Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ má í blöðum frá þeim árum. En með vandvirkri ástundun náði Jóhann valdi yfir orð- speki, sem er listræn. Eg ætla, að allvel gefnir menn, sem kynnast listamönnum, fái frá þeim sólargeisla og dögg and- legrar veraldar og frjóvgist þannig, eða m. ö. o. sagt fljúgi að sumu leyti með annara fjöðrum. Það þekktist í fornöld að fara í annara flugham..... Einar Benediktsson lét sér þau orð um munn fara, að Jóhann hafi skrifað á handstúkur sín- ar með blýanti setningar, sem flugu af vörum E. B. yfir skál- um, og komið þeim á framfæri í leikritum. Þetta getur verið tilbúningur skæðrar tungu, en gæti þó verið til marks um það, að einn listamaður þiggur gjaf- ir af öðrum. Einn glerhallur gefur eigi gneista. En þegar tveim lýstur saman, kvikna eldingar. Með þessum orðum er eg ekki að gera lílið úr Jóhanni Sigur- jónssyni — skáldinu. Eg hefi í kvæði horft til hans svo sem eyjar, er hillir. En í kvæði verða málefni aldrei rökrædd. Jónas Jónsson segir í ýtar- legri grein um Einar Bene- diktsson, að honum hafi „fund- izt fátt um“ samtiðarskáldin. Mér er kunnugt um, að það er satt. Afbrýði skálda og lista- manna er jafn algeng og al- kunn, sem afbrýði fríðra kvenna, sem verða þess á- skynja, að öðrum konum er hælt fyrir fegurð. Gagnkunn- ugur maður Matthiasi hefir sagt mér, að í raun réttri hafi hann litið svo á, að hann einn væri skáld, þeirra manna, sem kváðu um hans daga á íslenzka tungu. Það er a. m. k. víst, að hann lét sér fátt um finnast skáldskap St. G. St. og Gríms á Bessastöðum. Og Grímur kallaði þjóðsöng Matthíasar b ull, upp i oj)ið geðið á böf- undi hans, á Þingvöllum 1874. Matthías sagði um Grim á prenti, að hans ljóðadís iðkaði vaðmálsvefnað. Og um Einar Hjörleifsson lét hann þess get- ið, á prenti, að liann væri „sjaldan snilldarskáld“. Þó tók Matthías vanalega á skáldum með silkihönskum, á opinberu sviði. En um vandlæti hans og Einars t. d., er það að segja, að engin von var til þess að þeir létu lofmæli fjúka um skáld né skáldskap, er svo var gerður, að þeir nnrndu hafa dæmt hann á bál, ef synir þein-a hefði átt í hlut, verið höf- undarnir og sýnt feðrum sín- um. Enginn getur liælt smíðis- gripum, sem ekki mundi kæra sig um að liafa gerl þá. ★ Það er ekki ný bóla, að fund- ið sé að við Pétur og' Pál fyrir meðferð þeirra á íslenzku í ræðu og riti. Jón Ólafsson tók oft mikið upp i sig út af þeim syndum. Þó gat hann sagt i blaðagreinum annað eins og þetta: „Sálmabókum hefi eg nóg af.“ Þrátt fyrir það ritaði Jón gott mál. En blaðamenn geta ekki, vegna annríkis, sett undir livern leka úr penna eða blekbyttu. Og á^liinn bóginn ritar enginn maður né talar svo hreint mál, að hvergi finn- ist hlettur né hrukka. Hálærð- ir íslenzkumenn, t. d. Finnur Jónsson, ritaði lieldur lélega islenzku, bragðlitla og daufa í dálkinn. Þorvaldur Thorodd- sen var ekki ritsnillingur, þó hann væri merkilegur rithöf- undur. Og svo mætti lengi telja. Einar Ólafur Sveinsson er bragðdaufur rithöfundur, þó doktor sé í íslenzkum fræðum og lærður i norrænu. — Hvað sem þessu líður, er það satt bezt að segja, að nú rita fleiri Islendingar golt mál en nokkru sinni áður, og eru þeir meðal leikra manna jafnt sem lærðra. Blöð og timarit sýna þetta og sanna og fleiri gögn. Eg fæ oft bréf, frá sveitafólki eigi siður en menntamönnum, sem ekki er orðblettur á né rangritunar- hrukka. Og sömu sögu munu aðrir geta sagt, ef steinarnir væru látnir lala sínu máli. Aðfinnslur lærðra manna um lélegt málfar og afbakaða tungu, geta orðið að nöldri, sem fremur má kalla því nafni en skörulegar ávítur. Eg tek til dæmis ritgerð í síðasta And- vara eftir *Björn Guðfinnsson. Hann ritar um óvandað mál og tekur dæmi úr þýddri sögu. sem nafnlaus sullumbullari hefir þýtt fyrir svokallaða Vikurits útgáfu. Hún mun fiska einkanlaga í reyfara-gruggi. Mér þykir Andvari sóa rúmi, er hann innbyrðir þessa ritsmíð — en hafnar miklu læsilegri grein. Það sætir sem sé alls engum tíðindum, þó að út sé gefinn illa orðaður reyfari við það heygarðshorn, sem svo er i sveit sett, að þar er hugsað einungis um þarfir „heimsk- ustu heimskunnar á Fróni“. Svo er mál með vexti, að í land- inu er allmikill fjöldi manna, sem ekkert vill lesa annað en lélegar skáldsögur. Þetta fólk vill ekki leggja á sig þá á- reynslu að hugsa um málefni, eða þá að það skortir alla dómgreind. Það skilur ekki nándar næri öll orð tungunn- ar, og hefir e‘kki glöggvað sig á vandhneigðum na'fnorðuni. Málsmekk þessa fólks verður eigi spíllt af þeirri einföldu á- stæðu, að það hefir enga brag^iiæmi á þeim efnum. En eitthvað þarf þetta fólk að fá til lesturs, sem er við þess hæfi. Það er misskilningur lærðra manna, að ætla það auðvell eða mögulegt, að gera svo að 'segja hverja mannsál færa og fleyga í íslenzku með bók- fræðslu og skólanámi. Þess háttar þroski fæst fyrst og fremst með daglegu tali við menn, sem kenna börnunum málið, sbr. orðið móðurmál og orðatiltækið: að drckka i sig það og það „með móðurmjólk- inni“. Árni Pálsson ritar um mál- vöndun í Jörð nýlega. Hann getur þess m. a., að í sveitum hafi hann heyrt fólk, alveg sjálfmenntað, tala afbragðs- mál. Þar liefir móðurmjólkin — ef svo mætti að orði kveða — döggvað tunguna og gert málbeinið úr garði. Einar í Nesi, sem lagði stund á mörg mál, Norðurlandamál, þýzku, ensku, frönsku, latínu, lét svo um mælt, að íslenzkan væri örðugust. Hann hefir sennilega átt við það, að ná því tungu- taki, sem lieitið getur íslenzka. Hann ritaði vandað mál. Sum- ir tala og rita ágætt mál, án þess að vita það. Svo var um Eirík mormóna t. d. og Svein Gunnarsson Skágfirðing, þó að þeir kynnu eigi stafsetning né greinamerkjafræði. Höfundur Hrynjandi ísl. tungu, Sig. Ivr. Pétursson sagði mér, að í holds- veikraspítalanum hefði hann kynnst stúlku þingeyskri, mjög einfaldri að vitsmunum, sem hefði talað gullhreina íslenzku. Þannig læra sumir tungutakið af vörum alþýðu, sem tekið hefir í arf málsnilld. Umvand- anir málfi;æðinga i ritgerðum, bera svipaðan árangur, sem vænta má af skúr, sem liimn- anna himnar hafa steypt yfir moldarflag i þeim vændum, að þvo af því skarnið. Stundum eru ávítur ritdóm- ara um óvandað mál bábiljur einar. H. K. L. segir t. d. í rit- dóm um þýðingu Jóns Sigurðs- sonar, á Sulti: „Hversvegna skrifar þvílíkur snillingur jafn augljósa danska orðaskipun og Bandaríkjamenn hafa komið sér upp skóla fyrir flugmenn til að kenna þeim að nota fallhlifar. Eru þeir látnir stökkva niður af turnum, eins og þeim, er sést hér á myndinni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.