Vísir Sunnudagsblað - 01.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 01.12.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 1. desember 48. bla John og Frances Gunther; FRELSISHETJA INDVERJA HINN GÖFUGI VINUR GAND- HIS STJÓRNAR HINUM VE- SÆLA INDVERSKA FJÖLDA 1 BARÁTTUNNI UM SJÁLF- STÆÐIÐ. Meet Jawaharlal Nehru. Þessi fullkomni og viðkvæmi Indverji með óþjála nafnið, er að þvi er yfirráð snertir einn hinn valda- mesti núlifandi manna. Afstaða 350.000.000 Indverja til breska heimsveldisins og hinnar ann- arar heimsstyrjaldar er að mestu Ieyti undir orðum hans komin. Nehru er sitt af hvoru. Hann er indverskur uppreisnar- maður mentaður í Harrow og Cambridge. Hann er afkom- andi f rægrar Kashmiri Brahma- ættar, sem — ef reynt væri að þýða það á amerísku — svarar til þess að vera sonur Longfel- lowanna eða Rooseveltanna. Hann er sjöfaldur tugthúsfangi. Hann er greinagóður og skarp- skygn einstaklingshyggjumað- ur, sem gert hefir sósíalismann að kjarnanum i lífsskoðun -sinni. Og hann er hinn sjálf- kjörni eftirmaður Gandhi, hins virðulega Mahatma, sem for- ingi indversku þjóðernishreyf- ingarinnar. Indlands Nehru — og Nehru Indlands — standa i nánu sam- bandi við örðugleikana í heim- inum. Þessi önnur heimsstyrj- öld hefir ýmsar hliðar. Þetta er ekki að eins barátta á vigvelli stjórnarfarslegr,a yfirráða, held- ur einnig á hugsjónasviðinu. Hið fyndna er, að þegar rúss- nesk-þýski sáttmálinn var.und- irritaður urðu allir „ismar" að „wasms". En sú staðreynd stendur óhögguð, að Bretar og Frakkar berjast meðal annars fyrir mjög ósvikinn „isma" (Liberalisma), eða frelsi lýð- ræðisfyrirkornulagsins, gegn fasisma einræðisríkjanna. Þó er JAWAHARLAL NEHRU það svo, að meðan Bretar berj- ast fyrir lýðræðið í Evrópu, neita þeir 350.000.000 Indverj- um, sem óska eftir frelsi, um fult Iýðræðí. Það er alkunnugt, hve Bandamenn eiga nú sérstak- lega örðugt með að skýra stríðs- tilgang sinn. En Indland ætti að geta orðið prófsteinninn á stríðstilgang Bandamanna, þeg- ar tími þykir til kominn að láta uppskátt hver hann er. Hinn ráðandi kraftur í þjóð- ernisbaráttu Indverja — nú þeg- ar hinn voldugi gamli Mahatma er 70 ára og næstum því elli- hrumur — er Jawaharlal Nehru, En það er erfitt að skilja Nehru án þess að hafa nokkur kynni af málum Indlands, sem að baki liggja. Einbeinið hugan- um til hins mikla og marg- brotna undir-meginlands, senr er heimili eins fimta hluta als mannkynsins. Þar eru furstar, sem eru að rifna af undir-kon- unglegri dýrð; fátæktin ömur- legri en orð fá lýst; heitar næt- ur í Calcutta og svartir þjónai*, sem sofa hlið við hlið á gang- stéttinni meðan þeir bíða eftir hinum hvítu húsbændum sín- um; Pathan — þjóðflokkar frá Kiplingslandi og smávaxnir húkandi fakírar frá Himalaya- fjöllum; lyktin af kjötsteikinni i Benares og hin kuldalega feg- urð grafhvelfinganna í Dehli; börn með hringi í nefi og börn, sem eru orðnir foreldrar 10—12 ára gömul; sægur af sértrúar- flokkum; svartklæddar ekkjur, sem aldrei geta gifst aftur; Hindúar, sem myndu fremur kjósa dauða en drekka vatn með Múhameðstrúarmanni, og Múhameðstrúarmenn, sem myndu frekar deyja, en taka við vatni af Hindúa; trúarbragða- viðhafnarsiðir bygðir á kúa- Jawaharlal Nehru. mykju; mikilfenglegur þjóðar- arfur og skuggahverfin í Cawn- pore, sem skelfa hugann; hrein- ir göfugir einstaklingar eins og Tagore og Bose, og mannverur, sem tilbiðja dúfur, páfugla, slöngur, rottur; hin ákaflega margvíslegu tilbrigði eyðimerk- urinnar, frumskógar, steikjandi hiti, köldustu fjöll, og monsún- ar, sem demba vatni, í biljón- um tonna, & s'træti, sem eru bleikjuð af hita. Nehru — það er réttara að segja Jawahralal, af þvi að allir i Indlandi kalla hann bara Jawahralal — fyrirlítur mið- aldabrag þann, sem er á mörgu í landi hans. Það sem er næstum eftirtektarverðast í fari hans er hinn afburða nýtísku hugs- unarháttur. Hann stendur fram- arlega í skyusemistrú 20. aldar- innar. Eitt af viðfangsefnum hans, sem er svo erfitt að næst- um vonlaust má telja, er að fást við óreiðu og afturhaldssemi Indlands, deilur um goðasagnir og hindurvitni og færa Indverja í raunsæisheima framtíðarinn- ar. Hann berst ekki eingöngu gegn Bretum. Hann berst við hinar ramefldu trúarbragða- skoðanir síns eigin fólks. Hann er raunsæismaður (agnostic), skynsemistrúar, siðabótamað- ur. En samt er hann ekki þurr á manninn, líkt og flestir andleg- ir afburða- og umbótamenn. Síðast þegar hann varsí Eng- landi hitti hann erkibiskupinn af Canterbury. Síðar á erkibisk- upinn að hafa sagt: „En hvað þetta er skemtilegur og þægi- legur fyrirmaður! Hver myndi imynda sér að hann gæti sett alt í uppnám í heilli heimsálfu?"

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.