Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Page 7

Vísir Sunnudagsblað - 26.05.1940, Page 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ I 7 Trygðapanturinn. Sögnbrot eftir Haiina. Hann Eyþór var einn af þeim ungn mönnum, er láta hverjum degi nægja sína þjáning, og sjaldan bar hann miklar á- hyggjur fyrir morgundeginum. — En liann var vinnusamur, röskur og iðinn, en ekki að sama skapi forsjáll um aflað fé. Ungir menn vilja líka njóta skemtilegra stunda. Skála við fagrar konur, og kynnast æfin- týrum næturinnar — þó það kosti peninga. Við Eyþór vorum oft saman, og á laugardagskvÓldin drukk- um við stundum portvín og „landa“, því annað var ekki að fá í þá daga. Samvera okkar endaði þá oftast á dansleik i „Iðnó“, þvi Eyþóri þótti gaman að dansa, enda dansaði hann á- gætlega, ef ekki var of mikið í kollinum. Það var á dansleik, að hann kyntist henni Gunnfriði. Hún var þá í vist í fínu húsi í „mil- jónahverfinu“. Gunnfriður var eldri en Eyþór. Myndarleg stúlka, en ekki smáfríð, og rauðhærð. ★ Það var eitt laugardagskvöld, löngu eftir að Eyþór hafði hafn- að í hjónabandinu. Eg var einn heima. Dyrabjöllunni er hringt og Eyþór stóð í dyrunum. Hann var nokkuð ölvaður, og er hann kom inn i stofuna, tók hann nærri tóma flösku af „Svartadauða“ upp úr vasanum. „Mig vantar meira,“ sagði hann og tej’gaði úr flöskunni. „Lánaðu mér fimm krónur." Svo að það var erindið. — Eg var þá eins og oftar auralítill. Þó hafði eg stundum lánað Ey- þóri nokkrar krónur og hann var skilsamur, eftir því sem get- an leyfði. En siðan að hann giftist, var mér orðið ver við það, að lána honum peninga, ef eg vissi, að þeir áttu að fara fyrir áfengi. Eg neitaði því, að verða við bón hans. Honum likaði það miður og marg bað mig að lána sér. Að lokum dró hann lind- arpenna upp úr vestisvasanum og sagði: „Þú getur haft þennan sem „pant“. Hann er tuttugu og átta króna virði. Afmælisgjöf frá konunni.” Án þess að eg girntist penn- ann, lét eg að vilja hans og lán- aði honum fimm krónur. Það leið langur tími og oft sá [' eg Eyþór, en ekki gat hann leyst út pennann. Hann hafði hka litla vinnu um þær mundir. Heimilið hafði sín útgjöld og svo var altaf einhverju fórnað „Bakkusi“. Eitt sunnudagskvöld fór eg heim til Eyþórs. Hann var ekki lieima, en konan beið með mat- inn á eldhúsborðinu. Mér virt- ist hún óvenjulega raunaleg og andlitið duldi ekki kvíða og erf- iðleika. Eg spurði um Eyþór. Konan hristi höfuðið. „Hann unir sér víst betur annarsstað- ar en heima.“ Eg tók upp lindarpennann. „Þennan penna á vist Eyþór. Penninn hefir legið hjá mér nokkuð lengi, en líklegast verð- ur Eyþór aldrei svo efnum bú- inn, að geta leyst hann út.“ „Eg skil ekki,“ sagði Gunn- fríður. „Og þetta er sami penn- inn, sem Eyþór tapaði í vetur. Og sárt hefir hann saknað hans, því penninn er fyrsta gjöfin, sem Eyþór fékk frá mér.“ Víst hafði eg sagt of mikið, þvi Eyþór hafði sagt konunni ósatt um hvarf pennans. Mér dalt því í hug, að bæta fyrir frumhlaup mitt og látast hafa fundið pennann. En Gunnfriður hafði skilið. Og það var ekki laust við, að henni vöknaði um augu, er liún sagði, að þetta væri ekki í fyrsta né síðasta sinni, er Eyþór segði sér ósatt. Um leið og eg afhenti penn- ann, sagði eg Gunnfríði frá því, hvernig liann væri til mín konv inn. Eg fór án þess að sjá Eyþór. — En nokkrum dögum síðar kom liann heim til mín. „Það var afmælið mitt í gær,“ sagði hann, „og konan færði mér afmælisgjöf. Sömu afmælisgjöfina, sem hún gaf mér fyrir fimm árum, lindar- pennann. Hann átti þá að verða trygðapantur. En eg lét hann i „pant“ fyrir hálfri flösku af brennivíni. — En nú er all fyr- irgefið og í gær fann eg aftur það, sem tapað var — ekki ein- ungis pennann — heldur ást og umhyggju góðrar konit.“ Og áður en Eyþór fór rétti hann mér brosandi fimm krón- ur. —- Ár er liðið. — Eyþór hefi eg aldrei séð drukkinn. Eg er líka orðinn sannfærður um það, að nú elskar hann konuna meira en flöskuna, og lindarpennann skilur hann aldrei við sig. GAT EKKI GREITT FARMIÐANN. Árið 1904 varð sprenging i amerísku herskipi, en einn sjó- liðanna, Monsen að nafni, gat sér dæmafáa frægð fyrir fífl- djarfar hjörgunaraðgerðir, þar sem hann lagði líf sitt hvað eftir annað i hættu. Fyrir skömmu ákvað flotastjórn Bandaríkj- anna, að biðja ekkju Monsen’s að gefa nýju herskipi þeix-ra nafn. Kom þá í ljós að ekkjan var svo fátæk, að hún átti ekki fyrir farmiðanum til skipa- smiðastöðvarinnar. Sendi flota- stjórnin þá eftir lienni einka- flugvél, og tók jafnframt á- kvöi'ðun um að sjá lienni far- boi’ða það sem eftir væri æfinn- ar. OF MIKIÐ í EINU. Vesalings kvænti maðurinn boi’ðaði súpuna sína eins og hann var vanur, en súpan var hi'æðilega sölt og liann gretli sig ámátlega í hvert skifti sem liann kyngdi. „Súpan er altof sölt, Selma,“ sagði maðurinn i angist sinni. En Selma var nú ekki alveg á því. „Salt er holt!“ sagði hún. „Eg hef lesið, að maður ætti að boi'ða átta pund af salti á ári, til að halda góðri heilsu.“ „Það má vel vera,“ stundi maðurinn upp, „en mér þykir það nú samt sem áður of mikið að fá það alt í einum einasta súpudisk.“ Nýtt sprengiefni. — Myndin er tekin, um leið og 200 grömm af nýju rennandi sprengiefni, Glmite, bútar símastaur í sundur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.