Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 inn viss um stefnuna.“ Þessu ráði var lilitt, og siglt vestur. Er þeir höfðu siglt um stund gerð- ist sjór svo úfinn að Snæbjörn gat engan veg varið bátinn, sagði hann, að hann hefði búisl við, að hann gengi undir í hverri báru. Hann segir þá: „Nú erum við á Þörunum1) út af „Skjaldmeyjareyjum“. Hann lél þá ryðja sjö fullorðnum sköt- um og nokkuru af öðrum fiski. Lét svo einn manna sinna vera fram á, til að vita hvort hann yrði var við brot. Skömmu síð- ar kallar stafnbúinn: „Nú grenj- ar boði hér á kulborða." „Það er ágætt,“ segir Snæbjörn, „það er Loftsboði; við eruin á góðri leið.“ Eftir stundarkorn liafa þeir enn landkenningu og þektu að það var svo nefnd Skarfey, yst í Sauðeyjalöndum. Vai- þá liðinn hálfur annar tími frá því að þeir undu upp segl i Bjarn- eyjaál, en vegalengd sú mun vera sem næst 16 sjómílum. Er þá felt segl og tekið til ára. Náðu þeir lendiugu í svo nefndum Eldhúsvog, yst á Sauðey eftir hálfrar annarar klst. barning. Vegalengdin sem þeir reru, mun vera tæp liálf vika sjávar (en hálfan annan klt. voru þeir að komast þann spöl). í Sauðeyjum bjó þá Árni Jóns- son vinur Snæbjarnar, drengur hinn besti og höfðingi heim að sækja, enda skorti ekkert á bestu viðtökur og aðhlynningu. Á sunnudaginn sátu húsráðandi og gestir hans að sumbli og öðr- um fagnaði og mintust fyrri svaðilfara og mannrauna. Árni þessi var bróðir Jóns Sauðey- ings. Nú er löngu hætt að róa í Oddbjarnarskeri. Endurminn- ingin ein varir enn sem liálf- gleymdur draumur í hugum einstöku gamalmenna, sem þektu sjómannalífið þar af eigin raun, og höfðu kynst þar mörg- um dugandi sægarpi, og fjölda kátra og tápmikilla félags- bræðra. Heill og heiður sé minningu Oddbj arnarskers. — Mamma, eg get ekki þrætt þessa nál. — Hvers vegna, góða mín? — í hvert skifti, sem þráður- inn nálgast augað, lokar hún því. + Smiðurinn: — Jæja, Villi, ertu bumn ab hvessa óll verkfærm? Lærlingurinn; — Já, öll nema sögina. Hún var svo ansi skörtS^ ótt. 1) Þarar eru grunnspevtsfláki um 10-r-16 mc dýpí, EÐ HVORUM er samúð Mexíkó-manna?“ cr eftir William H. Lander, fréttastjóra United Press í Mexíkó. — Leiðir hann rök að þvi, lwernig samúð Mexíkóbúa skiftist milli Banda- manna og Þjóðverja í styrjöldinni, sem nú stend- ur gfir, og gerir jafnframt grein fyrir ústæðum hverra aðila fyrir sig. FRÁ STRÍÐINU: Margir þeirra, sem voru hlyntir Þjóðverjum 1914—18, urðu það ósjálfrátt, vegna hinnar miklu aðdáunar, sem sjóliðasveit ein þýslc vakti á sér á aldarafmæli lýðveldisins 1910. Kom hún til Mexikoborgar i lieiðursskyni við lýðveldið. — Meðan borgarastyrjöldin spænska geisaði var stjórnin mexikanska lilynt Madrid- stjórninni, en flestir liinna Með hvorum er samúð Mexikómanna ? gAMÚÐ Mexikobúa með ó- friðarþjóðunum í Evrópu er mjög skift. Það er fremur erfitt að dæma um það með nokkurri vissu, livort Þjóðverj- ar eða Vesturveldin eigi samúð meirihlutans. Þetta var öðruvísi 1914—18. Venustanio Carranza, hershöfð- ingi, sem sat að völdum mest- an hlula styrjaldartímans þá, var vinur Þjóðverja og sama var að segja um flesta opinbera embættismenn. Óhætt er víst einnig að fullyrða, að flestir þeirra, sem mynduðu sér ein- hverja skoðun á málinu, fylgdu Þjóðverjum að málum. Auðvil- að voru allmargir embættis- menn fylgjandi Bandamönnum og sumir þeirra sögðu af sér, vegna þess, að þeir gátu ekki fallist á utanrilcisstefnu Carran- zas. Það er erfiðara nú að dæma um það, hvorum meiri hlutinn er fylgjandi. Sumir segja að flestir sé hlyntir Bandamönn- um, en aðrir að samúðin með Þjóðverjum sé raunverulega mun meiri en menn gruni. Einn maður hefir sagt við mig: Þriðjungur landsmanna hefir enga skoðun í málinu, þriðjung- ur er með Bandamönnum og þriðjungur með Þjóðverjum. Þetta álit manna ætti að sýna, að hvorugur styrjaldaraðila hefir yfirgnæfandi meirihluta. ! I Þjóðverjar standa á gömlum merg'. jþJÓÐVERJAR liafa lengi átl nikla samúð Mexikómanna. Þýsku innflytjendurnir — rikir sem fátækir — liafa jafnan get- að samlíkt sig umliverfinu. — Margir þeirra liafa kvongast mexikönskum konum, og þeir hafa ekki litið á sig sem æðri menn en landsbúa. Auk þess dást Mexikóbúar að dugnaði og nákvæmni Þjóðverja og hinum vel æfða og agaða her þeirra. „flibbaklæddu“ fylgdu Franco. Sá tími var því góður til þýsks undirróðurs í Mexiko, því að Ilitler var annar aðalstuðn- ingsmaður Francps. Það er t. d. talið mikilvægt tímanna tákn, að eina uppþotið gegn Gyðing- um, sem orðið hefir í Mexiko- borg, varð þegar Þjóðernissinn- ar héldu upp á fall Barcelona í janúar 1939. Þýsku landnemarnir í Mexi- lcó eru álirifamiklir. I Chiapas- héraði ráða þeir yfir allri kaffi- framleiðslunni, alveg eins og þeir gera það í Guatemala, sem Iiggur alveg að landamærum Chiapas. Um alt landið stjórna þeir lyfjaversluninni, járnvöru- versluninni og yfirleitt öllum innflutningi. Á friðartímum gengu skip Hamborg-Ameríku- línunnar milli VeraCruz, Tam- pico og Hamborgar. Sum tímaritin fjandsamleg Bandamönnum. Við þýsku sendisveitina hefir í mörg ár verið útbreiðslu- málaráðunautur — en slíkan Panamaskwrðurinn í MiÖ-Ameríku,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.