Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 8
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ *ÍI»A\ Vitið þér — að á síðastliðnum 200 ár- um er talið að jarðskjálftar hafi orðið 3 máljónum manna að bana? — að á árunum 1910—1938 hefir orðið vart helmingi fleiri jarðskjálftakippa í heiminum en á jafnlöngum árafjölda næst áður? — að austur í Delfi á Grikk- landi hefir fundist púðurdós í konugröf, 2500 ára gömul, og að allan þenna árafjölda hefir púðurilmurinn haldist í dósinni? — að til eru vogir, sem eru svo nákvæmar, að þær geta vegið frá 1/100000 upp i 1/1000000 úr grammi. —- að fyrir tilstilli þessara vogartækja hefir tekist að mæla hvað einn punktur er þungur? — að hann vegur 0,01 úr milligrammi, en milligramm er 1/1000 úr grammi? — að jarðarkringlan er 5,5 sinnum þyngri en jafnstór vatnskúla myndi vera? — að hin ljósvana fylgi- stjarna Siríusar er 60.000 sinn- um þyngri en vatn? — að ef maður fylli líters- könnu af efni þessarar stjörnu, myndi kannan vega um 60 tonn — eða með öðrum orðum vera fullfermi á 30 bifreiðar? „Vinir mínir! Ef leikritið mitt „slær í gegn“ á leikhúsinu i kvöld, þá býð eg ykkur öllum að aflokinni sýningu i veislu á Grand Hotel. En fái leikritið slæmar viðtökur, býð eg ykkur að drekka með mér kaffi á Hafnarknæpunni!“ Að sýningunni lokinni beið skáldið í veislusalnum á Grand Hótel — en aleinn. Vinir hans allir biðu með óþreyju eftir honum á Hafnarknæpunni. • „Hvernig stóð á því, að þér voruð settir í steininn?" „Eg var svo nærsýnn.“ „Hvað eigið þér við?“ „Eg sá ekki lögregluþjóninn, þegar eg var að sópa sýningar- gluggann“ • Evrópiskur bílakaupmaður var að kaupa nokkur hundruð bíla af Henry Ford. — Þegar samningar voru undirritaðir af beggja hálfu, liélt kaupmaður- inn að verksmiðjueigandinn myndi „vökva“ kaupin eins og siður var i hans heimalandi, og jafnframt halda htla veislu. En Ford mintist ekki einu orði á neitt slíkt. „Óskið þér einhvers fleira?“ spurði Ford, því honum duldisí ekki vandræðasvipurinn á kaupmanninum. „Eg hélt nú“, viðurkendi kaupmaðurinn hreinskilnislega, „að þér mynduð minnast þess- ara samninga með ofurlitilli veislu.“ Ford leit stórum augum á kaupmanninn, og sagði mjög hæversklega, að það væri ekki siður í Bandaríkjunum. „En þá með einu glasi af víni ?“ Ford var bindindismaður. „En með sinum vindlinum handa hvorum?“ Ford reykti því miður ekki. En samt til þess að gera kaup- manninum einhverja úrlausn, bauð bílakóngurinn kaupmann- inum að fara yfir í bifreiða- geymslurnar sínar og velja þar handa sér bifreið að gjöf. Og nú varð kaupmaðurinn loks sáttur við tilveruna. • í Róm gekk klukkan vitlaust í eitt hundrað ár. Ástæðan vaU sú, að til forna voru Rómverj- ar ekki sérstaklega sterkir á svellinu, hvað útreikning á gangi himintungla snerti. En í Karthagó-stríðinu hertóku þeir sólarklukku, fluttu hana til Rómaborgar og komu« henni þar fyrir. Hitt athuguðu þeir/ ekki, að sólarklukkan svaraði ekki til landfræðilegrar legu Rómar. Það var ekki fyr en hundrað árum síðar, að i Róm var komið fyrir sólarklukku sem svaraði til legu hennar, en þá voru Rómverjar búnir að fara i hundrað ár eftir vitlausri klukku. • Eggjaheildsali í Ameríku kom inn í búð eina til að selja egg. Verslunarmaður, sem tók á móti honum, kallaði til hús- bónda síns og spurði hvort hann þyrfti á nýjum eggjum að halda. „Nei“, svaraði kaupmaður- inn, „eg hefi birgt mig upp af nýjum eggjum lil þriggja mán- aða.“ • „Eg kallaði hann fáljjána, fífl, asna, óþokka og svin, og liann ansaði mér ekki einu sinni.“ „Nei, hann er orðinn vanur þessu. Hann er nefnilega knatt- spyrnudómari.“ Hún: „Hvað heldurðu að fólkið segi, þegar það sér okk- ur saman úti á götu?“ Hann: „Það segir nátlúrlega, að þú sért smekkmanneskja.“ • I fyrrasumar var því spáð i Vera Cruz í Mexikó, að heimur- inn myndi farast. — Ibúarnir trúðu þessu og ótti þeirra braust út i giftingaæði. Alhr vildu vera giftir síðustu dagana í henni veröld. Níu hundruð hjónaefni voru gefin saman i heilagt hjónaband á einum ein- asta degi. 50 prestar voru kóf- sveittir og önnum kafnir allan daginn og alla nóttina við að gefa fólkið saman. Vera Cruz stendur enn i dag og hjónagreyin sjá lifandi skelf- ingar ósköp eftir þessu frum- hlaupi sínu. 1 borgum styrjaldarlandanna sem myrkar eru á hverju einasta kvöldi frá því stríðið liófst, liefir myndast ný hártíska. Hún er fólgin í þvi, að yfir hárið er sprautað einskonar lakkvökva sem lýsir í myrkri. Þessum sama vökva er sprautað yfir allskonar skartgripi og blóm sem slúlk- urnar bera á sér, — og núna ganga þær með dýrðarljóma um höfuðið eins og sést hefir á gömlum myndum af helgum mönnum. • Útvarpsstöð tekin með valdi. I sendisal útvarpsstöðvarinn- ar i Fall River í Bandarikjun- um kom nýlega maður, hélt marghleypu fyrir framan nefið á þulnum og skipaði honum að vera kyrrum á meðan liann héldi sjálfur ræðu. Ræðan, er hann hélt, var eldheit æsinga- ræða gegn innrás Þjóðverja í Pólland. Eftirlitsmaður, sem var að starfi við vélarnar, heyrði strax að hér var eitthvað ekki með feldu, og tók strauminn þegar af, svo að ræðumaður- varð að tala við sjálfan sig. Að þvi loknu gerði eftirlitsmaður- inn lögreglunni aðvart og hún tók ræðumanninn fastan. Kom þá í ljós, að marghleypan, sem hélt þulnum í skefjum, var ekki annað en liamarsskaft úr máluðu timbri. Lyktaði þess- um atburðum með áminningu lögreglunnar og hlátri almenn- ings. • Langt sund. I sumar sem leiS synti Banda- ríkjamaður aS nafni Clarence Gil- es 420 km. niöur eftir Yellowstone- fljótinu í Montana. Hann var 77^2 klst. aö þessu. (Birt án ábyrgéar.) * Kommúnisti (heldur ræöu): Sú stund mun koma, þegar viö mun- um allir aka um meíS einkabíl- stjóra--------- Áheyrandi (grípur fram í): Og fá bílstjórarnir líka að hafa einka- bilstjóra ? ★ Langvarandi eldsvoði. Fyrir 20 árum hófst bruni mikill í kolanámum í Wyoming i Bandar. Tvö sí'Öustu ár tókst a'Ö slökkva i 19 námum, en tíu brenna ennþá, og er vonast til að hægt verði að kæfa eldinn í þeim á þessu eða næsta ári. —- Héraðið, sem eldurinn geisar í, er talið eitt auðugasta kolahérað í Ameríku. Sum kolalögin þar eru 100 feta þykk. * Nokkur munur. Fjárhagsárið 1. júlí '39—30. júní '40 vörðu Ástralíumenn 60 milj. punda til hervæðingar, en fyrir f jór- um árurn nam sami kostnaðarliður aðeins 5 milj. punda. ★ Stríð gegn tyggigúmmíi. Fiorellá La Guardia, borgarstjóri í New York, hefir hafið mikla bar- áttu gegn tyggigúmmíi, sem skilið er eftir á „óæskilegum“ stöðum, í stað þess að láta það í sorpkörfur o. s. frv. Gistihúsin 34 við Times Square hafa reiknað út, hvar fólk skilji helst eftir tyggigúmmí sitt.. Staðirnar eru þessir, eftir „vinsæld- um“: 1. Undir borðröndum. 2. Undir stólum. 3. Sorpkörfur. 4. í blómsturpottum. 5. Troðið ofan í gólfteppi. 6. í gluggatjöldum. 7. Á veggi i símaklefum. 8. I þvotta- skálum og 9. Bak við myndaramma.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.