Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 8
VÍSffi SUNNUDAGSBLAÐ SÍI»\\ Vitið þér — að það tekur mann þrjár klukkstundir að ganga Fifth Avenue í New-York á enda? — að Viktoría Englandsdrotn- ing trúði þvi statt og stöðugt, að konungsættin breska gæti rakið ættina alla leið aftur lil Davíðs konungs, þess sem harðist við Golíat? — að lengstu landamæri, sem til eru ixiilli tveggja landa, eru á milli Bandai’íkjanna og Kanada, og að á þessuin landamærum eru hvoi’ki hervörður né virki? — að flest skáld hafa unnið best á 30. aldursári, stjörnu- fræðingar á 43, ári, efnafiæð- ingar á árunum frá 28 ára ti1 32 ára aldurs, stærðfræðingar 34—48 ára, eðlisfi-æðingar 30— 34 ára, uppfinningamenn 31— 38 ára og í'ithöfundar á aldrin- um fi’á 33 til 37 ára aldurs? — að i svöluhreiðrum er það algengt að tveir kax’lfuglar og einn kvenfugl gæti eggjanna og annist fóður fyrir ungana. — að tveir vísindamenn frá Vín hafa fundið upp aðferð til að „sjóða“ mat í frosnu vatni? — að ítalski dansinn, Taran- tella, dregur nafn af skordýri sem tarantel heitir? — að stung- ur þessa dýrs voru eiti’aðar? — • og að fólk sem hafði orðið fyrir slíki’i eiturstungu, dansaði tar- antelladansinn í þeirri trú, að með snöggum hreyfingum dans- ins gæti það vai’ist svefnsýkinni, sem orsakast af stungu taran- tellanna? — að í Abessiníu vex jurt, sem innfæddir drekka sevði af þegar þá svengir en geta ekki aílað sér matar? — að seyði þessarar jurtar deyfir sultartilfinning- una? „Eg treysti konum aldrei framar. Aldrei “ „Hversvegna ekki?“ „Veistu nú hvað. I gær aug- lýsti eg eftir konu í Vísi, og hver heldurðu að hafi gefið sig fyrst f ram ?“ „Hvernig ætti eg að vita það?“ „Það var unnustan mín.“ Ancliégur afkomandi heim- spekinganna og rökfræðinganna Descartes og Pascal’s hefir ný- F1I18TI 8HJOR SuriiariS hefir veriö kalt og haustblærinn er óöuni aö færast yfir jöröina. í fjöll snjóar stund- unt á nóttunni. og þessi mynd sýnir sumar- snjó á Skriöu fyrir sunnan Skjaldbreið. — Myndin var tekin þar uni síöustu helfifi. lega látið til sin lieyra i frönsku hernaðartímariti á þessa leið: Fyrir karlmann er um tvenl að ræða. Annaðhvort er hann kallaður í herþjónustu, eða liann er það ekki. Sé maður kallaður í lierþjónustu er aftur um tvent að ræða: Annaðhvort er maður kominn til vígstöðvanna eða maður er á leiðinni þangað. Ef maður er á leiðinni lil vigstöðv- anna, er ekkert við þvi að segja. Sé maður á vigstöðvunum er um tvent að ræða: Maðurinn er annaðhvorl i framsveitunum eða i varaliðinu. Ef maður er í varahðinu er ekkert við þvi að segja, en ef maður er í framlið- inu er um tvent að ræða: Annað- livort herst maður eða lierst ekki. Berjist maður ekki, er ekk- ert við því að segja, en ef maður herst er aftur um tvent að ræða: Annaðhvort særist maður eða særist ekki. Ef maður særisl ekki, er ekkert við því að segja, en særist maður hinsvegar, þá er um tvent að ræða: Annað- hvort særist maður mikið eða lítið. Særist maður lílið, er ekk- ert við því að segja, en særisl maður mikið er um tvent að ræða: Annaðhvort lifir sjúk- lingurinn eða deyr. Lifi sjúk- lingurinn er ekkert við því að segja, en deyi hann, er óhætt að ganga út frá þvi sem vísu, að hann berjist aldrei framar. • í London er lil leikhús eitf, sem er með því marki brent, að Jiað varð í hvert sinn sem leikið var í þvi, að teikna hring á miðju gólfi sem leikendurnir máttu ekki ganga inn í, eða með öðrum orðum, ekki segja eitt einasta orð inni í hringnum. Ef þeir gerðu það, endurkastaðist hljóð- ið aftur til nokkurra hekkja á áhorfendasvæðinu á þann liátt, að það heyrðist þar ekkert nema ískur og hræðileg óhljóð. Orsökin til þessa óhljóðs er hergmál inni í salnum. Þelta er allvíða til í stórum salarkynn- um, þó að ekki sé það í jafnrík- um mæli, sem i þessu enska leik- Iiúsi. Þar sem bergmálsgallar eins og þessi eru með öllu óhæfir taldir í nýtísku kvikmyndahús- um, hljómhöllum og leikliús- um, þá eru sérfræðingar fengnir lil þess að mæla áhrif hljóðs á loft og veggi, og ef það er ekki nema lítill punktur sem veldur hergmáli, þá er bætt úr Jiví, með Jiví að einangra þenna hlett með sérstöku hljóðeinangrunarefni. Þetta er kallað að „di’epa“ berg- málsbylgjuniar, eða með öðrum orðum að breyta þeim i hita. Einhver léttlyndasti skóli sem sögur fara af, er í Mohacs i Ungverjalandi. Þar eru Sigeunar ncmendur og Sígeunar kennar- ar. Það sem vekur el'tirtekt l'lestra sem koma í skólann ei- Jiað, að næstum allir nemend- urnir — Jieir eru á aldrinum frá 5—12 ára — reykja vindlinga í kenslustundunum. Það er ekki kent inni í húsi, lieldur úti í geypi-stórum garði og hörnun- um er skift eftir aldri og náms- hæfileikum niður í sitt hvert horn eða skika í garðinum. Það eru ekki gerðar aðrar kröfur til nemendanna en þær, að Jieir geti lesið, skrifað og reiknað stórslysalítið. Nenni eitthvert barnanna ekki að læra eða sé Jiað óþekt, bíður Jiess sú hræði- lega hegning, að vindlingurinn er tekinn af því, og það fær ekki að reykja fyr en Jiað hefir hætt ráð sitt. Hótunin um Jiessa hegn- ingu er í augum harnanna svo mikilvæg, að hún ein nægir til þess, að Jiað hlítir skipunum kennarans. Börnunum er leyft að laka uppálialds leikfangið með sér í kenslustundina — en Jiað er fiðla. Og bæði í kenslustundun- um sjálfum, og eins utan þeirra, leika börnin á fiðlu eða Jiau dansa hringdansa. • Stórkaupmaður einn hauð negrajijóni sínum staup af vín- hlöndu, sem hann hafði búið til. „Hvernig hragðast þér drykk- urinn?“ spurði kaupmaðurinn. „Ágætlega, kaupmaður góð- ur“, svaraði negrinn, „ef hann hefði verið ofurlítið verri, hefði hann gert út af við mig, ef hann hefði verið ofurlítið betri, hefði eg ekki fengið hann.“ í Hollywood voru blaðaljós- myndararnir svo ósvífnir, að taka ekki nægilegt tillit lil liinn. ar nýju upprennandifilmstjörnu Gloriu Stewart, svo það fauk í hana og hún hét því með sjálfri sér, að hún skyldi vekja á sér svo milda athygli, að hlaðaljós- myndarar yrðu snarvitlausir af löngun lil að taka af sér mynd- ir og Hollywood færi öll á ann- an endann. Að svo húnu vigtaði hún sig, og sá á vogarmælinum að liún vó 59 kg. Hún fékk ennfremúr vitneskju um það, að burðar- gjald undir 59 kg. Jiungan böggul kostar 245 dollara með flugpósti í Bandaríkjunum. Einn góðan veðurdag kom ungfrú Gloria Stewart spígspor- andi inn á ílugvöllinn í Holly- wood og sagðist ætla að senda sjálfa sig í flugpósti. Til frekari itrekunar tók hún 24.500 1 sents frímerki upp úr vasa sínum og sýndi þau. Flugmennirnir, sem orðnir voru vanir allskonar sér- visku og uppátækjum hjá kvik- myndasljörnunum í Hollywood, stóðu gapandi af undrun og gersamlega ráðþrota frammi fyrir Jiessari kvensnift. Þeir tóku í skyndi saman ráð sín Jiar sem ekki var gert ráð fyrir lif- andi póstpökkum í pósllögum Bandaríkjanna, og ákváðu lolcs að flytja liana í högglapósti, samkvæmt ósk hennar. Það leið heldur ekki á löngu uns tugir Ijósmyndara söfnuð- ust utan um þenna nýstárlega flugböggul og ljósmynduðu hana frá öllum hliðum. Gloria Stewart var í einni svipan orðin fræg og draumur hennar rættur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.