Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 08.12.1940, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ hestunum og sest að snæðingi. Að því loknu var eins og menn vissu ekki upp á hverju ætti að taka, allir voru fullir af galsa, eldri sem yngri, engu líkara en menn væru lausir úr viðjum, hversdagsleikans, frjálsir, óháð- ir, glaðir. Börn náttúrunnar i faðmi fjallanna. Það var fundið upp á ýmsu til glaðværðar og ,man eg fæst af því, nema að síðustu fann einhver gárunginn upp á því, að best væri að baða hundana. Mér leist illa á þá uppástungu, því eg bjóst við að hundur sá, er mér fylgdi og far- ið hafði nauðugur í ferðina, því hann var mér ókunnur, inundi firtast og hlaupa heim. Fór eg því í mesta grannleysi þess á leit við hundabaðarana, að vægja honum og bar fram ástæðuna. En eg þekti ekki þau lög, sem hér ríktu, því þá liefði eg látið það vera, því vera má þá, að hann fyrir tilviljun hefði slopp- ið við I>aðið. En óðara en eg hafði borið fram náðunarbeiðni mína, var hann nú tekinn og kaffærður. Þetta kom þó ekki að sök, enda einungis hressandi fyrir hundana að vökna, því brennandi hiti var og sólskin. .Gangnaforingi skipar nú að leggja niður allan gáska og Ieggja á hestana, og var liinu siðara hlýtt. Er nú riðið greitt sem leið liggur austur fjöllin, um lang- an veg og ekki staðnæmst fyr en austur við Nýjahraun, eða við nyrðri enda þess, sem heit- ir Hrauntagl, en þaðan slcal hefja gönguna. Er nú allmjög Iiðið á daginn, eða komið um miðaftan. Þar sem staðnæmst er, er slétt grund, að vísu lítið gróin, en þar er rétt lil að reka inn í og gangnakofi. Heitir sá Péturskirkja og er allfrægur staður a. m. k. frægasti gangnakofi á Mývatnsöræf- um. Ivofinn er ldaðinn úr hraungrýti, en mosa troðið í holur allar. Hann er það stór, að þar geta legið inni allmargir menn, að vísu með þvi að liggja á gólfi. En Péturskirkja á ýmsa góða og þarfa gripi, svo sem gæruskinn mörg, ljósmeti, suðu- læki, katla, eldfæri o. m. fl„ sem að gagni má koma alls- 'lausum og þjökuðum ferða- m,anni. Gripi þessa hefir hún eignast að gjöf, allflesta, en eitt- hvað þó fyrir áheit, því engu lakara þykir að heita á hana, en hálfnöfnu liennar Strandar- kirkju. Einn gripur.er þó ótal- inn, en það er bók ein mikil, ásamt ritföngum, og hvilir sú skylda á, að allir, sem kirkjuna gista, verða að skrá þar nöfn sín og segja sem glegst frá ferð sinm. Á þessum fræga stað er nú staðnæmst, hestar hvxldir, mat- ast, kaffi hitað og alt búið undir leitina, sem stendur yfir næstu 8—12 stundir. Eftir að þessu er öllu lokið, er dytlað að rétt- inni og þar eru látnir lausu hestarnir, þ. e. þeir, sem riðið var austur. Þeir eiga að geym- ast þar á nxeðan á leitinni stend- ur og er þeim þvi gefið hey. Mér var skipað að skrá sögu ferðarinnar, en eg var satt að segja ekkert ánægður yfir þvi starfi, þótlist verða útundan af glaðværð félaganna, en hlýða varð eg. Blekið var litlaust og penninn brotinn og skriftin í samræmi við það. Að siðustu urðu allir að skrá nöfn sin með eigin hendi, til staðfestingar því, er eg hafði skráð, og var það gjört umyi-ðalaust, þrátt fyrir þó eg efist um, að alt hafi ver- ið sannleikanum saiukvæmt. Nú byrjar fyrst alvara ferð- arinnar. Síðasta verk ,áður en lagt er á hestana, er að drekka kaffi, og er óhætt að segja, að það liafi verið svelgt i stórum sjtil. Var eg hissa á, livað menn gátu komið í sig af þvi, og var eg tregur til að drekka sem aðr- ir, en var inér þá sagt, að það borgaði sig, þvi þorsti vildi sækja á menn i göngunni, þar eð skortur væri drykkjarvatns á leitarsvæðinu, og mestar lík- ur væru fyrir, að þess væri eng- inn kostur fyrr en komið væri til baka, og komst eg og að raun um það, að þet,ta var hverju oi-ði sannara. Leggja menn nú allir af stað í einum hóp. Kl. er um 8 að' kvöldi. Veður hafði verið hið ákjósanlegasta allan daginfl, en nú er hann orðinn allhvass á suðaustan. Ef i suður- er litið, er sem sjái í kolsvartan vegg og útsýni all er birgt. Þessu veldur vei'sli óvinur gangna- mannanna, sandbylurinn, og telja fjallakóngarnir hann engu betri en vetrarbylinn, og víst ei', að vondur er hann. Öll vit mattns fýllast af sandi og mold, manni finsl andlitið skorpna, og orð verður varla talað nema snúa sér undan. Yfirleitt líður manni illa, en hitinn er nóg- ur. Vindurinn er blátt áfram volgur og engin hætta á að mað- ur verði úti, en vilst getur mað- ur samiarlega. Hér eru engar götur eða slóðir, það sér fok- sandurinn um, og ekki sér út úr augunum. Allir hugga sig við það, að storminn muni aftur Jægja með nóttunni. Nú reynir á foringjann. Hann ber ekki einungis ábyrgð á mönnum sinunf og hestum þeirra, heldur og smalamenskunni. Foringi okkar reyníst hínn á- gætasti. Hanli skípar niður liði sínu með gætni og forsjá; liann þekkir leitarsvæðið næstuni sem túnið sitt. Hann skipar mönnum i flokka, tveimur í hvern, og eru þeir óvönu látnir i fylgd með þaulvönum fjalla- mönnum, og mega þeir ekki skilja við nýliðana, nema veð- ur batni og óhætt sé. Skiljast nú Ieiðir, og óðar en varir eru allír horfnir i sortann. Eg er í fylgd ineð ungum manni en ötulum, þaulvönum fjallamanni, yfirleitt ágætum félaga. Við tökum stefnu i suð- austur, næstum beint í vindinn; henni eigum. við að halda þang- að til við rekumst á Jökulsá. Við getum litið talast við lengi vel, vegna veðursins, en er frá líður, fer veður að lægja og um leið slotar sandbylnum. Opnast nú smám saman hið dýrðleg- asla útsýni til suðurs. Fjalla- drottningin Herðubreið rís úr sandhafinu lengst i suðri, með sinni snæhvitu hettu og tigna svip, og hrifur hún sérhverl hjarta, og hún verður ógleym- anleg hverjum þeim, er liana hefir augum litið. Eftir á að giska 4 klst. ferð konuini við að .Tökulsá, Þar skilja leiðir; félagi minn lieldur nú í suðvestur, en eg á að halda norðiir með ánni, þar til eg kem að sæluhúsi, sem stendur á ferjustað við ána' á leið austur á Hólsfjöll. Eg er nú eínn í faðmi öræfanna. Eg lield nú norður með ánni. Á stöku stað eru grasgeirar við liana og þar liiá vænta fjár, sem eg á að reka með ittér norður eftir, og segir nú fátt af ferðum, fyr en eg kem að sæluhúsi, en þá er eg búinn að finna nokkrar kindur. Sæluhúsið er allstórt og reísu- legt hús, en eyðilegt finst mér þar og ýmsar reimleikasögur hef eg heyrt í sambandi við það, því þar eiga draugar að ráða húsum. Mig langar af skíljan- legum ástæðum ekki til að gista slíka liÖfðíngja og fer því ekkí inn, en fer þó af baki og virði fyrir mér Hólsfjöllín austan megin árinnar. Eg sé veí heim að Grimsstöðum. Þó stendur bærinn langt frá ánni. Fleírí bæi sé eg og, en ekki veit eg nöfn þeirra. Mér geðjast ekki þessi eyðilegi staður og yfirgef hann því fljótt og stefnf í vesl- ur. Hér uin bil á míðju leítarsvæð- inu er stór, gömyl eldborg, sent heitir Hrossaborg, og sést hún af öllu leitarsvæðinu, ef skygní er gott og því hinn ágæitastí vegvísir. Þangað á egnúaðhalda og bíða þar rólegur, þar tíl eg verði var suttnanmannanna- Eg: rek nú fé það, er eg hafði fund- ið, á undan mér vestur eftir. Það er stygt, og áður en varir hef eg mist sjónar á því, en það gerir ekkert til, því það er konv- ið inn í mannhringinn og hlýt- ur því að koma saman víð safn- ið, þegar hringurinn þrengist- Við Hrossaborg er mófendi. Þar á eg nú að bíða um slmtd. Eg fer því af baki og spreftf af hestinum og legst síðan nið- ur, því eg er þreyttur orðinn. Hundur minn legst þétt við fæt- ur mínar, svo þétt, að eg finn ylinn af skrokk hans, en hest- urinn fer að bíta þar skamt frá. En eftir örlitla stund hættir Iiann því, röltir til mín og þefar af mér, staðnæmist með fram- fælurna þétt við hlið mér, heng- ir niður höfuðið, lygnir augun- um og hreyfir sig ekki meir. í þessum. stellingum erum við nú, maður, hestur og hundur. Mér finst við vera orðnir bræð- ur í faðmi öræfanna. Við þegj- um allir, því ómælisþögnin um- hverfis okkur er eins og órjúf- andi veggur. Hér væri goðgá að lala. Eg heyri ekkert hljóð, bók- staflega ekkert, nema veikan andardrátt dýranna. Mér finst eg vera staddur í helgidómi, og Péturskirkja Ljósm.: Hall- dóra Guð- mundsdóttir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.