Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Qupperneq 2
2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
pað villir enginn dauðanum sýn.
Þetla er sagan um Mac Nam-
ara sjómann —- mann, sem á
öllum úthöfum heimsins var
kallaður hinn „ódauðlegi“.
Fimmtán ára að aldri fór liann
með brezka barkskipinu
„Flintsliire“ frá Glasgow til
Royal Roads. Mánuðum seinna
fann annað brezkt skip, „Aret-
lensa“, litinn lekan bát undan
Hornhöfða, er rak undan veðri
og sjó. Á þóftunum í bátnum
lá rennblautur og meðvitund-
arlaus unglingur. Þegar búið
var að koma honum til sjálfs
sin aftur í sjúkraklefanum á
„Aretlensa", kom það i ljós, að
Mac Namara var sá eini, sem
komizt liafði lífs af, er „Flint-
shire“ fórst. Blöðin birtu af
honum myndir og að fáeinum
vikum liðnum var nafn hans
á allra vörum vegna þessarar
undursamlegu björgunar. Að
hann skyldi vera heila viku án
þess að fá vott eða þurrt í lek-
um, gömlum og fúnum báti úti
á reginhafi — og svo loks
af hreinustu tilviljun vera
bjargað, það var undursamleg
heppni.
Er frá leið fyrntist yfir þetta
æfintýri og nafn Mac Namara
gleymdist. Það munu víst fáir
hafa veift því athygli, þegar
„Lyderhorn“ fórst ári seinna
við árekstur á kolaflutninga-
skip, að meðal þeirra, sem
björguðust, var maður að nafni
Mac Namara. Það var ekki fyrr
en „Seminole“, skip Colonial-
útgerðarfélagsins, brann úti á
reginhafi, að nafn lians varð
að nýju heyrum kunnugt. Þá
var þess loflega minnzt, að
Mac Namara háseti hefði allra
manna mest lagt sig i liættu
til að bjarga farþegunum. Ein-
hverjir blaðamenn uppgötvuðu
þá jafnframt, að það var sami
maðurinn, sem einn komst lif-
andi af „Flintshire“, og þeir
notfærðu sér óspart þessi atvik
til að rifast um forlög og frí-
vilja.
Mac Nainara bar ekkert
skynbragð á forlög eða frívilja
og hann lét þau mál afskipta-
laus. En það var annað, sem
honum kom betur en blaða-
rifrildi um forlög sín, og það
var fjárfúlga, sem útgerðarfé-
lagið gaf honum fyrir hina
frækilegu björgun farþeganna
úr lifsháska. Og þar að auki
voru sumir hverjir farþeganna
ekki nízkir menn og létu eitt-
hvað af höndum rakna sjálfir.
í nokkra mánuði velti Mac
Namara sér upp úr peningum.
En loks gengu þeir til þurrðar
eins og svo mörg önnur lífsins
gæði, og Mac Namara varð að
nýju að sjá sér fyrir atvinnu.
Hann hafði komizt til New
York, ásamt þeim mönnum
öðrum, er björguðust af „Sem-
inole“. Og nú reikaði liann dag
eftir dag á milli skrifstofa út-
gerðarfélaganna, í þeirri von
að fá einhvers staðar atvinnu
að nýju. Loks hitti hann gaml-
an uppgjafa skipstjóra —
Sharp hét liann —, er um tutt-
ugu ára skeið liafði eins kon-
ar ráðningastofu á hendi. Þessi
Sharp kom Mac Namara að
sem liáseta á gömlu, fúnu, skit-
ugu 2000 tonna stóru flutninga-
skipi, sem hét „Atahualpa".
Það var að minnsta kosti 40—
50 ára gamalt, og tvívegis hafði
verið ákveðið að rífa það, eri
í hvorugt skiptið orðið af. —
Menn eru yfirleitt ágjarnir og
þeir vilja lialda í reiturnar í
lengstu lög. Að þessu sinni lá
„Atahualpa“ í skipakví í Brook
lyn og átti að flytja vopn og
skotfæri til Mexíkó, því þar
var uppreist.
Áhöfninni var borgað tvöfalt
kaup og þeir fengu fríðindi,
sem áhafnir annarra skipa
fengu ekki. En þetta slafaði
ekki af rausn né velvilja i garð
skipshafnarinnar, lieldur út af
vandræðum, því það fékkst
ekki nokkur sála á skipið nema
fyrir tvöfalt kaup. Það voru
fleSlir sannfærðir um, að í
staðinn fyrir að komast til
Mexíkó, yrði tæplega hjá því
komizt að sigla beinustu leið
til himnaríkis — en jafnvel
þangað vildu sjómennirnir
ekki fara fyrir tvöfalt kaup og
aukin fríðindi.
Mac Namara einn var ekki
smeykur. Hann hafði ekkert að
ótlast, hann vissi af gamalli
reynslu, að skip gátu farizt þó
ný væru, og loks var liann of
hamingjusamur yfir því að fá
atvinnu aftur, til að vera nokk-
uð að draga úr ánægju sinni
með ástæðulausum ótta. Hann
hló hæðnislilátri, kvaðst ekk-
ert þurfa að óttast, þvi að liann
hafði komizt heill á húfi af
„Flintshire“, af „Lyderliorn“ og
af „Seminole", hví skyldi hann
ekki eins komast lífs af úr
þessum dalli.
Það má vera að Mac Namara
hafi trúað á giftu sina, en svo
mikið er víst, að þessi orð hans
lifðu i hugum félaga lians og í
minni þeirra, sem björguðust
úr „Atahualpa“-slysinu.
Fyrir utan lítið sjávarþorp
á strönd Mexíkó, rétt á enda
leiðarinnar, flaug dallurinn í
lofl upp. Sjö af tuttugu og
þriggja manna áhöfn var
bjargað, þar á meðal Mac Nam-
ara.
Nú var Mac Namara orðinn
frægur. Þessi einstaka heppni
hans þótti ekki einleikin, og
fólk var sannfært um, að æðri
máttarvöld héldu yfir honum
verndarhendi. Héðan í frá var
hann ekki kallaður annað en
ódauðlegi Mac.
En frægðin er ekki alltaf til
góðs — og sizt af öllu slík
frægð. Það komst Mac Namara
því miður að raun um, því að
i hvert skipti, sem hann réði
sig á skip, gerðu hinir skip-
verjarnir uppreist og kváðust
livergi fara með þessum manni.
„Hann er hættulegur“, sögðu
hjátrúarfullu sjómennirnir, —
„það fylgir honum ógæfa, sem
lendir á félögum lians, og þeir
deyja.“ Orð þessara gömlu og
reyndu sjómanna liöfðu sin á-
hrif og þau stóðu Mac Namara
fyrir þrifum, því hann fékk
ekki atvinnu.
Þegar ódauðlegi Mac var
fullur, og það kom oft fyrir,
þá stærði Iiann sig af ódauð-
leika sínum og sagði, að sjór-
inn gæti ekki gert sér neitt
mein. „Eg skora dauðann á
hólm, og skora á hann að koma
ef hann getur og ef hann þor-
ir.“ Um leið rak hann upp
hvellan hæðnishlátur, drakk til
hotns úr glasinu og slöngvaði
því niður í gólfið, svo að það
lirotnaði í þúsund mola.
Eflir mikið stapp og langa
árangurslausa leit eftir at-
vinnu komst Iiann að lokum á
amerískt flutningaskip. Helm-
ingur áhafnarinnar voru negr-
ar, en lritt voru Englendingar,
Bandaríkjamenn og Skandí-
navar.
Það leið ekki á löngu unz
Mac byrjaði að stæra sig af ó-
dauðleik sínum og innan fárra
daga var öll skipshöfnin búin
að frétta af æfinlýrum hans.
Þetta hafði sín áhrif, einkum
á negrana, sem voru úr hófi
hjátrúarfullir. Þeir tóku sam-
an ráð sín og þeim kom sam-
an um, að einasta leiðin til að
bjarga sjálfum sér og skipiuu
væri það; að losa sig við þann
„ódauðlega".
Eina örugga ráðið var að
fleygja honum fyrir borð. En
dagaruir liðu hver á fætur öðr-
um og tækifæri til manndráps
buðust ekki nein. En svo var
það eina nótt, er ski^iið var
ekki Iangt undan ströndinni,
að Mac Namara stóð vörð
frammi á skipinu. Myrkurs-
þoka var á og þetta var hið
ágætasta tækifæri fyrir negr-
ana að losa sig við þennan ó-
lieillagrip. Þeir læddust aftan
að honum, réðust á hann og
fleygðu honum út fyrir borð-
stokkinn. Engin neyðaróp
heyrðust og enginn hvitur mað-
ur var sjónarvottur að þessu
fantabragði svertingjanna. —
Mac Namara var ekki saknað
fyrr en löngu síðar, er vakta-
skipti urðu. Skipinu var strax
snúið við og siglt eina mílu til
baka, en þegar mannsins varð
ekki vart á þeirri leið, var gef-
in upp öll von um að takast
mætli að bjarga lífi lians, og
skipinu snúið við.
Loksins var Mac Namara að
fullu.og öllú dauður. Og þó
gátu félagar hans naumast trú-
að því, vegna þeirrar atvilca-
keðju, sem á undan var geng-
in. Þeir trúðu því, eins og Mac
Namara sjálfur, að liann væri
ódauðlegur — og gátu alls ekki
sætt sig' við að trú þeirra væri
brotin þannig á bak aftur í
einni svipan og án noklcurs að-
draganda.
Um skipstjórann var nokkuð
öðru máli að gegna. Hann varð
að láta staðreyndirnar tala og
mátti ekki láta hjátrú né til-
finningar ráða gerðum sínum.
Hann skrifaði inn í skipsdag-
bókina, að Mac Namara liáseti
hefði á tilteknum degi, á til-
tekinni klukkustund og tiltek-
inni breiddargráðu fallið út-
byrðis, hans liefði verið leitað,
en ekki fundizt. Orsakir til
þessa skyndilega hvarfs væru
ókunnar og því ekki hægt að
álykta annað en að sökin væri
hásetans sjálfs.
Eftir Werner Granville Schmidt