Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Qupperneq 8

Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Qupperneq 8
VlSIR SLWNUDAG&BL<M) §ÍBM Sveppategundir í hitaheltis- löndum eru sumar hverjar sjálflýsandi, t. d. vaxa í frum- skógum Brasilíu sveppategund- ir, sem orsaka birtu, í Brezku- Guyana vaxa litlir sveppar á fúnum blöðum og feysknum lurkum, er valda blágrænni birtu, jafnvel i allmikilli fjar- lægð. Á Java er sveppategund ein, sem glitrar sem gull i nátt- myrkri. Iiéldu menn í fyrstu, að bér væri um falda fjársjóði að ræða, en urðu fyrir miklum vonbrigðum., þegar það var að- eins lítilf jörleg planla, sem þeir fundu. Bæði í Ástralíu og Af- ríku finnast lýsandi sveppir og snmstaðar í svo rikum mæli, að þeir lýsa upp heil Iandssvæði. Ef þess getið m. a. í ferðabók- um hve töfrandi það sé, að sjá f járhjarðir að nóttu til i þessum sjálflýsandi sveppbögum í Af- riku. • Auguste Piccard prófessor er fyrir löngu heimskunnur maður fyrir flug sín um háloft- in. Hann er sá maðurinn sem lengst allra hefir kornizt frá jörðinni. Piccard er Svisslend- ingur að ætt og uppruna, fædd- ur árið 1884. Faðir lians var þekktur háskólakennari þar í landi. Um margra ára skeið rann- sakaði Piccard liina dularfullu utanjarðargeisla gufuhvolfsins. Þann 27. april 1931 lagði haiin um hálf-fjögur leytið um morg- uninn i fyrstu háloftsför sína. Aðstoðarmaður hans, dr. Kipfer var með honum og þeir fóru í háloftsflugbelg, sem sérstaklega hafði verið smíðaður með þetta flug fyrir augum. Flughelgur- inn var 30 m. i breiddarþvermál og 50 m. á hæð; liann var fylltur með gasi. „Gondóllinn" sem mennirnir höfðust við í, var kúlumyndaður og smiðaður úr þunnu aluminium. Hann var þannig gerður, að hann þoldi ekki aðeins hinn mikla loft- þrýsting, heldur útilokaði liann að meira eða minna leyti hinn geigvænlega kulda háloftsins. Piccard hóf sig til flugs frá borginni Augsburg i Þýzka- landi. Fréttir um þetta flug höfðu borist út um alla ólfuna og menn biðu i feikn miklum Itf^kjiivík I iótmekkk Sótbrælan yfir bænum og nágrenn- inu hefir verið svo svört, að tvö skip hafa strandaS ' af orsökum hennar meS stuttu milli- bili. Hlutdeild í þessum reyk eiga óefaS hermannabragg- arnir, enda er Rvík aS nokkuru leyti orðin brezk borg, og dregur orSiS dám af sótreyk þeirra. LoftiS er svo andstyggilegt, að helzt ættu rnenn að ganga með gas- grímur — í versta tilfelli meS hey- grímur um göt- urnar. — Myndin er tekin niSur viS tjörn af fríkirkjunni, en hægra megin sér í sólina, sem naumast nær að skína gegnum mökkinn. æsingi nánari fregna um hvern- ig Piccard riði af. En Piccard hvarf út i himingeiminn og eng- inn vissi neilt um hann klukku- stundum saman. Menn voru famir að óttast um afdrif þess- ara fífldjörfu leiðangursmanna, og allar flugstöðvar Mið-Evrópu sendu flugvélar af stað til að leita þeirra. Flugvélarnar snéru, hver heim til sinnar stöðvar aftur, án þess að hafa orðið nokkurs vísari. Litli flugbelgur- inn með mönnunum tveim virt- ist að eilífu glataðui’, og menn- irnir sem voguðu lífi sínu . í hættu fyrir aukna þekkingu virtust ekki eiga afturkvæmt. Piccard prófessoi’ og Kipfer aðstoðarmaður lians voru taldir af, þegar sú fregn barst allt í einu út um heiminn, að þeir hefðu lent lijá Gurgl. Þetta litla þorp á landamærum Italíu og Tiróls var í sömu svipan orðið frægt um endilangan heiminn. Bóndi einn í nági’enni þorpsins, er stundaði veðurfræði í frí- stundum sinum, sér til gamans, varð fyrstur manna til að upp- götva flugbelginn. Hann sá í mánaskininu um nóttina ein- hvern svartan depil á glampandi h j arnbreiðum Gurgler j ökuls- ins. Þessi dökki depill var loft- belgurinn. Bóndinn sótti kenn- ara þorpsins og þeir fóru saman upp á jökulinn til að hyggja nánar að þessu. Þegar þeir voru komnir nokkuð upp á jökul mættu þeir tveim mönnum — sennilega smyglurum. „Hverjir eruð þið?“ kallaði kennarinn til þeirra. „Eg er Piccard! Og eg er feg- inn að sjá menn aftur“, var svarið sem þorpsbúarnir fengu. í þessu flugi komst Piccard 16500 metra upp í gufuhvolfið. En hann lofaði konu sinni því, þegar hann kom heim til sin aftur, að leggja aldrei i slíkt flug framar. Það liafði atvikast Jjannig, að hún ól barn — það fimmta í röðinni á meðan mað- ur hennar var tíndur uppi í liá- loftunum. Óttinn um hann hafði mikil álirif á hina barnshafandi konu, svo að hún tók það loforð af honum, að hann stofnaði lífi sínu aldrei i hættu framar uppi i gufuhvolfinu. Þetta loforð gat Piccard ekki haldið. Þekkingarleit hans var of sterk og hún varð að sitja í fyriiTÚmi fyrir öllu öðru. Hann bjó sig undir nýtt háloftsflug, og i það fór hann frá flugvellinum i Dubendorf lijá Zúrich. Fjöru- tíu þúsundir manna, þar á meðal voru konan hans og börnin fimm, horfðu á Piccard og að- stoðarmann hans, Cosyns, hefja sig til flugs. I þetta skipti kom- ust þeir enn hærra.upp i liáloft- in og í þessu flugi fékk hann þá hugmynd, að unnt myndi verða i framtíðinni að hefja áætlunar- ferðir milli hnatta. Nokkuru seinna reyndi hann í þriðja skiptið að liefja sig til flugs. En hann var ekki kominn nema örskammt frá jörðu þegar loftbelgurinn stóð í ljósum loga. Piccard bjargaðist naumulega með því að henda sér út í fall- hlíf. En þessi óheppni hefir ekki valdið neinu hughvarfi lijá vís- indamanninum. Nú hefir liann tvær fyrirætlanir. á döfinni. Onnur er að komast hærra en nokkru sinni áður uppíháloftin, hin er að kafa í stálkúlu dýpra niður á hafsdýpi en áður hefir verið gert. Pétur kemur til kunningja sinna með kúlu á höfðinu. „Hvernig fékkstu þessa kúlu?“ „Eg varð fyrir bifreiðarslysi.“ „Var það árekstur?" „Nei, ekki beinlínis. Konan min^ann ljóst kvenbár í bíln- um mínum“. Rétt fyrir stríðsbyrjun var maður nokkur í Englandi, sex- tugur að aldri, dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að stela 50 aurum. Ástæðan fyrir þessari ströngu hegningu var glæpsamleg fortíð hans. Af þessum 60 árum ævi sinnar var hann búinn að vera 36 ár i fangelsi. Fyrstu hegning- una hlaut liann átta ára að aldri. t heimsstyrjöldinni mildu var liann dæmdur til dauða fyr_ ir liðhlaup, en var náðaður og dóm/uim hreytt í fangelsisvist. Þegar hann var loks látinn laus, stal hann þessum fimmtíu aur- um og verður nú að dúsa i 10 ár inni til viðbótar. Austurríski leikariun, Arnold, lék einu sinni sem oftar hlut- verk i leikriti eftir samlanda sinn einn. Höfundinum ljkaði leikur Arnolds miður, fór á fund hans að loknum leiknum og sagði: „Segið þér mér, kæri Amold, livað er í veginum með yður? Þér sem eruð svo fjörmikill og skemmtilegur í daglegri um- gengni, liangið eins og líflaus drusla inni á leiksviðinu.“ „Þetta er ofur skiljanlegt mál, vinur minn, því að í daglegri umgengni fer eg með minn eig- in texta,“ svaraði leikarinn. Söngkona liélt fyrstu hljóm- leikana sína. Á hurðir áheyr- endasalsins var leh’að með stór- um stöfum: „Stranglega bann- að að taka hunda með sér inn í salinn.“ En að hljómleikunum loknum laumaðist einhver á- heyrandinn til að bæta undir áletrunina: „Stjórn dýravemd- unarfélagsins“. A fjórtándu öld barsl svarti dauði austan úr Asíu yfir alla Litlu-Asíu og Norður-Afriku og gervalla Evrópu. I Englandi var hann svo skæður, að fleygja varð líkunum í hópum í grafirn- ar, þinginu var sagt upp og fólk- ið flýði unnvörpum borgirnar. Á einum ársfjórðungi drap þessi drepsótt fjórða hvern mann í Evrópu eða jafnvel meira.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.