Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 3
t ræður í því tilefni, en ekkert skildi eg af þeim annað en að eg væri góður íslenzkur„fysak“! Endaði sú veizla 'á mjög svo skemmtilegu „Zardas“ (veil- ingahúsi, eiginlega gistihúsi. Zarda er ungverska orðið yfir klaustur). Leyfi eg mér að segja að þeir sem ekki hafa ver- ið fullir á ungverskum Zardas, viti ekki livað fyllerí er! Ungverjar eru mjög kurteisir /ínenn. En laus er þeim höndin og jafnvel hnifurinn, ef í það fer. Þó er vandalaust að um- Ungversk stúlka við rokkinn sinn. gangast þá, ef gáetni er við höfð, þvi aldrei hef eg orðið þess var að þeir réðust að mönnum án saka, raunar lief eg aldrei orðið fyrir þeim búsifjum nema í höfuðborg íslands. Kann það nokkuð að stafa af þeim orsök- um sem lýst er í vísunni al- 'kunnu: „Þar sem enginn þekkir mann,“ o. s. frv. Af þeim borgum sem eg' hefi séð, þótti mér Búdapest skemmtilegust og æfintýraleg- ust. Bar margt til þess. Ung- verjar eru hressir menn og fjör- ugir, en jafnframt menntaðir og sérlega prúðir, þó blóðið sé lieitt og funi í skapinu. Þá er hljóm- lisl landsins ógleymanleg, vínið gott og konurnar fagrar! En það er þó líklega ekkert af þessu, sérstaklega, sem gerir ferða- inönnum Búdapest sérstaklega minnisstæða, því víða eru skemmtilegir menn, gott vín og laglegar stúlkur. Heldur mun það vera „stemning“ sú spm sérkennileg er fyrir borgina. Pétur karl lýsti henni á þessa Jeið: „Fari það hoppandi að mér finnist eg vera komin til útlanda fyrr en eg er komin til Búdapest. Það er einliver skratt- inn i loftinu liérna sem gerir mig kendann, jafnvel þó eg smakki ekki neitt!“ Msib SUNNUDAGSBLAÐ 3 Við Pétur urðum samferða frá Ungverjalandi. Nokkrir vin- ir okkar fylgdu okkur á stöðina í I?est. Og þegar eg hlustaði á kveðjuliróp þeirra fann eg i fyrsta og síðasta sinn til sakn- aðar við burtför úr mér óskyldu landi. — „Elien, elien, elien!“ hrópaði ungur rithöfundur, sem nokkrum árum síðar varð heimsfrægur. „Isten Önnel! Vissonllalasra!“ (Góðar stundir, hittumst heilir). Hann rétti okk- ur að gjöf stóra tágaflösldi inn um lestargluggann. „Ivöszönum, igen jol!“ (Kær- ar þakkir) svaraði eg, og gat nú borið þetta skiljanlega fram. — Pétur karl var reiðulegur á svip, en tár voru samt í augum hans, því á stéttinni stóð heldur lagleg stúlka, brosandi út undir eyru og endurtók í sífellu: „Zairat lek! Zairat lek!“ „Hvað segir hún?“ hvislaði Pélur með grátstaf í kverkun- um. „Ilún segist elska þig, Pétur.“ Þá tók karl upp vasaklútinn og þurrkáði sér um augun. „Guð blessi hana,“ mælti liann klöklc- ur. „Þetta verður nú líklega seinasta æfintýrið mitt. Og lum eískar mig áreiðanlega, því liún vildi ekki taka við nema einum skítnum þúsund pengö.“ „Iíysstir þú hana, Pétur?“ spurði eg. — En |)á varð karl byrstur og hvessti á mig augun. „Ertu vitláus,“ sagði hann. „Heldurðu að eg sé einhver bölvaður flagari!“ Krossgáta. Skýring á krossgátunni í síðasta Sunnudagsblaði Vísis. Lárétt: 1. Blesi, 5. Öskur. 9. Kró, n. Ark, 13. K.J., 14. Borgarnes, 15. Ar, 181 Skar, 20. Munur,,22. Kæst, 24. Sog, 26. Nær, 28. N.K.A., 29. Innfrá, 32. Nuddar, 34. Uss, 35. Seinn, 38. Ósk, 39. Sje, 41. Allar, 44. Mjó, 46. Stólar, 48. Skjóna, 51. Kór, 52. Mót, 54. Rær, 55. Ár- ar, 56. Letra, 57. Ramt, 60. Af, 61. Ljósafoss, 64. A11, 66. Ósa, 67. Art. 69. Grunt, 70. Marís. Lóðrétt: 2. Lú, 3. Skot, 4. Irr, 5. Örn, 6. Skeð, 7. Um, 8. Skussi, 10. Ógnun, xi. Argur, 12. Krítar, 16. Vagn- stjórar, 17. Landstjórar, 19. Konu, 21. Næöi, 23. Skar, 25. K.R., 27. Au, 30. F.S., 3r. Ás, 32. N.N., 33. Dó, 36. E.Æ.L.. 37. Nóa, 39. Stór, 40. El, 41. Ar, 42. Ljót, 43. R.S., 44. M.J.. 45. Ónæni, 46. Skátar, 47. Ál. 49. K.M., 50. Artina, 52. Messá, 53. Trafa, 38. Hjón, 59. Ásta, 62. Ost. 63. 'Orm, 65. M.R., 68. I.I. EDGAR ALLAN POE: UKAllALMMÐ Þar sem illra vætta vegi vísar enginn bjarmi af degi, þar sem ríkir Gríma grá grafarmyrkum leiðum á, heim úr norðurhjarans löndum hélt eg- burt frá eyðiströndum, þar sem ógn og undur glíma utan rúms og tíma. Rökkurhellar, hamrarið, hroðafenjum gnapa við; gljúfurelfa fimaflóð flæmd um risaskógaslóð, daggarmóðu drungalá drýpur hnípnum greinum frá; reginfjöll með fannahjúp faðma strandlaus marardjúp, stormtryllt höf, sem hrannast á himinvangans roðagljá; flæðilönd í Fúlutjörn fóstra snjóhvít liljubörn. Fúlutjarna flæðiland, forardýki um kvikan sand, snjóhvít blóm við doðadá dreymir skriðufjöllum hjá, þar sem ísgrá öspin rís yfir frosksins paradís. Illra vætta einkabyggð, augans mikla viðurstyggð, vota, fúla froskagröf, fáránleikans hefndargjöf, ferðamannsins furðusjón flögrar um þín gráu lón; minninganna flóttafans flækist þar um götu hans; ástvinir, sem gistu gröf ganga þar með heljartröf, andvarpandi af illum beyg; endurminning nærð af geig. Hverjum þeim, sem þekkir sorg, þessi röku vofutorg, verða líkt og gestum góð gróðurvin á eyðislóð. Vökulúinn huga hans heillar dul þess kynjalands. Mannlegf auga aðeins má undur þessi í leiðslu sjá. Vörður þessa leynda lands leyfir þjáðri sálu manns gegnum litað gler að sjá gullin sín þar vfirfrá. \ Eftir dimmum eyðisöndum, illra vætta heimalöndum, þar sem ríkir Gríma grá grafarmyrkum stóli á, heim af norðurhjarans vegi hélt eg þegar lýsti af degi. Pétur Benteinsson, frá Grafardal þýddi. I

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.