Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 16.02.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍ1»A\ Söngkennari nokkur, sem jafnframt lék mikið ;á selló, fór til Johannesar Brahm’s og bauöst til að leika með honum sellósóló, ef Brahms annaðist undirleikinn. Brahms settist við hljóðfær- ið og samleikurinn hófst. En Brahms lék af þvilíkri áfergju, að söngkennarinn liætti allt í einu og lirópaði: „Þetta getur ekki gengið! Eg lxeyri ekki einu sinni til sjálfs mín.“ „Hamingjusami maður!“ svaraði Brahms þurrlega og hamraði með sömu áfergju á slaghörpuna eins og ekkert befði i skorizt. Þrátt fyrir það, að flestöll menningarlönd jarðarinnar berjast öflugri baráttu gegn ópíumneyzlu eru þó nokkrar opinberar ópíum-verksmiðjur til, sem framleiða ópíum — að- allega í lækningaskyni. Hollenska ríkið starfrækir eina slíka verksmiðju — stærstu ópíumverksmiðju í heimi i Batavia. Framleiðslan kostar offjár, ekki aðeins vegna þess hve tæk- in eru dýr, heldur og sökum þess hve mikillar og nákvæmr- ar aðgæzlu þarf við fram- leiðsluna. Eitt sem meðal annars kemur til greina i þessu sambandi, er gæzlan á mönnum þeim er að framleiðslunni vinna. Á hverjum morgni verður starfsfólkið að ldæða sig úr hverri spjör i sérstöku herbergi og fara nakið yfir í annan sal, þar sem þvi eru fengin töiusett vinnuföt. Á meðan fólkið er við vinnu, er dyrum verksmiðjunnar liarð- læst og enginn fær að koma inn né fara út. Þegar starfsfólkið fer út, klæðir það sig úr fötunum í sama salnum og það fór i þau, afhendir verkstjóranum þau og númer sitt, svo hann geti séð að enginn verði eftir. Þegar það hefir afklætt sig verður það að stökkva allsnakið og með gal- opinn munn yfir trébekk á gólf- inu í viðurvist verkstjórans, en að því loknu fer það yfir í stof- una þar sem fatnaður þess er geyindur. — Þessar varúðar- reglur þykja ef til vill helzt til yfirdrifnar, en r.eynslan hefir sýnt, að þetta starfsfólk neytir allra bragða til að smygla ópíum og tekst það undarlega oft. — Hið tilbúna ópíum er látið í tin- túbur og starfsfólkið —- sem að- allega eru Malajar — eiga að gæta þess að túburnar séu held- ar. Þetta gerir það með því, að þrýsta túbunum inn i einskonar trépressu, en hraði fólksins við þetta starf er svo mikill, að liver einstaklingur getur prófað allt að 25000 túbum á dag. • í sérhverju menningarlandi heims, stendur lögreglan alveg sérstalclega á verði gegn ópium smygli. En smyglararnir liafa allar klær í frammi og oft ná þeir undraverðri leikni í starfi sínu. Einn liinna alræmdustu og leiknustu smyglara var kona ein í Singapore, Molly Vander- loor, að nafni, en gekk venju- lega undir nafninu „nornin frá Singapore“. Hún var hvarvetna alkunn þai- sem eitthvað þekktist til óp- íumeiturs. Yfirvöldin liöfðu aldrei hendur i hiári hennar. Malajarnir báru lotningu fyrir henni, sem einhverri yfirnátt- úrlegri veru. 1 þeirra augum hafði hún sex skilningarvit. Sjötta skilningarvitið var hæfi- leiki til að skynja svik — ávallt það snemma að þau komu henni ekki í koll. Ef að einhver maður hvarf skyndilega og á dularfullan liátt, án þess að koma noklcurn tíma fram aftur, þá vissu allir hvers sök það var. Nornin frá Singa- pore hafði glæpinn á samvizlcu sinni. En sannanir fengust ald- rei neinar. Það óttuðust allir sjölta skilningarvitið og hina hræðilegu hefnd sem beiö þeirra. Hún losaði sig líka í tæka tíð við öll hættuleg vitni. Molly Vanderloor — norn- in frá Singapore — var undur fögur. Hún bjó i mjallhvítri liöll er gnæfði við himinn á hæð einni utanvert við Singapore. Útsýn var þaðan víðáttumikil og fögur — en það sem mest um vert var, að þaðan var ágæt yfirsýn yfir höfnina og strand- lengjuna svo langt sem augað eygði. Molly Vanderloor var vell- auðug. Hún græddi á öllu — hún græddi ó ópíumsölu og sölu annarra eiturlyfja, hún græddi á hvítri þrælasölu og hún græddi á sölu hernaðarleyndarmála. Að vísu komu kærur á hend- ur Molly Vanderloor og lög- Á myndinni sjá'iS þið hvernig- birtan af eldspýtunni lýs- ir u'pp andlit stúlkunnar, sem er að kveikja sér í vindlingi. — Þeir, sem eiga góðar myndavélar ættu ab spreyta sig á svona myndatöku. ÞaS er skemmti- legt, og oft hægt aS ná ágætum og fágætum myndum. Svavar Hjaltested blaöamaSur tók myndina. reglan vissi reyndar um feril hennar -— en í hvert einasta skipti er hún gerði húsrannsókn hjá „norninni frá Singapore“, fór lögreglan erindisleysu, því þar fannst ekkert er bent gæti til glæpsamlegra starfa. Og það var ekki nóg að lögreglan færi erindisleysu, lieldur og varð hún að biðja Molly Vanderloor afsökunar á frumhlaupum sín- um og frekju. Molly sat með trompin í höndunum, og svo slæg var hún, að í hvert sinn sem liún tókst eitthvað veiga- mikið á hendur, leiddi hún lög- regluna ávallt á villustigu með undraverðri leikni. En örlög „nornarinnar frá Singapore“ urðu hræðileg. Hún var að flýja ásamt sex innfædd- um smyglurum á hraðskreið- um vélbáti undan lögreglunni í Singapore. Trylltur eltingar- leikur liófst fyrir utan hafnar- mynnið. Allt í einu skall alda yfir bát smyglaranna, hánn fylltist og í sama vetfangi har að hóp hákarla er bútuðu líkami smyglaranna Sundur og átu ]iá. Þannig urðu afdrif „nornar- innar frá Singapore“. • Á frægðarárum Girardi’s var hann lagður í einelti af rithand- arsmölum, en það var eitt af því versta, sem fyrir hann gat lcom- ið — og hann var vanur að leggja á flótta straxoghannkom auga á einhvern rithandar- smala. Eitt sinn var hann að drekka te inni i kaffihúsi, og þá sá hann sér til mikillar skelfingar hvar maður stóð fyrir framan hann með rithandabók í hendinni. Girardi var eklii undankomu auðið og honum var nauðugur einn kostur að sitja kyrr. O, Sivílík naotn! „Afsakið,“ sagði komumað- ur. „eg heiti Trödlinger.“ „Eg votta yður samúð mína, þetta er vissulega hræðilegt nafn,“ svai’aði leikarinn, „en eg veit, að það er ekki yður að kenna.“ Komumaður stóð ráðalaus og labbaði svo sneyptur á brott. • í Wínarborg var eitt sinn hljómsveitarstjóri, sem ekki var vinsæll meðal hljóðfæraleikar- anna. Hann sá sér því þann kost vænstan, að láta sér nægja að veifa taktstafnum án þess að láta nokkurar sérstakar óskir í ljósi. Eitt sinn brá hann þó út af vana sínum og lieimtaði mjög freklega, að tónverk, sem hljómsveitin var að æfa, væri leikið með miklu meiri liraða en venja var til. Þá reis einn hljóðfæraleikar- inn hálvondur úr • sætinu og sagði mjög birstur: Ef þér segið eitt einasta orð í þessa átt framar, hljómsveit- arstjóri góðui’, skal yður ekki hlíft við því, aðihlusta á verkið eins og þér heimtið að það sé leikið. Faðirinn: „Hvað getið þér boðið dóttur minni?“ Biðillinn: „Má eg ekki biðja yður að vera svo góðan og bjóða fyrst.“ „Sælinú Láki! Yeistu það, að eg ætla ennþá á grímudansleik. En segðu mér hvernig í ósköp- unum eg á að búa mig út svo að enginn þekki mig?“ „Eg get sagt þér það Pétur, þú skalt bara vera eins og al- mennilegur maður.“ ' /

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.