Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 19.01.1941, Blaðsíða 1
wmm' 1941 Sunnudaginn 19. janúap 3. blaö QubmjuyJuLxh 'frxíbiDyi&sw. Á VÍÐ OG DREIF. Hann fer á víð og dreif — hugur þess manns, sem hefir þó fyrir sig að bera innri augu. Ef svo f er, að miskviðir verða í þessu máli minu, færi eg fram þá vörn, að eg sé eigi til að skrifa nema með gleraugum, sem svo eru gerð, að annað gleraugað gerir mig nærsýnan en hitt f jarskygnan. Þess vegna verð eg í aðra röndina með því marki brenndur, að viðfangs- efnin hillir, en á hinn bóginn lít eg smám augum á sumt, sem öðrum þykir mikilvægt. Hver og einn verður að koma til dyr- anna eiiis og hann er klæddur, eða gleraugum búinn. Og læt eg þessar afsakanir gilda. Eg byrja þá á Sölva Helga- syni. Tveir merkishöfundar hafa nú hlaðið undir Sölva með 1000 blaðsiðum pappírsins, og er Sölvi með þvi móti orðinn þeirrar náðar aðnjótandi, sem eyjarnar bera frá borði, þær sem hillir svo, að þær eru heit- meyjar loftkastala. Bólu- Hjálmar afgreiddi Sölva með ódýrara hætti — einni fjögurra lina vísu, og mun hann hafa ritað hana með krit á óheflaða rúmbrík, pappírslaus þá, sem oftar. Þess vegna segi eg nú — með Þorhalli biskupi: „Eg sé eftir pappírnum." En vísa Hjálmars var og er enn ódýr. En hún mun þó seint fyrnast eða aldrei, af þvi að hennar sannleikur hittir naglann á höf- uðið eða hitti markið með ör, sem ekki kunni að geiga á flug- inu: Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum, með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að siðum. Þessi dæmalausa lýsing, eink- anlega sú, sdm felst í siðustu Ijóðlínunni, gerir grein fyrir því, að Sölvi hafi verið smið- ur sinnar (ó)gæfu. Þarna vant- ar þó Júllu í bakpoka Sölva, til þess að lýsingin sé fullkom- in. Formáli Daviðs að skáldsög unni um þennan heimspeking, er að vísu listaverk. En Hjálm- ar hefir með einni ör hitt þann- ig í markið, miðdepil þess, að eigi verður á betra kosið. Ekki vex vegur heimspekings- ins við það, að bera á bakinu um refilstiguna kvenkyns-hálf- vita, sem er frilla hans. Mér virðist sem merkilegar skáld- gáfur taki niður fyrir sig og kasti verðmætum á glæ, þegar 30.000 króna eða þar um bil er, „kostað upp á" Sölva, það er, skoðað frá skynseminnar sjón- arhól, varhugavert að stinga sneiðar bjargálna bændum fyr- ir það að taka umrenningum dræmt. Bændur í landi voru hafa orðið sjálfbjarga með einu móti: harðri æfilangri vinnu og þrautseigri sparsemi. St. G. þekkir vel að búskapur- inn er: „Nurl á landi". Þar ber- ast al drei höpp upp í hend- ur. — Flækingar þjóðar vorrar voru allir i augum iðjubænda landeyður. Þjóð vor hefir lif- að gegnum ótal hörmungar fyrir tilstilli ráðdeildarbænda. En húsgangsmennirnir rýrðu möguleikana til þess að þjóðin gæti tórt — svo ekki sé fast- ara að orði kveðið. Gáfuðu flakkararnir verða ekki varðir með þeirri rök- semd, að sérgáfur þeirra hafi verið þess valdandi, að þeir gátu ekki sætt sig við algenga vinnu. Margir sérgáfumenn hafa orðið að brjóta odd af of- læti sínu með iðjuhöndum: Stærðfræðingurinn i Þórorms- tungu var bóndi og vann með hörðum höndum. Bólu-Hjálm- ar tók einyrkja búskap fram yfir flakk — og var hann eitt hið mesta og sérkennilegasta skáld, sem Island hefir alið — eða svelt —. Svo mætti lengi telja. Sölvi, Níels skáldi, Helgi fróði og allir hinir gátu unnið eigi síður — líkamlega vinnu m — en Jón i Þórormstungu og Hjálmar, og því fremur, sem þeir voru eigi nema annarar handar menn stærðfræðingsins og skáldsins. Vesalings „gáfna- flækingarnir", sem Matthías nefndi svo, eru betur geymdir undir mosanum en í bókmennt- unum. „Gæfuleysið féll þeim að síðum" fyrst og fremst vegna þess, að þeir vildu ekki leggía a sig °^* áreynslunnar. En allir menn verða „þann djöful að draga", sem orðið geta menn með mönnum, hvaða fótfestu, sem þeir kjósa, vilja eða sætta sig við. Merkilegasta efni, sem borið hefir á góma i utvarpinu langa- Iengi, er að mínu viti frásögn, sem Sigurður Einarsson las upp úr Bauðskinnu sira Jóns Thorarensens, um Kristján for- mann í Kotvogi — vinnumann — formann — sem var mikil- menni, hjá bónda, sem var mikilmenni, og áður þjóðkunn- ur. Rristján þessi var formað- ur í hálfa öld, allsendis sjálf- lærður (ef til vill ólæs) í sjó- mannafræði, aflasæll, misti aldrei mann eða skip, speking- ur að viti, veðurglöggur, fríður sýnum og forvitri. Sagan er jafnvel orðuð sem efniviður- inn var góður. Eg sat lengi hugsi, eftir að sagan var sögð, og hugsaði margt, m.a. á þessa Ieið: Því eru svona menn aldauða nú — stórmenni slík sem Ketill í Kotvogi og Kristján formað- ur, menn sem menntunin hlóð ekki meira undir en það, að varla lærðu að stafa né draga til stafs. Þó urðu þeir mikils- háttar menn í sjón og raun, hetjur og hugumstórir. Eða er þvi til að dreifa, að þeir sé margfaldaðir i frásögninni — látnir hilla í blámóðu fjarsk- ans? Grímur á Bessastöðum kveð- ur: Undir liðið afrek hillir, oft það mönnum sjónir villir. Jóhann Sigurjónsson endur- segir þetta sama i Fjalla-Ey- vindi, vængjar hugsun Gríms með bláum fjöðrum, ef svo mætti að orði kveða: „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla." Sigurður Nordal skákar sjálf- um sér og Jóhanni undir lög- mál bláa fjarskans i athyglis- verðri ritgerð nýlega, sem tíma- rit Máls og menningar flytur. Hann setur m. a. fram þá hugs- un eða skoðun, að Jóhann hafi fengið Ijóðagerðargáfu í vöggu- gjöf, fremur en hæfileik til sj ónleikagerðar. Mér er kunnugt um, að Jó- hann reyndi leikritagerð á barnsaldri, áður en hann reyndi ljóðagerð. Á þeim tíma kunni hann enga grein á höf- uðstöfum né stuðlasetning. En þann föðurarf hafði Egill Skallagrímsson á hraðbergi f jögurra vetra að aldri. En Jó- hann var kominn á 10. eða 12. ár, þegar hann nam á Laxa- mýri að vinnumanni þar, vís- indi ljóðagerðar. Krókur skáld- gáfu Jóhanns beygðist allra fyrst að leikritasmíð. Og þar með er það nokkuirn veginn vist, að hann var fyrst og fremst leikritaskáld. En Jóhann hefði aldrei orð- ið leikritaskáld, ef setið hefði alla æfi á heimahögum eða hlotið erfiðisvinnu-hlutskipti Bólu-Hjálmars, St. G. St. eða annara skáld-bænda. Og það er vafamál, hvort hann hefði orðið ljóðskáld i þeirra sporum staddur. Jóhann hefir að vísu gert 2 eða þrjú smákvæði, sem eru perlur — á þroskaárum sínum. En erfðagáfa hans í þeirri grein var eigi ríflegri en svo, að á skólaárum (tvítugs- aldri) kvað hann bláþunna góðtemplarasöngva, sem lesa

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.