Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ alt til, a‘ð hafa farið hana. Þann- ig var mál með vexti, að eg liafði um nokkurra ára skeið — núna blygðast eg mín fvrir að segja frá því — verið saupsáttur við nágranna minn, bónda einn í þorpinu. Tilefnið var ekki ann- að en hörð orðasenna út af engu — eða svo litlu, að eg man ekki ft-amar af hverju hún var. Svo jókst þetta koll af kolli gegnum misskilninga og tilviljanir, uns fullur fjandsþapur var risinn á milli okkar. Þrátt fyrir að sökin væri síður mín en hans, gerði eg liverja tilraunina á fætur ann- arri til að sættast við hann. Eg sendi hvern nágranna minn á fætur öðrum til að leita sátta við hann, en þeir hrukku af hon- um eins og liögl af stáli. Hann reyndi að særa mig við hvert tækifæri sem honum bauðst, og þó að liann tæki undir kveðju mína, þá var kveðjan svo köld og augnaráðið nístandi, að lirollur fór um mig. Hann kom aldrei til minnar kirkju, en sótti kirkju til annars prests, að mér var sagt. Þá bar það við dag nokkurn í óveðursútliti, að eg varð að skreppa burt í bifreiðinni minni. Bráðum féllu fyrshi stóru drop- arnir og i vestrinu lirönnuðust koldimmir skýjabólstrar upp á himininn. Þá sá eg alt i einu hvar fjandmaður minn kom ut- an af ökrunum og stefndi í veg- inn fyrir mig. Hann viðurkendi seinna fyrir mér, að hann hefði alls ekki ]>ekt mig fyr en um seinan. Eg hugsaði aftur á ipóti með sjálfum mér: „Þetta er ráð- stöfun guðs,“ og bað liann að leggja mér rétt orð í munn á Jiessu veigamikla augnabliki, svo eg gæti gert óvin minn að vini. Bæn mín var heyrð. Eg opnaði dyrnar á bifreiðinni minni og bauð bóndanum inn. Hann ]>áði boðið og settist. I fyrstu var hann vandræðalegur og virtist blygðast sin fvrir að hafa þegið boðið. Verst gekk þó að fitja upp á einhverju samræðuefni. Loks herti eg upp hugann og tók að ræða af fullri djörfung um deilu okkar og fjandskap. Eg gal þess hvað mér þætti leiðinlegt, bæði vegna okkar beggja og vegna sóknarinnar í heild, að við skyldum endilega þurfa að vera á öndverðum meiði. Jafnframt bað eg hann innilega afsökunar á þvi sem eg hafði gert á hluta hans, eða honum til skapraunar. Þetta reyndist rétti lykillinn að læsingunni. Bóndinn dró hið annars kúldalega auga sitt i pung og sagði: „Nei, sökin var min, preatur góður. Mér leiddist þt ttft þras okkar alt&f, ?n eg gat Hernaðarskýrslan. Smásaga eftir Iwan Sworykin. Alburðurinn sem hér ræðir uni, skeði í Pétursborg í mars- mánuði 1840. Sumir gætu ætlað að sagan væri uppspuni einn, en hún er sönn. Þennan marsmánaðardag bélt sveit úr 3. herfylkinu vörð um Vetrarhöllina — bústað Niku- lásar I. Rússakeisara. Veðrið hélst gott fram eftir deginum en um kvöldið hvesti á vcstan og særokið þyrlaðist yfir borg- ina og öldur gengu frá liafi inn yfir ísilagða Newána. Víða brotnaði ísinn á ánni, en rigning og krapi skófst yfir á glugga Vetrarhallarinnar. í varðskýlinu var hlýtt og notalegt og liver varðmaður var samkvæmt fyr- irmælum á sínum stað. Fyrir- liðinn, Nikolai Iwanowitsch Miller liöfuðsmaður, var búinn að heita sjálfum sér rólegri nótt. Undir miðnæltið ballaði hann sér makindalega aftur í leður- fóðraðan foringjastólinn, nældi vasaklútnum með títuprjónum á óhreint stólbakið og tók að lesa í bók að gömlum vana. Þessi ungi böfuðsmaður var áhang- andi mannúðarlífsstefnunnar enda þótt hann vissi að það myndi ekki verða sér til ncinna nytja.í framtiðinni. Um þrjúleytið um nóttina, ruddist einn undirforingjanna inn til hans með gauragangi og öskraði upp í mikilli hugar- æsingu: „Ógæfa, lierra liöfuðsmaður, ógæfa!“ „Hvað segirðu?“ „Óheillaatvik, herra höfuðs- einhvernveginn ekki fengið af mér að hætta fyr en nú. ()g til þess að bæla fyrir brol mitt, ætla eg að biðja þig, preslur, ef þú reksl einhverntma á fátæk- an vesaling eða einhverja bág- stadda veru að senda hana til mín.“ Úti leiftruðu eldingarnar. þrumurnar drundu og regnið buldi látlaust á rúðum bifreið- arinnár, en inni var friður sam- inn eftir margra ára fjandskap. Eg vona að síðustu, að lesend- urnir skilji það, að vegna allra þessara dásamlegu alvika sem eg lifði með gömlu bifreiðinni minni, þá sé bún mér miklu. kærari en sú nýja, euda þótt hún. hafi verið fánýtur garmur I ftugum héídra fólks, (Þýtt), maður, stundi hermaðurinn upp. Það virtist sem að hann næði ekki neinu samliengi í frásögn sína og ætti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Loks tókst höf- uðsmanninum þó að fá sam- liengi í fnásögn undirforingjans og fá nokkurn veginn skýra mvnd af því sem gerst hafði um nóltina: Postnikow, óbreyttur liðs- maður, er stóð vörð við eitt hall- argarðsliliðið, því er sneri út að bökkum Newafljótsins, lieyrði alt í einu Um nóttina, að kallað var á hjálp. Það var maður að drukna í ánni. Postnikow svip- aðist um eftir einhverjum sem gæti komið hinum hjálparvana til aðstoðar. En þarna á breið- um en illa upplýstum árbakk- anum var ekki neina hræðu að sjá. Neyðarópin heyrðust án af- láts, en dró þó smám saman úr jieim eins og að máttur hins druknaða mans væri að dvína. Að lítilli stundu liðinni hlaut Iiann að gefa upp andann ef hon- um bærist ekki hjálp. Ilinn góðhjartaði hermaður vissi ekki silt rjúkandi ráð: Það var að vísu liægðarleikur að bjarga manninum úr ánni; það þurfti ekki annað en hlaupa niður stíg- inn meðfram bakkahleðslunni. og rétta honum byssuskeftið. En Postnikow mátti ekki undir neinum kringumstæðum vikja af verðinum, hvað sem í liúfi var. Honum stóð lagabókstaf- urinn, herrétturinn, hýðingar- svipan og fangelsið ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. En þegar hann heyrði hljóðið berast æ neðar eftir ánni og nær sér, og vissi að það vöru ekki nema nokkur skref að þessum hjálp- arvana, deyjandi manni, slóðsl Jiann ekki mátið Iengur, hann leit flóttalega í kring um sig, hljóp niður árstíginn og gal gripið í manninn, sem marraði í hálfu kafi niður ána. Þegar hann var að enda við að draga meðvitundarlausan manninn upp á árbakkann, kom þar að sleði á fleygiferð og í aftursæti hans sat einkennisklæddur mað- ur. Þegar hann sá mennina standa þarna báða holdvota, lét hann stöðva sleðann. „Hvað er um ftð vem?“ spurðj hann höstugt. „Maðurinn var að drukna“, svaraðj PostnfkQW Qg benti ú manninn þar sem hann lá með- vitundarlaus í snjónum. Svo flýtti hann sér á varðstaðinn sinn aftur. Einkennisldæddi maðurinn dröslaði þeim með- vitundarlausa upp í sleðann til sín og ólc með hann til næstu lögregluvarðstofu þar sem hann gaf í skyn að hann hefði bjargað^ manninum frá druknun og lmgði til góðra gjalda fyrir, þvi að ekki gat sá meðvitundarlausi vitað hver liafði bjargað honum. Lögreglumanninum sem yfir- heyrði komumann, þótti liann vera grunsamlega þur eftir þetta björgunarafrek. Honum þótti á- stæða til að vekja vfirlögreglu- manninn. * Um þessa hlið málsins var enn ekkert kunnugt meðal hall- arvarðliðsins. Það var hinsvegar vitað, að Postnikow, óbreyttur liðsmaður, hafði farið brott af varðstað sínum, til þess að bjarga einhverjum. Þessi hrap- arlega yfirsjón kom ekki aðeins niður á þeim seka sjálfum, held- ur og lílca á yfirboðurum hans. Postnikow, sem nötraði og skalf af kulda, var án tafar fluttur til yfirheyrslu inn í foringjastofu Millers höfuðsmanns. Þar sem varðmaðurinn skýrði frá þvi, að einhver ókunnur maður hefði tekið þann meðvitundarlausa að sér og ætlað að koma honum til næstu lögregluvarðstofu, taldi höfuðsmaðurinn víst, að lög- reglustjóra borgarínnar yrði skýrt frá atburðinum í býti um morguninn, og að hann myndi segja keisaranum sjálfum frá þessu. Það var ekki til selunnar boðið. Miller höfuðsmaður sendi skyndiboða til lierdedldarfor- ingjans með eindregna ósk að hann kæmi í eigin persónu á varðstöð keisarahallarinnar. Swinjin ofursti var í eðli sínu hjarlagóður maður, en liann var þó öðrum fremur samvisku- samur hermaður, strangur og óvæginn gagnvart hverskonar yfirsjónum Hann aðhyltist eng- anveginn mannúðar-lífsstefnu Millers höfuðsmanns, og hallar- verðirnir gátu sér nokkurn veg- inn til, hverja útreið Postnikow vesalingurinn myndi fá. Það var um fjögur leytið um morgun- inn sem hann kom bálvondur til hallarvörslunnar. Postnikow var tekinn til yfirheyrslu og þar jútaöi bann aftuy og aftur sök*.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.