Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 fyrra voru hermdarverk af hálfu írskra sjálfstæðissinna næstum daglegir atburöir og lögreglan átti fult í fangi meS aö rannsaka skemdarstarf þeirra og komast fyrir um uppruna þeirra. Á myndinni sjást breskir lögreglumenn vera aö rannsaka brú í London, er orSiS hafSi fyrir skemdum af sprengju. inu Smythe á gistihÖll einni, en daginn sem hann lók sér far til Noregs, rakaði liann af sér skeggið og laumaðist út um bak- dyr, sem starfsfólk gistihússins gekk venjulega um. Hinn raun- verulegi Landy fór síðan með járnbraut til Cliicago til að leiða bresku njósnarana á villistigu á meðan Sir Roger kæmist óáreitt- ur og óséður af landi burt. Bragðið liepnaðist og hepnin elti Sir Roger Casement enn um stund. Hann komst heilu og höldnu til Oslo, sem í þann mund hét Kristjanía. Þann 28. okt. kom hann eftir hálfsmán- aðar sjóferð til Kristjaníu og kl. 2 um nóttina baðst liann gist- ingar í Grandhótel undir nafn- inu Landy. Hafi hann hinsveg- ar treyst því, að hafa leitt hresku leyniþjónustuna endanlega á villustigu og talið sig sloppinn úr klóm þeirra, þá hefir lionum skjátlast hrapallega. Það liðu ekki nema örfáar klukkustundir uns njósnararnir komust að raun um, að þeir höfðu verið gahbaðir og þeir voru fljótir að átta sig á, hvernig í hlutunum lá. Þess vegna var það, að fyrsta daginn, kl. 11 fyrir hádegi, þeg- ar Sir Roger var á leið til þýska sendiherrans, varð hann þess strax var, að hann var eltur. Hann fór inn í nokkurar versl- anir á leiðinni til að kaupa ým- islegt smávegis, en þegar hann kom aftur út, varð hann þess var að sami maðurinn beið ávalt fyrir utan dyrnar og fór svo í humátt á eftir honum. Þegar liann kom aftur frá hústað þýska sendiherrans, hélt hann þann dag kyrru fyrir í gistihús- inu, en sendi fylgdarmann sinn, Adler Christensen út til að ann- ast nokkur erindi fyrir sig. Niðri í anddyri gistihallarinnar gekk maður í veginn fyrir Chris- ensen og spurði hann á enskri tungu, hvenær hann hafi kom- ið og spúrði hvort hann vildi ekki fara með sér í skemtigöngu. Christensen tólc að gruna margt en lét þó tilleiðast að fara með honum, því hann vikli gjarna ganga úr skugga um, hvort grunur sinn væri á nokkurum rökum bygður eða ekki. Það fór líka svo sem hann grunaði, því þeir voru naumast komnir út á götu fyr en maðurinn bendir bíl að staðnæmast og upp í hann fara þeir. Ekillinn stöðvar bif- reiðina fyrir framan stórliýsi í Drammensvej, sem Christensen komst von bráðar að raun um, að var breski sendiherrabústað- urinn. Þegar inn í liúsið kom, var hann leiddur fyrir mann sem vildi fá að vita, hvað maður sá héti réttu nafni, er kallaði sig James E. Landy og hefði komið síðastliðna nótt með Oskari II. frá Ameríku. Þegar Christensen sagðist ekki geta gefið neinar upplýsingar um þetta, þar eð hann þekti manninn alls ekki, var honum heitið hárri þóknun ef hann gæti grafist fyrir um hver maðurinn væri og í livaða erindum hann væri kominn til Noregs. Þetta var upphafið á hinu harðvítuga einvígi milli Sir Roger Casement og sendiherra Breta í Kristjaníu, M. Mc. Find- lay. Á meðan Sir Roger beið eftir vegabréfsáritun til Þýskalands, lét breski ræðismaðurinn strax daginn eftir gera boð fyrir Adler Christensen og talaði við hann sjálfur undir f jögur augu. Sendi- berrann sagðist þegar vita hvað hann héti, nafn hans væri Adler Christensen, og maðurinn sem liann væri í þjónustu lijá, liéti ekki James E. Landy, heldur væri það enginn annar en írski byltingasinninn Sir Roger Case- ment, sem væri á leið til Þýslca- lands með það fyrir augum, að fá aðstoð Þjóðverja til handa irskum byltingamönnum, er væru í þann veginn að gera upp- reisn. Sennilega hefir Findlay farið þess á Ieit við Christensen, að hann kæmi Sir Roger fyrir kattarnef, en svo mikið er vist, að liann gaf honum 25 krónur í bílkostnað og bað hann að koma til sín aftur daginn eftir. Cliristensen sagði húshónda sínum og velgerðmanni frá öllu er fyrir hann liafði borið, án. þess að draga dul á neitt, og dag- inn eftir fór hann, i fullu sam- ráði við Sir Roger, til breska sendiherrans. Þar voru honum boðin 5000 sterlingspund fyrir að svíkja sir Roger í hendur Englendingum, og liann skyldi fá þau greidd á þeim degi, er byltingaseggurinn næðist. Chris- tensen bað um skriflegt loforð fyrir þessu, en um það var hon- um synjað. Hinsvegar lét sendi- herrann honum í téheimilisfang, þangað sem Christensen gæti ó- hikað sent upplýsingar sínar án þess að vekja með þeim grun. Að skilnaði gaf sendiherrann honum 100 krónur. Þegar Christensen kom lil gistihússins að aflokinni þessari viðburðaríku ferð, skýrði hann Sir Roger út í ystu æsar frá því er gerðist á sendilierraskrifstof- unni bresku, en þar sem vega- bréfsáritanirnar til Þýskalands voi'u fengnar, fóru þeir báðir, Sir Roger Casement og Adler Cristensen án þess að sá síðar- nefndi ætti fleiri viðræður við Findlay sendiherra. Þegar þeir komu til Berlínarborgar, fór Ad- ler ó skrifstofu aðalræðismanns Bandarikjanna og skýrði þar frá viðræðum sinum við breska sendiherrann í Kristjaníu. Skýrsla þessi er bókuð í skjölum ræðismannsins og undirskrifuð 9. april 1915 af F. Versen, vara- ræðismanni Bandaríkjanna í Berlín. Áður en langt leið, tókst Christensen þó að ná hinu skrif- lega greiðsluloforði breska sendiherrans í Kristjaníu, sem lionum lék svo mjög liugur á að fá. Þetta alræmda Findlay- bréf, sem svo oft hefir komið við sögu siðan, er svoliljóðandi: Breska sendiherraskrifstofan. Kristjania (Noregi). Fyrir hönd bresku ríkisstjórn- arinnar lofa eg, ef það tekst að handsama Sir Roger Casement, fyrir tilstilli upplýsinga frá Ad- ler Christensen, að greiða nefnd- um Adler Christensen 5000 sterl- ingspund hvenær sem hann ósk- ar þess. Ennfremur skal Adler Chris- tensen veitt full vernd og fá ó- keypis ferð til Bandaríkjanna ef hann æskir þess. M. Mc. Findlay fyrir hönd bresku ríkisstj. Bretar hafa fullyrt að bréfið væri falsað, en það skiftir ekki svo miklu máli hvort það er ó- falsað eða ekki, en það og saga þess sýnir Ijóslega að sir Roger gat sig ekki hreyft öðruvísi en að breska leyniþjónustan vissi um allar ferðir hans og fyrir- ætlanir. Þegar Christensen kom aftur frá Kristjailíu með bréf Find- lay’s milli handanna, fór liann með ]>að til utam(íkismálaráðu- neytisins í Berlin og bað það, vegna þess að Sir Roger var far- inn á brott að koma því sem allra fyrst til hans. En utanríkis- málaráðuneytinu kom alls ekki til liugar að skila bréfinu, heldur lagði á það eignar- hald, án samþykkis Sir Rog-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.