Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 01.09.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 1. september 35. blaö ••« • Péíur Benteinsson: Nýja stjarnan. Of blóðvelli stórvelda blilcar hún enn frá Betlehem, stjarnan, sem fortíðarmenn að friðarins forboða gjörðu. Á tímanna rás ijfir tvö þúsund ár hún tindrandi skein eins og bros gegnum tár við játendum sinum á jörðu. Það skeður hér einatt við aldanna ris, að einingin gengur þar nokkurs á mis og samúðin víkur úr vegi; því annar sér heiminn sem hyllingalönd, en hinn eins. og duftið á genginni strönd, Þeir sættast á deyjanda degi. En aldirnar fengu sinn eyðingarkross að erfðum, og löggiltu Júdasarkoss í viðskiftum vinþjóða milli, sem reistu sér háborg á Hauskúpuslað með höggstokk og kross til að uppræta það, sem afrækti harðstjórans hylli. Það menningar gjaldþrot er megnasta böl, er morðvopnin leggur og þegnanna kvöl við síðustu glapráðagjöldin, og arðvonin tvísýn af ávöxtum þeim, sem úrslitin færa því ríkinu heim, sem tekur sér viðreisnarvöldin. Það leikið var forðum, að jafna við jörð þá Jórsalaborg, sem að Drottni var gjörð til heiðurs af háleitum anda. Svo fer það, sem aldirnar byggja sér besl, að bölvisu drápsöflin leika það verst. við ásælni auðugra landa. En hvenær mun samvirk og samhuga öld hér setjast dÖ löndum og taka sér völd i alriki mannlegrar iðju? Uvort hyllir nú undir þá hamingjuslund, er heimurinn leggur sitt vöxtunarpund í guðanna góðverkasmiðju? Ef aldirnar fella sinn örlagadóm, fer eyðingin jafnt yfir Hellas og Róm, uns hvergi rís steinn yfir steini. Það reynisl svq ennþá um Eden á jörð, að ofstjórnin heldur þar nærgætinn vörð, en höggormur liggur í leyni. Hvað boðar hún, stjarnan, sem kjarnanum slær á blóðvelli nútímans, heiðríkjuskær frá norðursins hávisku hæðum, og vitringar skýra sem varnaðarmál frá vinunum handan við Ijósvakans ál, sem duldist í fortímans fræðum. Hún vonunum bmnir í viðreisnarátt og vitnar að himnarnir opnist á gátt, ef augu vor fylgja þeim anda, sem djarfastur hóf sig i hamingjuleil frá helvegi jarðar, og boðskapinn reil um samvinnu Ijósvakans landa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.