Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 05.05.1940, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 MAÐURINN VlÐTAL f BÍLBINDINDI ÞORSTEINN EIRÍKSSON FRÁ MINNI-VÖLL- UM SEGIR FRÁ FÖRUMENSKU SINNI UM ÍS- LAND OG UTLÖND. „Eg er fæddur 20. sept. 1872. Eg er með öðrum orðum fædd- ur sama dag og Gamelin yfir- hershöfðingi Frakka.“ „Hefir yður ekki langað til að feta í fótspor hans að einhverju leyti?“ „Sei, sei, nei. Herforingi hefði eg aldrei getað orðið, því til þess er eg alt of meinlaus. 1 minum augum var það altaf eftirsókn- arverðasta staðan í þessum heimi að verða sýslumaður. Mér þótti lika mikið til hreppstjóra koma, en annars hugsaði eg aldrei hærra upp í metorðastig- ann en það, að geta orðið nýtur bóndi. Og það gat eg ekki einu sinni orðið.“ 'Gerðuð þér ekkert til þess, að láta drauma yðar rætast?“ „Eg veit það varla. Mér finst eg hafa verið leiksoppur örlag- anna og mér finst eg lika liafa átt marga drauma og margar óskir, en fæst hefir ræst. Eg ætlaði t. d. einu sinni að verða Ijósmyndasmiður, því eg liélt að á þvi gæti eg orðið ríkur. Fram yfir tvítugsaldur átti eg lieima í Svinhaga á Rangárvöllum, nema livað eg réri á vetrarver- tíðum, en liaustið 1894 lierti eg mig upp í það, að læra Ijós- myndasmiði og komst að sem nemandi hjá Ágúst Guðmunds- syni, ljósmyndasmið í Reykja- vík.“ „Hvað tók námið langan tíma?“ „Eg var hjá honum tima úr tveim vetrum. Auðvitað lærði eg iðnina ekki nema til hálfs, eða ekki það, en eg bar mig borgin- mannlega og tók að reka ljós- myndasmíði á eigin spýtur. „Hér í Reykjavík?“ „Nei, austur á Eyrarbakka. Eg fékk mér ljósmyndavél og annað sem laut að Ijósmynda- smíði, settist að í gömlum timb- urhjalli og tók að „smella af.“ „Gekk atvinnan eldíi að ósk- um?“ „Það er undir þvi komið, hvernig maður tekur það. Eg hafði svo sem nóg að gera — ekki vantaði það. Lefolisversl- unin var þá i almætti á Eyrar- bakka og fólk kom þangað unn- vörpum í verslunarerindum. Eg elti hvern skarf sem eg vissi um, og reyndi að fá hann til að sitja fyrir hjá mér.“ „Voru þeir ekki fúsir til þess?“ „Það vantaði nú síst, en þeir voru hinsvegar ófúsir á að borga, þvi þeir héldu að þetta væri fyrir mig gert. Vinnan var þess vegna nóg en lítið sem eg fékk fyrir hana.“ „Hvemig lyktaði þessu?“ „Húsið brann um haustið til lcaldra kola og ljósmyndatækin mín með. Upp frá því hefi eg ekki lagt ljósmyndasmíði fyrir mig, og eg hefi illan bifur á þeirri atvinnugrein.“ „Hvað tókuð þér yður fyrir hendur eftir þetta?“ „Eg var orðinn skuldugur og þurfti að græða fé. Eg fékk at- vinnu um haustið við að gæta fjár á skipi Tliordals fjárkaup- manns frá Skotlandi. Við fórum tvær ferðir frá Hafnárfirði til Leitli, aðra í nóvember og hina í desember.“ „Græddist yður mikið fé?“ „Svona álíka og á Ijósmynda- gerðinni. Það höfðu orðið ein- hver mistök með söluna, og auk þess kom óhapp fyrir skipið, svo Thordal varð gjaldþrota og gat ekki borgað mér kaupið.“ „Hvað tókuð þér þá til bragðs ?“ „Mér varð það til láns, að Ein- ar Benediktsson skáld hafði ver- ið farþegi á skipinu með okkur út, og hann hjálpaði mér. Fyrst kom hann mér fyrir i snúninga hjá danska ræðismanninum, en seinna lcom liann mér til Eiríks Magnússonar i Cambridge, sem flestir íslendingar munu kann- ast við.“ „Voruð þér þarna lengi?“ „Eg var Um veturinn í Skot- landi en fór heim, snögga ferð, sumarið eftir. Fátt sögulegt gerðist í þeirri ferð, en þó minn- ist eg eins atburðar, er skeði daginn sem eg kvaddi móður mina í síðasta sinn. Hún bjó þá á Minni-Völlum á Landi. Við fórum þaðan síðla dags, bróðir minn og eg, en þegar við kom- um á móts við Herru í Holtum — þá var orðið alldimt — tóku hestarnir alt i einu að skjögra undir okkur og slettust til og frá, líkast dauðadruknum mönnum sem riða. Jafnframt þessu tóku hestarnir að frísa í ákafa en hundar á nærliggjandi bæjum að góla.“ „Var draugur þama á ferð- inni, eða óvættur úr Þjórsá?“ „Hvorugt. Þetta voru land- skjálftamir miklu liaustið 1896 að byrja. Tveimur dögum seinna frétti eg til Reykjavíkur þau voðatíðindi er gerðust i sam- bandi við jarðskjálftana.“ „Og svo liélduð j)ér út?“ „Já, og kom ekki til Islands aftur í tuttugu og sjö ár sam- fleytt.“ „Siglduð þér að þessu sinni með fé?“ „Nei, eg var búinn að fá mig fullsaddan af því. Eg tók mér fari með „Láru“ og hélt til Leith. Einu atviki man eg eftir úr þeirri ferð, en það var að ensks farþega var saknað. Hans var leitað um alt skipið, en fyr- irfanst hvergi. Loks var leitinni hætt og talið vist að maðurinn hefði fallið fyrir borð og myndi vera kominn inn í eilifðina. En svo fanst hann af tilviljun á stað, sem honUm mun lildega hafa fallið öllu betur en sá fyrirheitni i eilífðinni, þvi hann fanst — að mig minnir — inni í klefa skips j ómf rúarinnar. Þetta var starfsmaður við bresku myntsláttuna í London — og við öfunduðum hann allir, því stúlkukindin var lagleg.“ „Hvað gerðuð þér þegar þér komuð til Leith?“ „Eg lagði leiðir mínar suður um England, fyrst til velgerðar- manns míns, Eiríks Magnús- sonar í Cambridge, og dvaldi lijá honum fram eftir vetrin- Um. Eg fór lika til Lundúna- borgar að skoða mig um, en at- vinnu fékk eg í Glasgow á stærstu skipasmíðastöð heims- ins. Seinna fór eg til Edinborg- SlJNNUDAGSBLAÐSINS Þorsteinn Eiríksson. \ ar og kom þaðan svo árið 1923 eftir tuttugu og sjö ára dvöl er- lendis.“ „Hvernig fanst yður að koma heim ?“ „Mér þótti gaman að þvi, en eg var bara orðinn að hálfgerð- um útlendingi. Eg var að miklu leyti búinn að týna íslenskunni, livorki skildi liana né gat látið skilja mig. Auk þess kom Reykjavík mér ókunnuglega fyrir sjónir eftir alla þessa fjar- veru og eg var löngu liættur að vera í sambandi við kunningja mína og skyldfólk er eg átti í Reykjavík.“ „Hvað tókuð þér til bragðs?“ „Eg kom mér fyrir á Hótel Skjaldbreið, en eg lét það vera mitt fyrsta verk, að fara til dag- blaðsins „Vísir“ og auglýsa eftir skyldfólki mínu, þvi mig lang- aði til að liitta það, en vissi ekki önnur ráð til þess.“ „Og fann það yður, eða þér það?“ „Já, bræður minir og mág- konur, sem búsett voru bér i bænum, komu og sóttu mig. En eins og áður er getið var eg þá nærri mállaus nema á enska tungu, og eg átti lika vont með að skilja hvað þau sögðu.“ „Hafið þér svo sest að hér fyrir fult og alt?“ „Ónei, ekki hefir það nú ver- ið. Eg hefi hagað mér líkt og far- fuglamir, og flögrað þegar mér sýndist svo. En stundum hafa ferðalög mín farið á annan veg en eg ætlaði — eins og reyndar svo margt annað í lífi mínu. Það er sérstaldega ein ferð sem eg fór í aprílmánuði 1936, eða fyrir réttum fjórum árum, sem mér varð minnisstæð vegna mistaka. Eg tólc mér far með „Dettifossi“ og ætlaði til Hull. En af einhverjum ástæðum fór skipið ekki upp til Hull, heldur til Grimsby.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.