Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.01.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ HOLLYWOOD. Kvikmyndirnar eru orðnar svo stór liður í skemtanalífi þeirra þjóða, sem mentaðar eiga að heita, að það er ekki úr vegi að segja lesendum Vísis dá- litið frá miðstöð kvikmynda- framleiðslunnar — Hollywood. Fjölda ungs fólks,um heimallan dreymir um að komast til Holly- wood, vinna þar frægð og frama svo að það er rétt að segja mönnum dálítið frá lifinu þar, ef svo skyldi fara, að einhver, sem þetta les, kæmist vestur þangað. Þiá er altaf hetra fyrir hann eða hana að vita hverju hann eða hún á von á. * Jæja, lesandi góður, þú kannast auðvitað við leik- konuna Gladys Smith. Er það ekki? Nei, auðvitað, því að eg gleymdi að' geta þess að hún varð ekki fræg undir því nafni, heldur undir nafninu — Mary Pickford. Þú dregur liklega þá ályktun af þvi, að allir kvikmyndaleik- arar gangi undir gerfinöfnum. Svo er 1>Ó ekki. Sumir taka sér nýtt ættarnafn, breyta fæðing- arnafninu, nota skammstöfun á seinna skírnarnafninu, eða fella það alveg niður. Hvað heldur þú t. d. að James Cagney heiti fullu nafni? James Francis Cagney. Og Humphrey Bogart? Hann heitir Humphrey DeForrest Bogart. En hvorugur vill kannast við nafnið i miðj- unni. Ann Sheridan, sem Ameríku- menn kalla „oomph-stúlkuna“ var kölluð Lou, þegar hún var lítil. Hún heitir nefnilega Clara Lou Sheridan. gerður útlægur til Botany Bay1). Það er engum blöðum um. það að fletta, að Dahlerup bar- ún er mjög fjandsamlegur i garð Jörundar og reynir að af- flytja hann, hvernig sem á því stendur, en hinsvegar er allri frásögunni svo varið, að óhjá- kvæmilegt er að leggja trúnað á hana i aðalatriðum, enda er Dahlerup yfirhöfuð greinilega mjög sannsögull. Guðbr. Jónsson. Jörgensen var ekki sendur til Botany Bay, heldur til Hobart Town í Tasmaniu. Errol Flynn verður afarreiður þegar hann er ávarpaður fullu nafni — Errol Thompson Flynn. En Edward G. Robinson er hreykinn af liinu rétta nafni sínu, Emanúel Goldenberg. Þegar Bette Davis byrjaði að leika í kvikmyndum, slepti hún fyrra skírnarnafninu en stytti það síðara. Hún var skírð Ruth Elisabeth Davis. Wayne Morris hafði sömu aðferð. Hann heitir raunverulega: Bert DeWayne Morris. Þá eru það loks Lané-syst- urnar. Lola byrjaði fyrst að leika. Hún breytti nafni sínu Dorothy Mullican i Lola Lane, og þegar yngri systurnar Rose- mary og Priscilla — byrjuðu Dorothy Lamour, Ray Milland, ur benda stúlkunni á þessa stað- reynd. ★ Dorothy Lamour langar til þess að verða kenslukona. Hún ætlaði að verða það, er hún Robert Preston Gary Cooper, Ray Milland. •tóku þær sér sama nafnið, Lane, en héldu skírnarnöfnunum. ★ Karlmennirnir, sem eru meira en sex fet, þurfa ekki að vera neinir „sætabrauðs- drengir“, til þess að sigrast á dutlungum kvenfólksins í kvik- myndunum, segja kvikmynda- framleiðendurnir i Hollywood, og þeir vita víst sitt af liverju á því sviði. Þeir þurfa ekki einu sinni að vera vel til fara, til þess að krækja í stjörnúrnar. Til sönn- unar þessu er hent á þá, sem altaf bera sigur af hólmi (án þess að áhorfendur mótmæli). Þeir eru Fred McMurray, Clark Gable, Jimmy Stewart, Gary Cooper, Cary Grant, Bob Hope, Joel McGrea, Allan Jones, Ray Milland, Preston Foster, Robert Preston, Errol Flynn, Tyrone Power o. m. fl. Svo að ef þú, lesandi góður, ert karlmaður og 6 fet og stúlk- an er þér eitthvað erfið, þá skaltu ekki láta hugfallast, lield- lauk mentaskólanámi, en þá voru svo bágar ástæður á heim- ili hennar, að er hún átti að velja um að vera kenslukona með sultarlaunum, eða leika í kvik- myndum með rífandi tekjum, kaus hún síðari kostinn. En þegar hún verður 35 ára (enginn veit hvenær hún verður það), þá ætlar liún sér að koma þessari ósk sinni í framkvæmd þótt það kosti það, að hún verði að stofna skóla sjálf. Ef hún neyðist til þess, er hún við öllu húin, því að vikulega leggur hún til hliðar af launum sínum í „skólasjóð“, sem hún nefnir. Það mjá búist við því, að suma langi til að vera kominn i stutt- buxur og á skólaskyldualdurinn í annað sinn, þegar Miss Lamour fer að kenna. Herbert Marshall er eini karl- maðurinn meðal leikar- anna í Hollywood sem getur grátið svo átakanlega, að menn vikna af að heyra hann gráta, segir Dolph Tliomas, sem er „hljóðblandari“ hjá Warner Brothers. „Næstum allar konur geta grátið trúanlega,“ segir Thomas ennfremur. „Flestar þeirra gráta nefnilega raunverulega, þegar þær eiga að láta heyrast gnáthljóð. En vegna þess að menn gráta venjulega ekki und- ir sömu kringumstæðum eru þeir ekki eins góðir. Þeir þykj- ast bara gráta.“ Marsliall „þykist“ líka, en hann bara kann þetta svo vel, að Thomas segist hafa næstum því verið farinn að vola, þegar hann hlustaði fyrst á Marshall gera þetta. Marsliall „grætur“ i mynd- inni „Bréfið“, eftir samnefndri sögu W. Somerset Maugham, þar sem hann leikur gegn Bette Davis, sem er kona hans i myndinni. Hann uppgötvar að hún er honum ótrú, en friðill hennar tekur innborna konu fram yfir hana og það verður til þess að Bette myrðir hann. ★ Kvikmyndafélögin i Holly- wood verja óhemju fé í að gera allan leiksviðsbúnað sem líkastan því, sem hann á að sýna. Paramount varði t .d. 50 þús. dollara lil þess að úthúa aðeins eina efnarannsóknarstofu i kvikmyndinni „D. O. A.“, sem nú er nýlokið við að taka. George Zucco er visindamað- ur, sem reynir að setja manns- lieila í gorillaapa. I vinnustofu hans eru öll vísindatæki, sem notuð eru i nýtisku vinnustof- um, þ. á. m. stállunga. Það kostaði 1500 dollara. Þá var smíðað sérstakt búr handa apanum og kostaði það Carole Lombard, Cary Grant, Kay Francis.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.