Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ • •• •• ' V’:;'W-: .-.V;:. ' ,-• V ' ■ <• v**l( ■ ■ , , : •••••■•■•• ••, •••••;/•• .••WA:í;í:.:-:-Xv: míMiiím ........ . 111ISI11Í; 11« 8|H< -'í . Íy' 8&Á. TF j. SSllllll «;fr. • V Tlh’í p§ II ■M 1* ■■••■'í^sf „Það var bjartur júnímorgun, sól yfir sundum, „fagur himinhringur“. Kaupmannahafnarbúar fara snemma á fætur, ekki sist á svona morgnum, og þegar ferjan skreið út úr hafnarmynninu, gat að líta iðandi líf á baðströndinni, baðtjöldin voru tekin í notkun, en skemtisnekkjur sigldu í ljúfri austrænu um sundið.“ sagði Wilske, þar sem við stað- næmdumst við rústir af miklum byggingum, að baki lítilla nú- tíma húsa, sem þarna liafa ver- ið reist. Sögulegar minningar sveima alt í kring. — Já, hérna var hann á blómaárum sínum. Hann ríkti eins og konungur, dró að sér athygli allrar veraldarinnar, sóaði geisilegum fjármunum, beindi sjónum sinum til him- ins og rannsakaði leyndardóma uppheimanna. Þarna stóð Ur- aniborg, þarna Stjörnuborg, þarna var veggurinn kringum garðana og byggingarnar, yzt var trjágarður á alla vegu, þá blómagarður, þar fyrir innan opið svæði með gosbrunnum og stígum. Og hérna var brunn- urinn------ Þegar hér var komið sögu, þagnaði Wilske. Eyjarskeggi einn var kominn til okkar og hlustaði á mál sögumanns. Þetta var aldraður maður, vinnuklæddur, lirukkóttur í andliti, rauður á nefi og kinn- beinum, ralcaður á vöngum, en síðhærður. Þegar Wilske lyfti upp lilemmi, til þess að sýna mér niður í göng, sem þarna hafa fundist, laut hinn aldraði eyjaskeggi fram og sagði þung- lega: — Já, þarna er eitt hel- vitið, sem Tyge Brahe kvaldi bændurna í. Ég rak upp stór augu. En Wilske leit til min bros- andi: — Já, þeir hafa fengið þetta í arf, blessaðir. Hatrið liefir seytlað inn i kynslóð eft- ir kynslóð eyjaskeggja gegn þessum merkilega manni, sem liér lifði og starfaði. Hann var óvæginn, hann þurfti að láta vinna margt á skömmum tíma; erfiðið kom niður á bændun- um, en þeir hrepplu ekki svo mikið gull i mund eða nutu gleði af vísindastörfunum í Uraniborg. Og Wilske lieldur áfram að tala. En hinn aldni eyjaskeggi hristir höfuðið og gengur burtu gjörsamlega skilningslaus á þá forvitni, sem liann sér á lát- bragði minu meðan Wilske segir frá. En mér finst, að ég skilji hann að einhverju leyti. IV. Tyge Brahe fæddist 1546 ó Skáni. Hann var kominn af frægri danskri aðalsætt, sem rakti sögu sína sem aðall að minsta kosti tvær aldir aftur i timann. Eins árs gamall flutt- ist Tyge til föðurbróður síns og ólst upp hjá honum. Þrett- án ára gamall var drengurinn sendur til Kaupmannahafnar, til þess að lesa þar mælslcu- fræði og lieimspeki; það var melnaður ættarinnar að gera þennan unga pilt liæfan til þess að taka við sljórnarfarslegum embættum, þegar tímar liðu. En örlögin eða vilji piltsins áttu eftir að breyta öllum slík- um fyrirætlunum ættarinnar. Sá atburður gerðist, þegar TjTge var 14 ára gamall, að sól- myrkvi sást í Danmörku. Sól- myrkvi þessi var mjög litill, en þetla orkaði svo á drenginn, að upp frá þeirri stundu beind- ist hugur hans ekki að öðru fremur; sérstaklega var hann gagntekinn af þeim furðulega leyndardómi, sem lægi i því að geta sagt fyrir um slika atburði. Frá þessum tíma lifði hann, vakinn og sofinn, í heimum stjörnufræðinnar. Hann náði í „Ptolemaios’ Almagest“, sem þá var hin eina kenslubók í stjörnuvísindum og svelgdi hana í sig á samri stundu. En föðurhróðurnum fanst pilturinn stefna í ranga átt með slíku grúski og ákvað að beina liuga lians að öðrum nylsamari viðfangsefnum. Hann sendi því Tyge, 16 ára gamlan, úr landi, til Þýskalands. í fylgd með honum var trúnaðarmaður ætt- arinnar, og átti liann að sjá um að Tyge liætti öllu grufli út um geimana. En svo fóru leikar, að trúnaðarmaðurinn, Vedel, misti algerlega tökin af Tyge, og sneri sér að sínum eigin á- hugamálum í Leipzig. Upp frá því urðu þeir trygðavinir, Ve- del og Tyge, og hélst sú vin- átta meðan báðir lifðu. Tyge sökti sér nú niður í stjörnu- fræðina, óáreittur um sinn, og gerði merkilega útreikninga í þessu sambandi. En brátt komst hann á þá skoðun, að stjörnufræðin yrði ekki lærð innan fjögurra veggja. Himin- geimurinn Iilaut að verða rann- sóknarefnið, og til þess að rannsaka hann, þurfti betri og og fullkomnari tæki en þau,. sem fyrir hendi voru. Hann vildi sjálfur komast að raun um, að hve miklu leyti liin gamla heimsskoðun var rétt. Og 17 ára að aldri lýsti hann yfir því, að lieimsmynd hinna eldri stjörnufræðinga væri ekki fullkomlega rétt, hreyf- ingar plánetanna ekki rétt reiknaðar og að ný tæki þyrftu að koma til sögunnar. Frá þeirri stundu er liann talinn hinn raunhæfi endurbótamað- ur á sviði stjörnufræðinnar. Þannig liélt hann áfrarn starfi sínu og námi á þessum sviðum um sinn. Féleysi hamlaði lion- um framkvæmdir, en þegar hann gat ekki keypt nauðsyn- leg rannsóknartæki, smíðaði liann þau sjálfur. Með óbifandi vilja þokaðist liann áfram á braut sinni og vakti á sér mikla athygli. Nítján ára að aldri sneri hann heim til fjölskyldu sinn-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.