Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 20.10.1940, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Jón frá Ljárskógum: Vér liropum á frld----------------------- Vér fylkjum liði, herskárar horfinna daga, og heróp vort ómar sem básúnuþytur um löndin — frá þúsundum þúsunda hljóðra hermannagrafa hljómar vor brennandi áskorun: Gefið oss frið! Þvi saklausum var oss att út á orustuvöllinn og oss var boðið að herja — ræna og myrða! Vér, sem börðúmst hér fyrir fjórðungi aldar, og féllum að lokum í brjáluðum hildarleiknum, vér ættum að þekkja stjórnlausar skelfingar stríðsins, þess stríðs, er hratt okkur saklausum beint út í dauðann ! Á þúsund vígvöllum lágu líkamir vorir limlestir, rifnir og tættir, óþekkjanlegir, skornir og liöggnir, hlóðugir, brunnír og stungnir, brendir af kúlnaeldi, sprengjum og gasi; — vér vorum myrtir frá mæðrum, konum og börnum myrtir „i þágu Drottins og föðurlandsins“! Nú fylkjum vér liði, lxerskarar horfinna daga og hrópum á öllum tungum: Niður með vopnin! Vér Þjóðverjar, Bretar og Frakkar höldumst í hendur við hermenn frá Spáni, Póllandi, Finnlandi, Kina — vér hermenn, sem létum lífið í vitfirring stríðsins, látum nú óma heróp vort: Gefið oss frið! Og þér, sem glottandi hafið stofnað til stríðsins, sturluðu foringjar, þyrstir í blóð og völdin, — vei yður, bölvuðu, blóðugu hörmungavaldar! Brjálsemi yðar er orsök miljónadrápsins! Þér slituð oss forðum úr örmum ástvina vorra og öttuð oss nauðugum fram til morða og víga — og nú er sami hildarleikurinn hafinn: Hverjir valda? Sökin er foringjanna! Á yðar herðum hvílir sú blóðstokkna ábyrgð að lirinda í dauðann þúsundum saklausra manna! Yður skal stefnt fyrir dómstól dauðra og særðra, dómstól munaðarleysingja, kvenna og barna, allra, sem mistu unnusta, feður og syni, allra, sem mistu vonirnar, lieilsuna, lifið. —■ — — Vér fylkjuln liði, miljónir fallinna manna, og mætumst sem bræður og vinir á fornum sióðum. Heróp vort ómar bátt yfir orustugnýinn: Hættið að berjasf! Gefið oss dánum frið! önnur mál, sem drepið er á i bóldnni, t. d. um það að póli- tískar og efnahagslegar umbæt- ur, svo mikilsverðar sem þær þó eru, nægi ekki einar saman til að breyta heiminum i Para- dís; sömuleiðis liygg eg það rétt, að hið pólitíska siðferði sé lang' ó eftir siðferði manna á öðrum sviðum. Sá sem hagar sér sæmilega i einkalífi sínu getur haft sannkallað glæpamanns- siðferði, er hann fæst við stjórn- mál. Lausn þessa máls er því miður ekki einföld. Það nægir ekki að steypa hinum gömlu, glæpaf lekkuðu s t j órnmála- mönnum af stóli og setja í stað þeirra aðra, sem liafa elcki við stjórnmál fengist. Þeir myndu sennilega reynast lítið betur. Meinið liggur í því, að siðferðis- þróun mannkynsins á stjórn- málasviðinu liefir dregist aftur úr. Ráð til að bæta stjórnmálin sér liöf. m. a. i því, að enginn hafi leyfi til að fást við stjórn- mál, nema hann hafi tilskilda þekkingu, m. ö. o., hann vill koma á eins konar prófkerfi. Þetta virðist að vísú fram- kvæmanlegt, en eklci nægjan- legt, því að þetta myndi lítið „duga til að bægja frá þeim manni, sem fullur er drotnunar- girni, og alls ekkert, þega'r liann hefir staðist prófið, til að inn- ræta honum æskilegri, valda- græðgiminni hugsunarhátt“. Stingur liöf. Upp á því, að sjórnmálamenn myndi með sér félag „með sjálfstjórn og þeir undirgengjust ákveðnar reglur, tækju á sig noklcura ábyrgð hver á öðrum og þeittu öllu afli vel vakandi almenn- ingsálits sín á meðal til að láta eftirminnilega í koll koma hverjum þeim félaga, sem brygðist skyldum sínum“ — — Væri þetta „eitt hið öflug- asta ráð,sem nokkurn tíma hefir verið fundið til að hafa uppal- andi áhrif á menn“ (bls. 145). En ef saltið dofnar, með liverju á þá að selta það? Ef al- menningsálitið á meðal stjórn- málamanna er spillt, hvernig á þá að bæta það? Þarna stendur einmitt hnifurinn i kúnni lijá Huxley. Ráð hans, er að framan eru greind, virðast mér alls- endis ónóg, því að þau koma ekki að gagni, nema almenn- ingsálitið meðal stjórnmála- manna sé siðferðilega heilbrigt. Þá i'æðir höf. all-ýtarlega um það, hvernig koma megi i veg fyrir styrjaldir og hvernig friðsamar menningarþjóðir eigi að verjast yfirgangi herslcárra þjóða á lægra siðferðilegu menningarstigi. Hefir liann tröllatrú á hinni svokölluðu „óvirku mótstöðu“, líkri stefnu þeirri er Gandhi fylgir, og dreif- ingu valdsins. Mun mörgum finnast helsti mikillar bjartsýni kenna lijá höf. er hann trúir á sigurmátt hinnar „óvirku mót- stöðu“. Hvernig fer, ef herskáar þjóðir á lágu siðferðilegu (og andlegu) menningarstigi leggja undir sig heiminn, innræta með kúgun og ofbeldi æsku hinna sigruðu þjóða hinar lágu sið- ferðisskoðanir sínar, týna og tortíma hinu besta í menning- ararfi vorum — útrýma jafn- vel að mestu leyti heilum þjóð- iim og kynflokkum ? Ef menn- ingin er mikils virði, á þá ekki að verja liana með öflugri ráð- um en mótstöðuleysi (non-vi- olence) sem sýnilegt er, að myndi lílið eða ekkert duga? Er ekki París einnar messu virði? Höf. ræðir loks all-ýtarlega um trúarbrögð og deilir víða hart á hhfa kristnu og grísku lífsskoðun, sem eru hyrningar- steinar hinnar vestrænu menn- ingar. Virðist höf. hallast all- mjög að austrænni dulspeki. Hvað svo sem er um dulspeki þá, er Huxley boðar, virðist auðsætt, að hún er heldur mag- ur kostur fyrir alla þá mörgu menn, sem nú er ógnað með of- beldi og tortímingu. Alt er farið, ef lífið er farið, og með ofbeld- isráðstöfunum og áróðursstarf- semi nútímans virðist ekkert liægara en koma í veg fyr- ir, að þvílík lífsskoðun og trú festi rætur. Munu margir, sem í slíkum sporum standa, heldur kjósa að taka upp ráð Ólafs Grænlendings: Verjum hendur umfram alt, unnumst siðan, vinir. Enda virðist mér liggja nærri að draga þá álýktun af öllum röksemdafærslum Huxleys, að lýðræðisríkjunum sé nauðugur einn kostur að verja sig og menningu sína með vopnavaldi gegn ágangi og ofbeldi einræð- isríkjanna. Af þessum dæmum má sjá, að heimspekiskoðanir þær, er mest ber á í bókinni eru ekki haldgóðar, og liöfundur kemst all-oft' í mótsögn við sjálfan sig. Tillögur hans til úrbóta virðast mér heldur oft ekki vera liag- nýtar. Virðist mér mikið á skorta, að Huxley hafi tekist að setja fram i þessari bók nokkurnveginn sjálfu sér samkvæmt skoðanakerfi eða heilsteypta lífsskoðun, eins og þó var ætlun hans. Þýðing Guðmundar Finn- bogasonar, landsbókavarðar virðist mér nákvæm og vel gerð, nýyrðum er í hóf stilt, fá þeirra eru óviðfeldin en mörg ágæt. Er mikill vandi að þýða bækur úm þetta efni á viðfeldið islenskt mál, og myndi sjálfsagt engum hafa farið það betur eða jafnvel úr hendi og Guðmundi Finnbogasyni, enda er hann allra manna orðslyngastur, málhagur vel og þaulvanur þýðandi. Prentvillur eru nokk- urar í bókinni, en ei’gi meinleg- ar,nema ein á bls. 48. og þyrfti nauðsynléga að leiðrétta hana. Þar stendur: „Þegar t. d. Stóra- Bretland liefir að eins þrjátíu og fimm miljónir ílnia og tæp- ur tiundi hluti þeirra verður yngri en fimtíu ára og meira en sjötti hlutinn eldri en sextíu ára, þá hefir Rússland þrjú hundruð miljónir íbúa.“ „Yngri en fimm- tiu ára“ á auðvitað að vera „yngri en fimtán ára“. Stysta gata í heimi er Rue des Degrés i París. Hún er aSeins 14 þrep, sem liggja milli tveggja mis- hárra gatna. í Italíu er bannað að skopast að spaghetti-áti í leik- og kvik- myndasýningum. Fjórir af hverjum íirnm hljóm- listarmönnum í Ungverjalandi eru Sigaunar. Appelsínur hafa verið rækta’ðar síðan um 1200, en bananar voru fyrst fluttir til Evrópu ári'S ^623. 4

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.