Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 07.07.1940, Blaðsíða 6
6 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ „Sagnir úr Grimsey" Þvi miður eru hér engin tök á að leiðrétta nefndan greinar- flokk hr. 0. CL, þvi alt er þar rangt og umsnúið frá upphafi til enda. En með því hr. O. Cl. hefir margt annað nýtilegt upp grafið og í letur fært, þá verður að sýna honum þá virðingu, að leiðrétta nokkur atriði aðeins úr 1. kaflanum. „Sagnir úr Grímsey I." er birtist i Lesbók Morgunblaðsins, 13. tbl. þ. á. Jón Selkollur var enginn til í Grímsey, en Jón selnef ur var þar til forna, og bjó á Eiðum. Hann var ekki Jónsson, eins og Oscar segir, heldur Briktíusson. Jón selnefur var ekki hálfbróðir Jóns Björnssonar Grímseyjar- formanns, heldur var Jón Björnsson faðir Jóns, sem Oscar lætur vera bróður hans. Randa- lín var ekki kona Jóns Björns- sonar, heldur var hún tengda- dóttir hans, og hún var dóttir Jóns selnefs. Var „selnefs"-nafn- ið þannig tilkomið, að þegar sel- ir láu lippi við Grímsey, klædd- er og mál manna, að nokkur grunur hafi hvilt á flutnings- mönnunum sjálfum um að þeir væru valdir að hvarfi hestsins. Þau hjónin, Halldóra og Þor- valdur, höfðu ekki búið lengi saman í Litla-Laugardal, er hún tók að drekka. Eyddist fé þeirra með ýmsu móti og kom þar að, að Þorvaldur fór frá henni til sona sinna á Barðaströnd, ör- snauður maður. Það sem eftir var æfi Hall- dóru átti hún einnig við sár- ustu fátækt að búa. Dvaldi hún hin síðustu árin hjá fósturdótt- ur sinni og manni hennar — voru þau barnmörg og fátæk. Ýmsir ættingjar Halldóru sendu henni þó gjafir og lét hún þær allar renna í bú þeirra hjóna. Var sagt að Halldóra Ibæri mótlæti sitt vel og heyrðist ald- rei mögla yfir kjörum sinum, kvaðst jafnan hafa átt meira og verra skilið. Einhverju sinni varð bónilan- um á, áð bregða Halldóru um hennar fyrra líferni. Brást hún þá reið við og sagði: „Þegiðu, vítisgikkurinn. Guð á með að dæma og fyrirgefa." Endalok Halldóru eru alment sögð þau, að hún dæi örvasa gamalmenni, árið 1780, liggj- andi á reiðingstorfu á kotbýl- inu Litla-Laugardal í Tálkna- firði. Jón úr Vör. ist Jón i „selbelg", skreið þar til er selir lágu 6g tók þá fang- brögðum. Eitt sinn lenti Jón í kasti við einn gríðarstóran, rauðhöfðóttan. Sá var verstur viðureignar, því hann beit nefið af Jóni. Eftir það var Jón „sel- nefur" heitinn. O. Cl. segir í nefndri grein: „Einn son játti Jón Selkollur er Antoníus hét og ekki annað barna, og sagt er hann líktist föður sínum mjög um f jölkyngi og aðra varmensku." Þótt ógerningur megi teljast, að eltast við svona endileysu, þá skal þess þó getið, að Antonius var ekki sonur Jóns „Selkolls", heldur Jóns Jónssonar stólpa, hreppstjóra í Grímsey, er fórst við Húnsnes á Skaga, haust- ið 1730, og fyrri konu hans, Randalínar Jónsdóttur. Anton- íus var ekki einbirni eins og 0. Cl. segir, heldur voru systkyni hans: síra Björn er prestur var í Grímsey um ellefu ára skeið (1735—1746), og Steinunn (Galdra-Steinunn) er giftist Magnúsi Jónssyni, bróður Ein- ars föður síra Magnúsar Einars- sonar á Tjörn í Svarfaðardal. Sonur síra Björns bróður Ant- oníusar var síra Snorri í Hof- staðaþingum, fæddur í Grímsey 7. des. 1744; en sá Snorri var faðir sira Árna á Felli í Sléttu- hlíð, síðar á Tjörn í Svarfaðar- dal og Sigurðar sýslumanns að Stóru-Gilsá í Húnavatnssýslu. (Fékk Húnavatnssýslu 1806). Síra Björn átti fjölda barna. Meðal þeirra var Jón „snikkari", fæddur 1747, bóndi á Lóni í Viðvíkursveit, dó 25. ágúst 1819, tvígiftur; átti fjölda barna. Yngstur þeirra var Pétur, f. i ágúst 1800, bjó á Syðri-Brekk- um og Hofstöðum lengi, var tvisvar hreppstjóri, dó 24. mars 1898, 98 ára gamall. Giftist 17. okt. 1832, Sigríði Björnsdóttur, sem dó 29. ágúst 1875, og var hún ekkja eftir Jón Sveinsson á Brekkum. Þeirra synir Björn og Sigurður á Hofsstöðum, merkisbændur. Sigurður á Hofstöðum fæddur 3. júní 1843, bjó óðalsbúi á Hofstöðum fram á 20. öld; átti Björgu Jónsdóttur prófasts í Glaumbæ, Hallsson- ar. Dóttir Sigurðar á Hofsstöð- umogkonu hansBjargar er Sig- riður Lovísa, kona Björns Jós- epssonar héraðslæknis í Húsa- vík S.-Þing. einbirni. Jón stólpi var af ætt Möðruvellinga. Hann var fæddur í Grimsey 1684, son- ur Jóns Björnssonar Grímseyar- formanns (f. 1651) bónda á Borgum í Grímsey, Jónssonar Grímseyarformanns Halldórs- sonar Grimseyarformanns Jóns- sonar. Kona Jóns Börnssonar, en móðir Jóns Stólpa, hét Helga Pétursdóttir (f. 1663). Systkini Jóns stólpa voru þessi: Pétur, Anna, Vigdís, Ragnheiður og Kristín. Var til þess tekið hvað alt þetta fölk bar af öðrum að líkamlegu atgervi og gáfum. Á margt merkisfólk um land alt kyn sitt að rekja til afkomenda þessara hjóna, þótt engir þeirra séu nú i Grímsey. Fyrri kona Jóns stólpa var Randalín (f. 1683), dóttir Jóns selsnefs á Eiðum í Grímsey. Móðir Randa- linar, en kona Jóns selnefs, hét Steinunn Bjarnadóttir (fædd 1645). Siðari kona Jóns stólpa var Þuríður Helgadóttir frá Róðuhúsum, Einarssonar frá Melgerði Jónssonar. Þau voru barnlaus og bjuggu á Básum i Grímsey, og þar bjuggu þau 1730, er Jón fórst. Þuríður flutt- ist til lands og giftist tvisvar eft- ir lát manns síns, en var bafn- laus með öllum mönnum sínum. Antoníus Jónsson, hinn frægi galdramaður, bjó aldrei í Sand- vík eins og sagnir O. Cl. herma. Hann var alla sína ævi í Syðri- Grenivík, fæddist þar og dó. — Það var ekki Jón Björnsson sem f órst við Neðranes á Skaga árið 1730, eins og O. Cl. segir, því hann (J. B.) var þá dauður fyrir 23 árum. En það var Jón stólpi, sonur Jóns Björnssonar er fórst þar, en hann nefnir Oscar „Selkoll" og segir hann vera hálfbróðir Jóns Björnsson- ar (föður síns!) Og það var ekki um „vorið fyrir sumarmál", sem slysið varð, heldur um haustið; og það var ekki áttær- ingur sem fórst, heldur sexær- ingur. Konan í Neðranesi hét ekki Sigþrúður heldur Herþrúð- ur og hún var Þorbjarnardóttir. Hún var ekki ekkja og hafði og hafði ekki mist mann sinn í sjóinn. Maður hennar var spil- lifandi og á þurru landi, hét Einar Halldórsson og kemur mjög við sögu í því Ijóta og umfangsmikla glæpamáli er af slysinu leiddi. Auk þess var „Þrúða" ekki ólétt er þetta skeði, eins og Óscar segir, því hún var komin úr barneign. Hún bar þvi engan Jón undir belti og eignaðist engan Nonna Þrúðar-kyllir. — Það voru ekki ferðamenn „utan af Skaga", sem fundu Jón, heldur bænd- urnir í Efra- og Neðranesi, Árni Jónsson og Einar Halldórsson, maður Þrúðu. Bóndinn á Mallandi var ekki sektaður um 10 hundruð á Landsvísu, eins og O. Cl. segir. Það voru allir sýknaðir i þessu ljóta máh, nema hjónin i Neðra- nesi sem dæmd voru i geysifé- sektir, sem þau gátu ekki greitt, og voru því hýdd stórhýðingu á manntalsþingi á Skefilsstöðum, er næst gekk lífi þeirra, 2. maí- mánaðar árið 1731. 1 þingbókum Hegranessýslu nr. 794 á Þjóðskjalasafninu, má sjá allan gang þessa máls. Gat eg þessa ítarlega i grein minni um Kolbeinsey í III. hef ti Eim- reiðarinnar 1933. Sömuleiðis hefir herra Finnur Sigmunds- son landsbókavörður, afritað allan gang þessa máls, orðrétt úr þingbókunum, og var það prentað í Nýja-Dagblaðinu í febr. 1935. Ættu fræðimenn jafnan að fylgja dæmi Ara Þorgilssonar fróða, og gæta ávalt þess „er réttara reynist". Að lokum skal þess getið, að sá er þetta ritar hefir óyggjandi sannanir fyrir, að Jón sá frá Básum í Grímsey er formaður var á skipi því er fórst við Húns- nes á Skaga i sept. 1730, og á land komst lifandi, yar sá hinn sami og kallaður var „stólpi" vegna Kolbeinseyjarferða sinna. Bréfaskifti varðandi skipbrotið og þau illræmdu málaf erli er af því risu, fóru fram milli séra Ólafs Þórarinssonar, er var þjónandi prestur í Grímsey á þessum tímum og héraðspró- fastsins í Hegranesþingi, séra Sæmundar Magnússonar, ásamt hreppstjórunum, Guðmundi Ei- ríkssyni og Jóni Jónssyni, er báðir bjuggu í Ketu. Þar segir séra 0. Þ. Grímseyjarprestur meðal annars: —---------„þa erru þeira forgieingnu oc i gude sobnudu Æyiarinnar innbyggia, quera lík öll at landi uppdrivu oc i cristina maiia reit til upp- risu quila, nebnilega Jon Ions- son hrieppstiore oc buande a Baesum, kalladr Stollpe oc for- madr bædi nu oc suidvanlig oc þat sitt sexarings kolbeinsaeiar- far quert med þeim siohrokktu monum at landi bar oc bevisast at í spon brotnad hava muni" — Þar eru einnig tilgreind nöfn allra háseta Jóns. Hér hefir aðeins verið leið- rétt lítið eitt úr I. kafla hr. O. CI. „Sagnir úr Grímsey" er byrjuðu í 13. tbl. Lesbókar Mbl. þ. á. Síðari kaflarnir fjórir verða ekki leiðréttir. Þeir eru að því leyti óhyggilegri, að þeir eru framhald af þeim fyrsta. Reykjavík, 21. júní, 1940. Jochum M. Eggertsson.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.