyðjunnar skál eg drekk skírða Braga-veigum. Guðm. Þórðarson frá Jónsseli. „Storkurinn kemur með börnin", er ungum krökkum sagt til skýringar á því merkilega fyrirbrigði, hvernig systkini þeirra koina i heiminn. — Myndin er tekin í dönsku þorpi og sýnir fjóra storka spígsporandi úti á götu — en ekki sjást þeir samt meö neitt barnið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.