Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 21.04.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 ÞjóÖverjar treysta því, að loftvarnabyssurnar geti haldiÖ flugmönn- um fjandmannanna svo hátt uppi, að ógerlegt væri að varpa niður sprengjum með nokkurri nákvæmni. Á myndinni sést loftvarnabyssa í þýsku iðnaðarhéruðunum, en þau leggja Þjóðverjar alveg sérstaka áherslu á að verja fyrir loftárásum. Þessi fallbyssustæði, sem við fengum að skoða eftir vild, eru höfuðstyrkur vamarsvæðisins, sem i almennu tali er nefnt Westwall. Við höfðum auðvitað ekki leyfi til þess að gefa upp hvar þau eru. Svari Þjóðverja við hinni frægu 75 mm. fallbyssu Frakka — 105 mm. fallbysunni þeirra — er dreift um lágfjöllin, sem em milli Rinarfljóts og Schwarzwald, um ellefu kiló- metra frá fljótinu. Sum þessara fallbyssustæða eru svo vel fal- in með trjágreinum og laufi, að við tókum ekki eftir þeim, fyrr en leiðsögumenn okkar bentu okkur á þau. Enn lengra uppi i fjöllunum komum við að húsi, sem var með hinum sérkennilega Schwarzwaldstíl, með laufþaki. Sást frá því yfir allan dalinn fyrir neðan. Það var ekki fyr en við stigum út úr bílnum, að við tókum eftir að hér voru brögð í tafli. Húsið var ekkert annað en einskonar skel umhverfis stór- efhs fallbyssu. Veggirnir, sem eru úr steini og stáli, eru 11 fet á þykt, að því er okkur er tjáð. Dyr og gluggar eru haglega málaðir utan á kaldan steininn. Byssukjafturinn stendur út um vegginn. Á þeirri hlið hússins, sem veit að Rín, var stórt op, sem fallbyssukjafturinn gapti út um. „Áhöfn“ byssunar býr þama í rúmgóðum, þægilegum vistar- verum. Á veggjunum eru mynd- ir af leiðtoganum, blað úr tíma- riti, sem sýnir einkennisbúninga breskra foringja og margar myndir af léttklæddum, eða öllu heldur óklæddum, kvik- myndadísum. Enn hærra uppi í fjöllunum komum við að enn stærri fall- byssum. Lítið þorp hafði verið reist handa þeim mönnum, sem starfa við þessar risafallbyssur. Þær vom vart sýnilegar í „dul- klæðum“ sínum, þótt þær sé svo stórar, að ekki borgi sig að byggja yfir þær. Um 50 manns starfa við hverja fallbyssu. Þeir eru allir sjómenn og líka kap- teinninn, sem hefir stjórn deild- arinnar á hendi. Voru þessir menn allir áður í strandvarna- stórskotaliðinu og fallbysurnar einnig. Loftvaraaliðið á varðbergi. Þegar við vorum á göngu upp fjallið, að einu fallbyssustæðinu, heyrðum við skröltið í flugvél- arbrevfli yfir höfði okkar. „Áhafnir“ hálfrar tylftar loft- varnabyssa, sem voru þarna, stukku til staða sinna. Þeir skygndust upp i loftið og komu að lokum auga á flugvélina í sjónauka — of hátt til þess að við hinir gætum séð hana með berum augum, svo hátt að byss- urnar gátu ekki dregið þangað. Vélaskröltið hvarf von bráðar og alt var rólegt aftur. Áhöfn einnar risafallbyssunn- ar sýndi okkur meðferð byss- unnar, þangað til hleypt er af henni. Það tók tíu mínútur, frá þvi að mennirnir eru reknir á fætur í híbýlum sínum, þangað til byssan er hlaðin og hægt er að skjóta af henni. Liðsforingi einn sagði okkur, að Frakkar myndi að likindum vita nákvæmlega, hvar byssunni væri fyrir komið. Höfðu all- margir franskir ferðamenn dvalið á heilsubaðstað í ná- grenninu og höfðu þeir oft litið forvitnisaugum til verkamann- anna, sem unnu að þvi af kappi að koma fallbyssunni fyrir. En hann, liðsforinginn, kvaðst treysta því, að loftvarnabyss- urnar gæti haldið flugmönnum f jandmannanna svo hátt uppi,að ógerlegt væri að varpa niður sprengjum með nokkurri ná- kvæmni. Enn hafa stóru fallbyssumar við Efri-Rín ekki látið til sín heyra. Liðsforinginn, sem var leið- sögumaður okkar, sagði að það hefði verið tilgangurinn með ferðalaginu, að sýna okkur, að landamærin væri svo vel víggirt, að ekki væri hægt að gera inn- rás í landið. Og sjálfur er eg þess fullviss, eftir að hafa séð við- búnaðinn, að þessar víggirðing- ar verða ekki rofnar nema með ægilegum tilkostnaði. Hitt og þetta FEGURSTU HELLARNIR. Fegurstu hellar á jörðunni eru taldir vera svokallaðir Caca- huamilpahellar í námunda við Mexicoborg. Um langan aldur forðuðust menn hellana, enda þótt þeir vissu af þeim, af þvi að þau álög hvildu á hellunum, að hver sá er inn í þá kæmi, hlyti að deyja á þeirri stundu. Það var loks árið 1833 að glæpa- maður forðaði sér þangað inn og hafðist þar við um lirið. Þeg- ar hann kom út aftur lýsti hann fegurð þeirra og vakti forvitni íbúanna. Þeir sáu líka, að hann kom lifandi út og að þeir þurftu því naumast að óttast álaga- dóm þann, er á hellunum hvíldi. I hellunum eru margir gang- ai’ og rangalar, er liggja á milli risastórra geyma eða hvelfinga, og hefir hver einstakur geym- ur hlotið sitt sérstalca nafn, eins og „gosbrunnasalur“, „orgel- salur“, „altaris’salur“ o. s. frv. Voldugar súlur rísa upp í hvelf- ingarnar og þar glitrar á þær í þúsundum ljósbrota og ótelj- andi litum en gólfið lýsir og tindrar eins og það væri með demöntum stráð. — Við íslend- ingar eru stoltir af Surtshelli og öðrum hraunhellum, en hvað eru þeir samanborið við þessa undrahella í Ameríku. „MARIAGE“. 1 æfagamalli matreiðslubók hefir fundist svohljóðandi mat- reiðsluseðill yfir rétt, sem kall- aður er „Mariage“ (hjónaband) og ætlaður er tveim persónum: „Maður byrjar á því að taka ungan pilt og unga stúlku. Best er að karlmaðurinn sé vöðva- mikill en kvenmaðurinn mjúk- ur og holdugur. Karlmaðurinn er settur við borð og helt niður i hann brennivini og kampa- vini og að því loknu er hann látinn bíða í nokkurn tíma uns áhrifa fer að gæta af vínblönd- uninni. Hitni hann lítið eða ekkert skal halda áfram að hella niður i hann áfengi. Þeg- ar hann tekur að roðna skal farið með hann inn í setustofu, og í kuldatið skal farið meö hann að ofninum, setja hann í stól hjá stúlkunni og hella þrem bollum af te í hvort þeirra, uns þau byrja að ólga. Að sumri til eða í hitatíð er best að láta þau bæði tvö út að glugga, skreyta stúlkuna með blómum eða þá að láta hana á slaghörpustólinn og hita hana uns liún byrjar að spila og syngja. Heyrist karl- maðurinn andvarpa, er það tákn þess, að hann sé tekinn að hitna. Ur þvi er best að setja þau bæði í legubekk og láta þau vera þar tvö ein uns sýður upp úr. Þetta á að endurtaka tvisv- ar eða þrisvar sinnum, en gæta skal þess vandlega, að ekki sjóði lengi upp úr í einu, þvi þá fer alt til fjandans. Tíminn, sem mallað er, fer mjög eftir liita- magni karlmannsins og nokk- uð eftir aldri. Karlmaður innan við tuttugu og fimm ára aldur þarf sjaldan nema þriggja mán- aða tima til að meyrna — eða jafnvel ekki nema þrjá daga, ef hann gegnsoðnar í hvelh. Það eykur mjög á hitamagnið, ef stráð er peningum, helst seðla- bunkum, yfir kvenmanninn, og ekki sakar það heldur ef nafa karlmannsins er skreytt með titlum.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.