Vísir Sunnudagsblað - 09.02.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 09.02.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ hennar himinbláar sonnettur allt sitt líf, og listmálararnir krota myndir liennar á neglur sínar og gleyma meðalinu. Hún roðnaði þegar hún var að bögglast við að lesa nafnið mitt á lyfseðlinum. Verið þér ekki að puða við að stafa yður fram úr þessu fröken, þetta er vit- laust skrifað. Þreif seðilinn úr skjálfandi höndum kvenmanns- ins, hirti mín glös og gekk út. Hún getur aldrei elskað mann með ljótu nafni. Sennilega hefði hann lengi haldið áfram að tala um þessa yndislegu afgreiðslustúlku, hefði ekki vinur okkar, Halli Halls listmálari, stopj)að okkur og beðið mig að lána sér „tú- kall“. Ekki að tala um, segir Mala- kías. Svona flækingur eins og þú að vera að biðja um peninga. Fjandastu til að fá þér heiðar- lega atvinnu, eða reyndu minnsta kosti að yrkja kvæði. Þessi babbismaklessuverk þin eru nú bara svoleiðis, að enginn sannkristinn maður getur horft á þau án þess að örvinglast. Þetta er ekki list. Þetta er hróp- andi uppreist gegn hinni einu, sönnu, lifandi list. Það væri rétt- ast að drepa þig. En af því eg er kominn í fasta atvinnu, þá .... Og liann dregur upp eina krónu af þessum þremur, úr buxnavasa sínum, og gefur honum. Og það er meira að segja ekki ómögulegt að eg miskunni mig yfir þig, eins og eftir svona viku tíma og gefi þér tiu krónur, jafnvel þótt þú sért þessi andskotans auðnu- leysingi sem ómögulegt er að kannast við án þess að skamm- ast sín. Og svo gengum við inn i Hljómskálagarðinn. — Hvað á maður að gera við svona dreng eins og hann Halla greyið Hallsáon? spurði Mala- kías Hírónemusson. Svona at- vinnulaust kvikindi sem ekki á sér málungi matar ? Værí ekki reynandi að senda hann á Klepp? Við seltumst á bekk í garðin- um. Þrjár ungar stúlkur gengu fram hjá og flissuðu. Gamall maður, í svörtum vetrarfrakka, stakk niður stafnum sínum í takt við hin varfærnu, hæglátu fótatök. Aðra hendina hafði hann aftur á baki og liorfði beintfram. Auðsjáanlega grand- þekkti hann heiminn, eins og sá sem veit.að það er ekki ó- maksins vert að snúa til höfð- inu og líta í kringum sig, en röltir þetta suður í garðinn, áð- ur en hann fer að sofa, af ein- skærri kurteisi við kvöldið. Á öðrum bekk sátu piltur og stúlka og hölluðu sér hvort að öðru, heit og hamingjusöm í sinni ungu ást, en nokkrar þög- ular kríur stungu sér letilega eftir liornsílum í tjörnina. Kerlingavellan hjúpaði ræt- ur Öskjuhlíðarinnar eins og hvílur dúnn. Malakías benti þangað austureftir og mælti: — Hér var það sem Róm brann á einu kvöldi. —- Var spilað á fiðlu? spurði eg- Og hann svaraði: — Það kvöld sprakk streugur gleðinn- ar á sítar söngvarans. Á eg að trúa þér fyrir leyndardómi Iífs mins ? — Nei, blessaður gerðu það ekki. — Það byrjaði eiginlega i Kjósinni, sagði hann. — Hún var falleg og hafði netta fætur. Það var til hennar sem eg orti þetta gullfagra kvæði sem endar svona: Og' ástin þín er ekki lengur til, og enginn fugl i brjósti mínu syngur. — Til liverrar? spurði eg. — Kjósinnar? .... Og við gengum fram að á, og þar horfði eg inn í hyl- djúp augun i henni og las henni ^.kvæði kvöldsins. Hvernig get- urðu orkt svona fallega? sagði liún. Það er lítill fugl inni i brjóstinu á mér sem syngur. Ó, hvað eg vildi að eg ætti svona fugl í brjóstinu á mér, sagði hún. Fuglinn, það ert þú sjálf, sagði eg og kyssti hana á kinn- ina. Þá roðnaði hún á kinninni sem eg kyssti hana ekki á. Svona var hún saklaus og ynd- isleg. Og við reykuðum um ang- andi jörðina, í óslökkvandi Jxtrsta eftir nýjum faðmlögum, nýjum kossum, nýjum kvæð- um, heilt síimar uppi i Ivjós, og eg gat ekki sofið fyrir sælu. Þá byrjuðu í mér veikindin. Síðan fór eg suður. Svo kom hún. Eitt kvöldið löbbuðum við hérna austur Laufásveginn. Auðvitað fann eg að liún var breytt. Þú ert að breytast, Lóló, sagði eg. Agaleg vitleysa, sagði hún. Eg er bara í nýrri kápu. Yið settumst á grastó milli steina í Öskjuhlíðinni. Hún hlustaði á tvær sonnettur, sagðist svo ekki vilja meira. Og hún straulc yfir hárið á mér; þetta yndæla, Jjykka hár, sem hún hafði svo oft gripið i með sínum grönnu, sólbrúnu fingr- um, i óviðráðanlegum gáska ástariunar og sagði: Malli, minn, Jjetía er ekki til neins, góði. Þetta var bara eins og liver ann- ar sumargróður sem fölnar í liaustgolunni. Eg sagðist elska hana, og eg sá J)að var sorg í augum hennar. Þú elskar mig lika, Lóló, sagði eg. En hún sagði bara að eg væri voða sæt- ur, og strauk aftur yfir hárið á mér. En þetta er ekki til neins, Malh minn. Þú ert alltaf að deyja úr allskonar sjúkdómum, og færð aldrei neitt að gera. Þú ert meira að segja orðinn kinn- fiskasoginn eins og gamal- menni. Flibbinn J)inn er skit- ugur og buxurnar þínar trosn- aðar. Við skulum ekki láta of- urmagn ástarinnar lilaupa með okkur í gönur. Og hún stóð upp, og livarf út úr lífi mínu og gat varla gengið fyrir liarmi. Það kvöld glataði eg æskugleði minni. Eg grét Iiana niður í grjótið í Öskjuhlíð- inni og bef ekki fundið liana síðan. Við sátum lengi hljóðir eftir J)essa raunalegu sögu. Kerling- arvellan horfin. Stormur. Vind- sveipur kom austan garðinn og feykti að fótum okkar rifnu auglýsingablaði. Á það voru teiknaðir tveir fallegir fiskar með stórum, svörtum stöfum fyrir ofan: Borðið sild! Eins og í hugsunarleysi tók Malakías það upp af götunni, vöðlaði því sainan í vindling og beit í J>að eins og skro. Og við stóðum upp og rölt- um heim í liáttinn, eg og liann Malakias vinur minn. KROSSGÁTA Lárétt: I Hestnafn. 5 Hljób. 9 í fjárhúsi. II Ráf. 13 Gjaldkeri. 14 Kauptún. 15 Orkuver. 18 Risti. 20 Ólíkt. 22 Lögn. 24 Andköf. 26 Teiggirðing. 28 Skammstöfún. 29 I dalbotninum. 32 Strýkim 34 Upphró[Hin. 35 Hægfara. 38 Kvenmannsnafn. 39 Bókstafur. 41 Engin eftir. 44 Grönn. 46 Sæti. 48 Hryssunafn. 51 Flokkur. i 52 Samkoma. 54 Hreyfist. 55 Vondar verur. 56. Skrifa. 57 Bragðsterkt. 60 Forsetning. 61 Vatnsfall. 64 Utan. 66Reykja. 67 Tegund. 69 Ekki djúpt. 70 Mannsnafn. Lóðrétt: 2 Reita. 3 Úrgangur. 4 Sig. 5 Fugl. 6 Kom fyrir. 7 Forsetning. 8 Letingi. 10 Ótti. 11 Önugur. 12 Merkir. 16 Farartækjastjórar. 17 Yfirmenn ‘á Suð- ureyjum. 19 Stúlka. 21 Hvíld. 23 VeiðiaðferÖ. 25 Félag. 27 Sainhljóði. 30 Trésmiður. 31 Hæð. 32. Á samskotalistum. 33 Félags forseti. 36 Bókstafur. 37 Mannsnafn, þlf. 39 Gildur. 40 Fæði. 41 Ogn. 42 Ófríð. 43 Flutningaskipstjóri. 44 Háskólakennari. 45 Heimsk. 46 Úthrelddan félags- skap. 47 Verkfæri, J)lf. 49 Vegalengd. 50 Tegundina. 52 Halda ræðu. 53 Umbúða. 58 Par. 59 Konunaín. 62 Álegg. 63 Lindýr. 65 Félag. 68 Tveir eins.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.