Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 16. febrúar 7. blað KRISTMANN GUDMUNDSSON: IIID MÍISf Fagra bláa Dóná, dásömuð í ]jóðum og lögum, er því miður mjög sjaldan blá! Eg hef talað við gamla menn í Wien, Brad- islawa og Búdapest sem hafa lifað allan sinn aldur við ána og aldrei séð bláma hennar. En morgun einn sat eg á verönd minni á hótel Bristol i Búdapest og horfði á elfuna. Þá sló allt í einu á hana skærum irisbláum bjarma, undra f ögrum. Þar sem eg hafði hjá mér stóra rykslegna flösku af hinu dýrlega víni landsins, Tokayer, grunaði eg augu mín um græsku. En í saniá bili kom út til mín vinur minn norskur, er með mér var, honum varð litið á ána og hann sagði: „Det var da som faen! Elva er jo blaa!" Það leikur æfintýraljómi um ána og þó hún sé oftast grá, er hún fögur og virðuleg, dulráð og draumslungin, þar sem hún liðast gegnum skóga- og hæða- lönd Austurrikis og sléttur Ung- verjalands. Sumstaðar á bökk- um hennar standa rústir fornra æfintýraborga, kastalir riddara sem löngu eru orðnir að mold. En á björtum vordegi hvilir perlulit góðviðrismóða yfir skógunum, og á sefeirunum við ána sitja rauðklæddar meyjar hvíta gæsahópa. , Eitt sinn i æsku minni tók eg mér far með einu af skipum þeim sem eru i förum milli Wien og Budapest. Lagt var af stað snemma morguns frá f'BROT ÚR GAMALLI FERÐASÖGU Wien; skipið var fullt af far- þegum og glatt á hjalla um borð. Ægði þar saman mesta fjölda af, þjóðum, og aragrúi tungumálanna mun naumast hafa verið meiri í sjálfum Bab- el. Það var vor, ihnþungur hiti í lofti, og unga fólkið þarna 'niður frá ekki mjög kreddufast. Áður en eg vissi af var eg sestur að drykkju með hóp af ungu fólki sem haf ði það eitt sameig- inlegt að kunna Wienarísku og geta bölvað á „Wi-enna", en svo nefnist mállýzka ein sem tíðkuð er meðal lægri stéttanna í Wien og er ekki auðlærð. Sólin skein, Tokayerinn rann Ijúflega niður og mennirnir voru bræður! Eftir nokkra stund vorum við farin að ræða saman — hvort á sínu tungumáli! Ástúðleg ser- bensk systkini sátu sitt hvoru megin við mig og rómuðu feg- urð lands sins á sinni eigin tungu, sem mér finnst hljóm- fegurst allra slafneskra mála. Það skal þó tekið fram að eg skildi fæst af þvi sem þau sögðu! En þegar stúlkan bauð mér „dús", krafðist eg þess að það skeði „upp á íslenzku". Þetta féll í mjög góða jörð, svo að eftir litla stund voru öll „pör" við borðið orðin „dús" á sama hátt. Eg var búinn að basla við að Konungshöllin í Búdapest. Landslag við Dóná. læra litilsháttar'i ungversku og langaði til að æfa mig í henni'. Þess vegna greip eg tækifærið og yrti á herramann einn er sat við næsta borð og var nokkuð við aldur, mér var sagt að hann væri ungverskur. „Jo napot kivanok, uram," sagði eg. „Bocsasson meg, he — elien!" „Elien," svaraði hann. Elien þýðir skál (yður til heilla). Karlinn var auðsjáanlega ekk- ert mjög áfram um að kynnast mér, hann var fýlulegur á svip- inn. En eg var ekki á þvi að gef- ast upp. — „Engedje meg, hogy magamat —" byrjaði eg á nýj- an leik, en mundi svo ekki meira af þeirri setningunni. í sama bili fauk karlinn upp all- grettin. „Ka i helvete er dettane for nokke volapyk!" »hreytti hann út úr sér og hvesti á mig augun. „Kan ikkje du snakke nokke menneskjesprok, du da?" \ „Æ hver skollinn, ertu norsk- ur!" varð mér að orði. Eg skammaðist mín fyrir frammi- stöðuna en sá gamli tókst allur á loft: „Þú ert norskur, mann- skratti!" mælti hann blíðlega. „Og pratar skit! — Komdu hingað lagsmaður og fáðu þér eitthvað i gogginn, heldur en að sitja þarna og brúka kjaft á golf rönsku!" Þetta varð upphafið að góðri vináttu. Karlinn var forríkur uppgjafaverkfræðingur úr Osló, skýr og skemmtilegur og ákaf- lega hreinskilinn. Ekki veit eg hvað orðið hefir um hann nú upp á síðkastið; en eg vona að hann hafi fyrirgefið mér að eg gerði hann dð fönikiskum kaupmanni í einni af bókum minum! ¦— 1 þetta sinn var hann é leið til Búdapest.„En það er engin skemmtiferð," sagði hann, „síður en svo. En síðan eg hætti að vinna, setjast stund- um að mér svoddan djöfulsins leiðindi. Mér finnst konan mín orðin ljót og eg missi matarlyst- ina! Þá f er eg of an i banka, nesta mig vel með peninga og skelli mér inn i næstu lest sem fer til útlanda. Svo í næsta landi sendi eg kerlingunni skeyti að eg komi ekki i kvöldmatinn. Eg hefi' það nú svona, karl minn; þvi eg veit ekkert leiðinlegra en

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.