Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 CHRISTIAN MUNK: Krókódíllinn á Manhattan. „Við heyrum drunurnar af fallandi snjóskriSunum, þegar þser losna of- an úr fjallatindunum og bruna meS örskotshraSa niSur hlíSarnar, niSur björg og hengjur og niSur i djúpa dalbotna. Þegar klukkan var nærri tvö um nóttina vöknuðum við allir samtímis -— við vorum að kafna. Þegar við sofnuðum, skildum við eftir logandi kerta- ljós, en nú var að deyja á kert- inu af súrefnsskorti. Annað- hvort hafa loftgötin verið of lít- il eða það hefir fent í þau. Við stækkum þau, leggjumst aftur til hvíldar og sofnum eins og forðum lieima í dúnmjúkum og hlýjum rúmunum oldcar. Klukkan var sex um morgun- inn þegar eg reis á fætur og rak höfuðið upp um snjóskaflinn. Eg fékk bylgusu beint framan i andlitið svo að öll vit mín fylt- ust og eg hröklaðist i ofboði nið- ur í skýlið aftur. Félagar mínir ráku upp skellihlátur þegar þeir sáu mig allan fannbarðan í framan svo hvorki sá í augu né munn. Okkur kom saman um að hætta okkur ekki út fyr en skipun væri gefin um að stilla okkur upp. Þangað til röbbuðum við saman, undrandi yfir því, hvað okkur hafði liðið vel um nóttína, þrátt fyrir óveðrið og kuldann. Hríðin hélst óbreytt. Við klæð- um okkur, snæðum og búumst til ferðar. Ferðinni er heitið nið- ur f jallshlíðina, og niður í bæki- stöðvarnar okkar í þorpinu. Við eigum beint í fangið að sækja og kuldinn er svo nístandi að marga okkar kelur á hönd- um, fótum og eyrum á leiðinni niður. Þrátt fyrir snarbrattar brekk- ur, hengjur og snjóskriðuhætt- ur lendum við heilu og höldnu í þorpinu daginn eftir. En okk- ur er það liér eftir ljóst, hve örð- ugt lif hermannsins lilýtur að vera, hve óendanlega mikið hann verður að leggja í sölurn- ar fyrir ættjörðina, fyrir líf sitt og limi. Vð vitum á hverju við eigum von ef við drögumst inn i styrjöld, en einmitt þess vegna er aðstaða okkar þúsundfalt betri en ella — ef við værum ó- viðbúnir og engu vanir. „SAMA GAMLA LYGIN“. Gamall inaður kom eftir tugi ára fjarveru i háskólaborgina, þar sem hann hafði stundað nám á æskuárunum. Hann kom í húsið, sem liann liafði búið í sem stúdent, og þegar hann kom inn í gamla herbergið sitt, vöknuðu endurminningar um löngu liðnarstundir í hugalians. Hann sagði við húsmóðurina með hrifningu i röddinni: „Sama lierbergið, sömu gömlu húsgögnin, sama útsýnið og sömu fjöllin.“ í þessum svifum kom stúdentinn, sem bjó í her- berginu, inn í það og í fylgd með honum ung stúlka. Hann fór allur hjá sér þegar hann sá húsmóðurina og flýtti sér að af- saka sig með því, að þetta væri frænka sín, sem komin væri í heimsókn til sín. — „Já, og sama gamla lygin!“ bætti gamli maðurinn við og brosti ísmeygi- lega. I Gaucho-harnum á Manhat- tan stóð gamli hnefaleikamað- urinn O’Hara, tugði möndlur með bjórnum og sagði mér allskonar sögur. „Það ske hér ákaflega und- arleg atvik stundum, vinur minn. Ef það kemur upp eldur í vefnaðarvöruverslun, sem nær að komast upp í aðra hæð, og þú liringir upp eitthvert dag- blað til þess að vinna þér inn fimm dollara fyrir fréttina, þá ertu umsvifalaust spurður hve margir hafi brunnið inni; og verði þér fátt um svör, og þú vitir ekki til að neinn maður hafi farist, þá hringja þeir af og þú stendur uppi slyppur og snauður sem áður. En ef hund- ur hnerrar á Park Avenue, þá stendur það letrað með feitum bókstöf um í samkvæmislífa- dálkunum. Eg tala nú ekki um, ef krókódíll .... Hvað um það! Ég átti vin, sem liét Jeremy. Hann var ó- heppinn í ástamálum, greyið. En loksins komst hann þó í kynni við Blossy Ayres, lag- lega stúlku, fjörlega og þokka- lega. Hún var jarpliærð, og átti lieima í 114. götu. Jeremy var snarvitlaus eftir henni, en liann fékk ekkert tækifæri til að tala við hana í einrúmi — ekki eitt einasta. Og allir þeir, sem einhverja reynslu liafa i þcssum efnum, vita, að það þarf næði, þegar tilraun er gerð með fyrsta kossinn. En hvað um það! Hann grátbað Blossy um að vera einhvers- staðar með sér einum, en hún fékst ekki með nokkuru móti til að ergja móður sína. Og það var nú kerling sem sagði sex, hún manima hennar! Hún var með skeggtoppa á efri vörinni og einglyrni, sem oftast hékk á gullfesti niður á maga. Auk þess var hún forseti í „Vernd- unarfélagi gegn pyntingum villidýra í New York“. Þegar henni varð litið á Jeremy ís- köldum augunum sinum, nötr- uðu lærin á honum og skulfu af einskærum ótta. En við villi- dýr í húrum var hún sem eng- ill. Jeremy óskaði þess oft og einatt, þegar hann lá andvaka í rúminu sínu, að hann væri orðinn að villidýri í búri. En óhepnin var með honum. Hann var heldur ekki nein fyrir- myndarpersóna, ólaglegur og aumingj alegur. Ég fékk held- ur ekki skilið, að neinni stúlku gæti litist á hann. Hann fékk ekki nema þrjátíu og fimm krónur á viku og vann á skrif- stofu kvikmyndahúss. Stund- um fékk hann ókeypis að- göngumiða. En hvað sem þvi leið, þá hugsaði hann ekki um annað en slúlkuna sína og hvernig hann gæti fengið tæki- færi til að vera með henni einni. „Ef mér hlotnast að tala við hana undir fjögur augu, eru mér allir vegir færir,“ sagði hann við mig, og litlu músar- augun lians glóðu, þegar liann mintist á hana Blossy. Nú, sögunni víkur að tveim- ur gömlum konum ,sem tóku sér skemtigöngu eina kvöld- stund meðfram Riverside-ánni og ráku alt í einu upp sker- andi angistaróp, eins og þær Iiefðu gengið i eld. Já, þér þekkið náttúrlega ekki River- side-ána, hún liggur meðfram Hudson, á árbökkunum er mikið af runnum og rjóðrum, og eftir hádegið leikur sér urm- ull af krökkum í sandgryfjum þarna í umhverfinu. Þetta er allra skemtilegasti blettur. — Hvað um það! Kerlingarskríp- in ráku upp öskur og langhent- ust í burtu. Það voru ósköp að sjá. Þetta skeði á heitu júlí- kvöldi, eitt af þessum venju- legu sumarkvöldum, þegar maður getur varla dregið and- ann, vegna þess, hve loftið er mollulegt og þungt. Þegar einhver æpir hér í borginni, þá skiftir sér annað- hvort enginn af því, eða þá að lieilt borgarliverfi kemst i upp- nám. Þarna á árbakkanum komu tveir prúðbúnir menn hlaupandi og spurðu hvað um væri að vera. Kerlingarnar höðuðu út höndunum, görguðu eins og nýorpnar hænur, og bentu inn í næsta rjóður. Báð- ir mennirnir brugðu upp vasa- ljósum sínum og lýstu inn í myrkt rjóðrið. Svo hopuðu þeir skelfdir aftur á bak. Inni í rjóðrinu lá krókódíll, þetta viðurstyggilega og grimma kvikindi, með gulum rafsteinsstarandi augum. New York-borgarbúar eru öllu illu vanir. Það er hægt að fylla heila fötu á hverjum ein-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.