Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 2
2 VÍSIR S UNNUDAGSBLAÐ innar, og einnig prófessor við háskólann í Berlín. En nú vildi svo illa til, að það lenti í hlutskifti Morells Mackenzie, að taka þetta stykki úr meininu, og tókst það svo óhönduglega (talið sennilegt, að stykkið hafi verið of lítið), að þróf. Virkow gat elcki fundið nein glögg einkenni illkynjaðs meins, og réði þetta þeim úrslit- um, að Friðrik keisaraefni fór sér til lieilsubótar til Englands, eftir ráðum enska læknisins. Það munu vera alveg ókunn- ar ástæður fyrir því, livernig á því stóð, að mörg ensk blöð gerðu að' umræðuefni „glappa- skot“ hinna þýsku lækna í máli þessu, eins og komist var að orði. — Þýsku blöðin tóku einn- ig í sama streng, og álösuðu m.jög þýsku læknunum. Fullyrt var síðar, að liinn enski læknir, Mackenzie, hefði blásið mjög að þessum eldum. Annar þáttur þessa sorgar- leiks gerðist svo í fögru htlu þorpi suður við Miðjarðarliaf, í San Remo. -— Þangað fór Frið- rik keisaraefni frá Englandi, þá við sæmilega heilsu. Lét liann óspart ánægju sina í ljós yfir góðum hata og ágætri meðferð hinna ensku lækna. — En það er kunnugt, að á milli snarpra bilja er oft logn. Slíkt er ein- kenni krabbameinanna, að þau með köflum láta lítið á sér bæra. Það er ekki óalgengt, þar sem krabbamein myndast á stöðum í líkamanum, sem með- fædd þrengsli eru fyrir, t. d. í hálsi, að alt í einu koma í ljós köfnunareinkenni, er útheimta skyndiaðgerðir. Svo fór pinnig í þetta sinn. Keisaraefni versnaði skyndi- lega meðan hann dvaldi í San Remo, og var enski læknirinn, Mackenzie, kallaður frá London samstundis. Einnig voru fengn- ir þangað sérfræðingar frá Vin- arborg, en algerlega gengið fram hjá læknunum í Berlín. En það reyndist nú svo, að læknarnir frá Wien voru ó- sammála Mackenzie og hölluð- ust að skoðunum próf. von Bergmanns, og töldu víst, að hér væri um krabbamein að ræða. — En þrátt fyrir álit allra þessara lækn-a hélt Mackenzie þvi enn sem áður fram, að eng- in hætta væri á ferðum, og réði eindregið frá því, að próf. Berg- mann væri sóttur til Friðriks keisaraefnis. Þetta skeði í nóvembermán- uði, árið eftir að hin fyrstu ein- kenni sjúkdómsins komu í ljós. Heilsufar keisaraefnisins vernsaði nú til muna, og i lok mánaðarins veiktist hann enn á ný svo alvarlega, að prófessor von Bergman var kallaður þá í skyndi frá Berlín, og mun, að vörmu spori hafa séð, hvers kyns var. — Krafðist hann nú að fá að gera barkaslcurð, eins og gerður er t. d. á börnurn, sem að dauða eru komin úr barnaveiki. Er það lítil aðgerð, sem gerð er aðeins til að forða þessum sjúklingum frá köfnun. Þó ótrúlegt sé, hófst nú hin mesta rimrna í sjúkralierbergi liins dauðvona manns. Próf.von Bergmann heimtaði að svæfa sjúklinginn með kloroformi, sem þá var nýfarið að nota, en Mackenzie taldi það liættulegt, og studdi Victoria prinsessa mjög mál liins enska læknis, samlanda síns, í því efni. — Var nú úr vöndu að ráða fyrir von Bergmann. Er sagt, að litlu hafi munað, að handalögmál yrðu milli hans og enska lælcn- isins. — Stóðu þau, Mackenzie og Victoria prinsessa, náföl í herberginu, á meðan von Berg- mann gerði aðgerð sína á Frið- rik keisaraefni, lítt deyfðum. Lagði liann silfurpípu inn í barlca sjúklingsins og breyttist þá líðan hans að vörmu spori til liins betra. Er sagt, að þegar prófessor von Bergmann kom lil Berlínar úr þessari för sinni, hafi Bis- mark —- sem allan tímann hafði fylgst með málum þessum af mikilli athygli — kallað liann fyrir sig og sagt: „Hinn enska lækni ú að liengja á hæsta gálga.“ Maður skyldi nú halda, að orðum þýsku læknanna hefði verið trúað, ekki síst eftir að blóð gekk daglega út úr liáls- pípunni, er próf. von Bergmann lagði inn, og að heilsu ríkiserf- ingjans fór enn á ný lmignandi. Sérstaklega þjáðist hann af stöðugum höfuðverk, sem hin sterkustu lyf gátu vart haldið í skefjum. En svo reyndist ekki. Enski læknirinn tók nú til einkenni- legra bragða. — Hann taldi, að silfurpípa sú, sem von ’Berg- mann hefði lagt inn í barka í'íkiserfingjans, væri orsök bæði í blæðingunni og höfuðverkn- um. Útskýrði hann þetta alt fyrir blaðamönnum, er daglega leituðu upplýsinga. Næsta ráð, sem gripið var til, var að taka barkapípuna út, og leggja aðra inn, er Mackenzie sjálfur hafði búið til. Var pipa sú ekki alveg eins bogin og hin, sem áður hafði verið notuð, og fanst ríkiserfingjanum sér eitt- hvað skána í svipinn. Keyrði nú alveg um þverbak með svívirðingar blaðanna, sér- staldega þeirra ensku, í garð þýsku læknanna, einkum próf. von Bergmanns. Mátti nú eng- inn stunda keisaraefnið nema enski læknirinn, og virtist sér- staklega Victoria prinsessa, og reyndar þau hjónin bæði, bera ótakmarkað traust til hans. Þegar frá leið, gekk þó upp og niður með heilsufar ríkis- erfipgjans, eins og við var að búast. Meðal annars hóstaði hann upp brjósk-stykki, sein við rannsókn, er fram fór i Berlín, leiddi i Ijós, að ekki gat verið um annað að ræða en krabba- mein. En nú var teningunum alvar- lega kastað hjá enslca læknin- um. Hann gaf út opinbera yfir- lýsingu þess efnis, að um krabbamein væri alls ekki að ræða, beldur stafaði vanheilsa Friðriks keisaraefnis af klaufa- skap þróf. vou Bergmanns,. er liann lagði barkapípuna inn. Og hann lcunngerði jafnframt, að héðan í frá fengju engir aðr- ir læknar en hann sjálfur, að stunda ríkiserfingjann. — Hin- ir þýsku læknar hefðu ekki gert annað en óróa sjúklinginn og; aðstandendur hans. Við góða hvíld inyndi keisaraefnið ná hata fljótlega. Vilhjálmur keisari, faðir rik- iserfingjans, var, eins og fyr getur, orðinn fjörgamall mað- ur, er atburðir þessir gerðust. Iiafði hanu miklar áliyggjur vegna þessara veikinda sonar sins, vissi sem var, að Iiinn væntanlegi ríkiserfingi, sonur Friðriks keisaraefnis — síðar kunnur sem Vilhjáhnur II. — var fullur hroka og sjálfbyrg- ingsháttar og óreyndur að öllu leyti. — Lögðust þessar áliyggj- ur svo mjög á gamla manninn, að er próf. von Bergmann kom í síðasta sinni frá sjúkrabeði sonar hans i San Remo, var hann tafarlaust kallaður til gamla keisarans, er lá aðfram Þegar forsetakosningarnar í Mexikó fóru fram í sumar biðu 50 manns bana o'g 300 særðust í Mexiko Cíty. Forsleaefnið, Manuel Camacho, hershöfðingi sagði i því tilefni að hann gleddist yfir því, að svo „fáir“ hefði beðið bana. — Myndin er af blaðasöludreng, sem særðist til ólífis.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.