Vísir Sunnudagsblað - 09.06.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 09.06.1940, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 hópum í hornum, liálf-armæðu- legir á svipinn og tveir eða þrír fermingardrengir. I forstofunni og fyrir utan er aftur á móti slangur af ungum mönnum úr þorpinu. — Augnabliki síðar er búið að tilkynna okkur fréttirn- ar. „Kavalerarnir“ úr þorpinu vilja ekki kaupa sig inn nema örfáar undantekningar, og „dömurnar“ láta ekki sjá sig, nema tvær og tvær, sem höfðu gægst inn um útidyrnar, en flú- ið samstundis burtu. Og þó var „frítt fyrir dömur“! — En harmoniku-spilarinn brosir og segir: „Bara rólegir, þetta lag- ast!“ — — Og þetta lagast, þegar komið er fram undir miðnætti. Við, sem höfum verið á vakki fyrir utan húsið öðru hvoru, • höfum séð hinum dýrfirsku meyjum bregða fyrir öðru hvoru, hér og þar á túnunum umhverfis eða niður á götunni, — tvær og tvær saman og á stöku stað þrjár í hóp. — Þær sveima í kringum húsið, eins og flugur í kringum ljós. Öðru hvoru dragast þær nær, og þá er hert á „músikinni“ og allir gluggar opnaðir, svo tónaflóðið steypist yfir þær í kvöldbláman- um og angan jarðarinnar streymir um þær. Svo fjarlægj- ast þær aftur. — En alt í einu koma 5 í lióp heim að húsinu. — Þær ganga liiklaust að dyr- unum og beina leið inn í salinn. — „Loksins“. — Það er eins og létt andvarp líði frá brjóstum hins þögula hóps, er þar beið, og harmonikan emjar af fögn- uði..... ísinn er brotinn. Nú streyma þær inn, ljósar og dökkar, létt- stígar og ilmandi, eins og blóm hinnar vestfirsku jarðar. Salur- inn fyllist og dansinn dunar. — Þegar ldukkan er orðin rúnir lega 12, eru dömurnar fleiri en herrarnir. .... Það er dansað langt frameftir nótt. — Uti sefur græn jörðin í faðmi blárökkvaðrar vornæturkyrðarinnar. — Og æskan streymir út og inn með- an harmonikan dunar og káti kyndarinn syngur....... --------Og þegar við göng- um um borð til hvíldar, læðist ef til vill að einhverjum, óljós angurvær draumur, ofinn úr rökkurbláma angandi vomæt- ur, grábláum augum, silkihvít- um örmum og dökkum, flauels- kjól............ Næsta dag um hádegi kveðj- um við Þingeyri. o4ðua>dð. TloalUL Suomm! I norsku blaði hefir eftirfar- andi birtst: Fjórir menn sátu við spil í litlu veitingahúsi í þorpinu Vorstvaag og útvarpið var í fullum gangi í kránni. Það var verið að útvarpa hljómlist, en alt í einu hættir hún og rödd þulsins heyrist: „Hlustið! íbú- arnir í Vorstvaag, takið eftir! Hér er um björgun á mannslífi að ræða! Á leiðinni til Vorst- vaag er brjálaður maður, sem er vopnaður sjálfvirkri marg- hleypu. Hann hefir haft á orði að myrða stjúpföður konunnar sinnar, Roald Svensen að nafni, er býr í Vorstvaag. Lögreglan er á hælunum á hinum brjál- aða manni, en hefir ekki tekist að ná honum ennþá. Þessvegna eru íbúarnir i Vorstvaag vin- samlegast beðnir að aðvara Ro- ald Svensen.“ Útvarpið hélt áfram að leika liljómplötur, en einn spilaranna við borðið stóð upp náfölur og óttasleginn. Það var Roald Svensen sjálfur, maðurinn, sem aðvara skyldi. Veitingamaður- inn vill að hann gisti í veitinga- húsinu um nóttina, en það vill Svensen ekld, því dóttir hans er ein heima, og það var ómögu- legt að vita nema vitfirringur- inn réðist á liana varnarlausa og grunlausa, ef hann gæti ekki náð í Svensen sjálfan. Áður en Svensen leggur heim- til sín, klæðir hann sig í dul- búning, málar sig í framan og býr sig þannig, að liann verður með öllu óþekkjanlegur, ef hann kynni að mæta vitfirringn- um á leiðinni. Loks fær veit- ingamaðurinn lionum marg- hleypuna sína, og nú finst Sven- sen, að hann sé svo óhultur, að hann neitar allri fylgd heim til sín, — finst hann ekki þurfa hennar með. Þegar heini að liúsinu kom, sem stóð í útjaðri þorpsins, var það almyrkt þvert gegn venju, því dóttirin var vön að bíða föð- ur síns uns hann kænii heim. Svensen brá í brún, því hann hélt að vitfirringurinn væri jafnvel kominn inn i húsið á undan honum. Þessvegna lædd- ist hann á tánum upp þrepin, opnaði hurðina með hægð, hélt marghleypunni fyrir framan sig og fór að öllu með mestu aðgæslu. Alt í einu var Ijósið kveikt og Svensen sér dóttur sína standa andspænis sér og miða á sig marghleypu. Áð- ur en liann gat lcomið upp nokk- uru orði eða gefið sig til kynna liver hann var, skaut hún öllum skotunum úr byssunni, svo hann féll örendur á gólfið. Þá fyrst sá stúlkan að hún liafði orðið þeim að bana, sem hún ætlaði að bjarga. Hún hafði sjálf heyi't aðvörunina i útvarpinu og ákvað að vera reiðubúin hvað sem að höndum bæri. Hún hlóð byssu föður síns, slökti Ijósin í húsinu og svo þegar faðir henn- ar læddist inn torkendur, dul- búinn og með marghleypu í hendinni, efaðist hún ekkert um, að þetta væri morðinginn að leita föður hennar. Hún skaut — mörgum skotum meira að segja — og hæfði. Skömmu seinna náði lögregl- an í brjálaða manninn. Hann var þá í námunda við hús Sven- sens og bjóst til að brjótast inn í það. En er lögreglan kom inn í húsið, lá stúlkan meðvitund- arlaus á gólfinu við hlið hins látna föður. Svo mikið hafði henni orðið um hið óviljandi til- ræði. Nkák ALBERT FISGHER heitir danskur læknir sem er forstjóri fyrir „Carlsbergfon- dets biologislce Institut“ í Kaupmannahöfn. Þessi læknir hefir nú, eftir margra ára til- raunir, fundið upp efni, meðal, sem græðir sár á helmingi skemri tima en áður hefir þekst. Likur eru taldar á, að þetta nýja meðal muni valda byltingu ó sviði læknisfræðinnar, enda hefir það vakið heimsathygli. Sikileyjarleikurinn. Svart: W. Ritson Morry. Hvítt: Sir G. Thomas. 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. Bb5+ (Biskupinn stendur ekki vel þarna, og er því vafalaust betra að leika honum til e2 eins og venjan er), Bd7 (Rc6 virðist betra); 4. De2, Rc6; 5. o-o, g6 (Þetta er ekki rétta leiðin, eins og komið er, betra er 5......, e6 eða Rf6); 6. e5, d5 (Rétta svarið. Ef 5......, dxe þá 6. BxR, BxB; 7. De5 og setur á hrókinn á h8 og peðið á c5); 7. d4, cxd; 8. c4, dxc3 e. p.; 9. Rxc3, e6; 10. Bg5, Be7; 11. Be3, h5 (A la Nimzowitch); 12. Ra4, Rh6; 13. Rc5, BxR; 14. BxB, Rf5; 15. Hacl, g5 (Nimzowitch hlýtur að hafa snúið sér við í gröfinni út af þessari óafsak- anlegðu skemd á stöðunni. Rétt var 15....... a6 og ef 16. BxR þá BxB og síðan Dd7 og o-o-o); 16. BxR, BxB; 17. Rd4, Kd7 (Nauðsynlegt var 17. . ., RxR; 18. BxR, Dd7 og o-o-o); 18. RxR, e6xR; 19. e6+! (Einmitt þegar svart gerði sér vonir um að komast með kónginn til e6, með vinningsmöguleikum kem- ur þetta eins og „þruma úr heiðskíru lofti“), fxe; ABCDEFGH 20. De5!! (Ljómandi fallegur leikur. Svart þarf nú að verja báða reitina, d6 og g7, en getur það ekki); 20., Dg8 (Eini leikurinn, ef 20.De8 þá 21. Dg7+, Kc8; 22. Bd6!! og vinnur); 21. Dd6+, Ivc8; 22. Hfel, Hh6; 23. Bb6!!, Hh7 (Ef 23...., axB þá Hxc6+ o. s. frv.); 24. IixB+!, pxH; 25. Dxc6,+ Kb8; 26. Bd4!!, a6; 27. Db6+, Hb7 (Ef 27. Kc8 þá 28. Hcl+, Kd7; 29. Hc7+, Ke8; 30. Dc6+, Kd8; 31. HxH, DxH; 32. DxH+ og vinnur alla mennina af svörtum); 28. Be5+, gefið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.