Vísir Sunnudagsblað - 09.06.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 09.06.1940, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ EGGERT STEFÁNSSON: ^algerður Valgerður Jonsdóttir Eg liefi lilýtt hinu dásamlega spakmæli heimsspekingsins: „Blessaðar veri truflanir út- varpa, og margblessuð sú, er stöðvar það“. — Eg hefi lokað fyrir útvarpið þessa kvöldstund, þegar múhamedanskt tungl, veðurskýin og brimliljómar At- Iantsliafsins fylla eyru mín með hrikalegri músik. ÚtvarpiC ílyt- ur mér fréttir um það, sem eg veit, að djöfullinn ríður um Evrópu með hyski sitt, stríðið og lieiftina, og allskonar fólsku- aðgerðir í garð mannanna, og að allir því líða af trylling þess- um. Mér er það óskiljanlegt, að manneskjur á þessari friðarins eyju skuli ekki stöðva þennan nið hörmunganna, líta í kring- um sig og gæta að því, sem við götu þeirra er, þegar sólin teyg- ir sig hér norðureftir og skapar gróður á jörðu og vor í hug- ann. íslenskast slcáld íslendinga hefir stungið að mér bók til að lesa í einverunni, og hún liefir látið mér skiljast, að það er rétt, sem liitt stóra skáldið sagði, að „eg skyldi að orð er á íslensku til, um alt sem er hugsað á jörðu“. Og eins opn- ast augu mín fyrir því, að leynd- ardómar lífsins eru leystir hér í lífi sannra, íslenskra manna á svo töfrandi hátt sem nokkurs- staðar á jörðunni, þar sem rammi lífsins er glæsilegri, en þar sem hinn innri maður þó ekki fær meira töfrandi form eða dýpri strengi dularfulls sannleika til að opinberast. Þetta fagra íslenska skáldverk minnir mig á atvilc í lífi ind- verska prinsins Siddhártha, er seinna varð hinn mikli Buddha. * * * Skáldverkið „Tlie light of Asia“ segir frá þvi að faðir Siddhártha hafi sent ráðgjafa sina um öll lönd til að finna prinsessu handa syni sínum, svo að honum ekki leiddist og færi að grufla yfir lífinu, sorg- um þess og hörmungum, og til þess að forða honum frá því að fram kæmi spádómur, sem spá- menn ríkisins liöfðu spáð kon- ungnum föður hans, að Sidd- liártha yrði eklci annað en munkur og meinlætamaður. Hin gullfagra indverska prins- essa Yaoodhara verður þó til þess að spádómurinn rætist. Og það skeður þannig: í hinni fögru höll prinsins liggja þau íklædd purpura- og gimsteina- skarti og hlusta á strengleikja- spil hafmeyjanna, sem syngja þeim töfrandi ljóð um ástir og unað lífsins og svæfa þau með ljúfum tónum strengleikjanna. Þetta gengur lengi vel, en er stundin nálgast vaknar prins- essan grátandi, þrífur til prins- ins og segir: „Þú mátt ekki fara, þú mátt eklci fara“. Hana hefir dreymt, að hann færi frá henni, og liún veit að hann fer, en hún getur ekki slept honum er morgunroðinn skín og dagur rennur. En þegar stnndin kem- ur vaknar hún einn morgun, og segir honum að fara, hún færi honum það sem skipun ofan að, og Siddhártha fer og verður Buddha, ljós Asíu, frelsari og sálusorgari miljóna Indverja. En hin gullfagra Yacodhara verður ein eftir í gulli og pur- pura, og strengjahljómleikar inverskrar músikar, þýðir, sem blíður blær, mýkja sorg hins deyjandi lijarta. * * * . Mér hefir altaf þótt það fall egt, að það er konan, sem flyt- ur Buddha hoðskapinn um að tími hans sé kominn, og þrátt fyrir eigingirni ástarinnar læt- ur hún hann fara og gegna kalli sínu. Eins hitt, að hann er rík- ur, voldugur og hamingjusam- ur, en fórnar öllu til þess að komast að leyndardómi og sannleika lífsins. * * * Og nú kem eg að skáldinu is- lenska, sem vekur þessar end- urminningar mínar um ljós Asíu. Umhverfið er alt annað, engin höll, enginn purpurí, ekkert gull og Iieldur enginn Buddha. En þar er íslensk, tíguleg, sterk og göfug sál, sem brýst gegn um ömurlega tilveru og. fáránlegt umliverfi, hreins- andi og göfgandi alt í kring um sig, eins og kona, sem elskar og vill .... Við skulum athuga á- hrifin, sem hinn ungi, upp- þandi „gleiðgosi“ nútíma Is- lands verður fyrir, er hann hitt- ir fyrir hina sönnu, eilífu og óbreytanlegu konu, sem ber i sér örlög mannanna og jarðar- innar. „Ismarnir" fljúga sem liræddar krákur, afneitun alls þess, sem tillært er og tildrað er með, og fýkur út í vindinn, hugurinn fyllist óttakendri smæðarkend gagnvart hinni ein- földu mentunarlausu, almúga- stúlkunni íslensku, sem lætur hann koma heim til sín, verða eitt með landi sínu og náttúru þess og lætur hann finna sann- leikann. „Eg fann, að eg stóð alt í einu einn uppi, sem per- sónulegur einstaklingur, sem biður um sjálfstætt líf fyrir sig einan, elskar fyrir sig einan, já og deyr fyrir sig einan“. Svona djúpt inn í sannleika lífsins færði þessi stúlka þennan spjátrungslega elskhuga sinn. Og nú kemur einkenni krafts þess, sem neyðir fólk, og mann- eskjur yfirleitt, á kné, — það er kraftur hinnar óeigingjörnu ástar, eins og þegar Yacodhara sendi þann, sem hún elskaði, burt, til skyldu sinnar. Eins gerir hin íslenska stúlka liið sama, svo liann geti, eins og hún segir „komist til landsins bak við fjallið bláa.“ En fyrir Salgerði Valgerði Jónsdóttur er enginn hljóðfærasláttur til þess að mýkja sársaukann, engar hallir til þess að fara inn i, eng- inn purpuri og engin prakt. Nei, íslenska stúlkan fer inn í ömurlegt timhurliús, sem veðr- in berja og vindarnir hrista, og kaldur gustui'inn í lífinu ytra sem innra verður leiksystir liennar þar til dauðinn kemur. En hún hefir gert sitt lilutverk, og skáldið hefir gert sitt. Á Is- landi hefir verið reistur minnis- varði yfir allar göfugar konur, sem lifa og elska á meðal vor, og sem lyfta anda vorum upp yfir jörðina. Og bókmentir ver- aldanna hafa fengið vitneskju um, að á íslandi er líka leitað og fundið brot af sannleikan- um. — Þetta var nú bók hins stóra skálds okkar. * * * Afturgöngufélag geysar nú í öllum menta- og listamálum landsins. Afturgöngur þessar eru eldgamlir kunningjar is- lenskra andans manna gegn um aldirnar. Þær elska dauð- an bókslafinn, líla altaf aftur og hatast við ljós og Iíf og lif- andi kraft. Lita aldrei framan i menn, og kynnast þeim þvi ekki né verkum þeirra, en dæma þá þó eftir sögusögnum og kjaftæði dagsins. Það eru sömu afturgöngurnar, sem fóru upp í Rentukammerið og rægðu Eggert Ólafsson við það, svo að styrkurinn var tekinn af honum. Sögðu þær, að Eggert væri að slæpast uppi á háfjöll- um landsins og skemta sér, er liann væri á sínum náttúrurann- sóknum þar, og betra væri fyrir landið, að fá útgefnar fræði- og rímnabækur fólkinu til aflestr- ar o. s. frv. Gamla sagan. Nú- tímamennirnir átta sig sjaldan á því, hvert tíminn ber þá. Eins nú, — stórskáldið, sem slcrifað hefir lífsins bók íslensku þjóð- arinnar, -— ástir Salgerðar Val- gerðar Jónsdóttur, i tímabundnu umhverfi, sem gleymist, en mynd hennar verður eilíf eign og eftirbreytni allra, sem blóð hafa í æðum, eld í liuga og sldl- ið geta á íslensku þessi Ljóða- Ijóð íslenskra sálna, — hann er krossfestur öfugur fyrir þjóð sinni af afturgöngum íslensks óeðlis, sem er umburðarleysi í skoðunum, ónálcvæm gagnrýni á því, sem virkilegt er og á því, sem einungis sýnist, og skiln- ingsleysi á fljótandi frumeðli lífsins strauma. Bardagaaðferð drauga þessara er svo að fara að NÝTT MET. — Cornelius Warmerdam setti í vor nýtl lieimsmet í stangarstökki á móti í Kaliforníu. Met Warmerdams er 4.57 m. Þessi mynd er tekin á mótinu, eftir að W. setti metið og er hann að reyna að komast yfir 4.62% m.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.