Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ mál, en eru sjálfum sér lögmál af því að lögmálið er ritað í hjörtum þeirra.“ Það er ekki torskilið hverjir hafa ritað þetta lögmál í hjarta Arnórs, honum ósjálfrátt og óafvitandi; það er lestur gullaldarrita vorra ög 19. aldar bókmennta, og éinkánlega það, að hann hefir átt því láni að fagna, eins og flestir, ef ekki allir, málverndarmetínirnir, að njóta uppfósturs á góðu sveita- heimili hjá bókhneigðu greind- arfólki, sem vandlæting fyrir hönd móðurmálsins hefir verið svo töm, að það hefir ekki tekið sér óivandað mál í munn. En það sem í minum augum tekur af öll tvímæli um það, að „sjón- armið gömlu kyn!slóðarinnar“ er ekki jafn-feigt og hún sjálf, er jjað, að meðal þeirra mörgu, sem hafa þakkað mér fyrir grein mína um „hinn ilmandi skáldskap“, eru engu færri af kynslóð A. S. og H. K. L. og þaðan af yngri mönnum, en af þeirri kynslóð, sem A. S. gerir mér þann heiður að kenna mig við, svo að það er varla til neins fyrir hann að gera sér vonir um, að „sjónarmið gömlu kyn- slóðarinnar“, sem hann nefnir svo, fari í gröfina með henni. A. S. segir síðár í inngangs- hugleiðingum sínum, að það muni m. a. hafa valdið þeirri breytingu, er orðið líafi á síð- ustu áratugum,’ á vandfýsi manna um málfar, að mönnum hafi „skilist það, þegar nýjar hugmyndir flæddu svo ört yfir landið, að það dygði mólinu lít- ið, að halda því á fornum grunni. Það yrði að endurskap- ast.“ En ef A. S. vill með þess- um orðum gefa í skyn — og á því getur tæpast leikið vafi — að þessi uppgötvun hafi verið gerð á síðustu áratugum, þá er slíkt hjal af gáleysi einu sprott- ið, svo að lagt sé út á betra veg. Það sem er af viti í liinum til- færðu setningum, hafði mönn- um skilizt löngu fyr, og engum betur en þeim, er staðið hafa fremstir í flokki málverndar- manna. Þeir hafa, a. m. k. allt frá dögum Sveinbjarnar Egils- sonar og Jónasar Hallgrímsson- ar, myndað fjölda orða til að tákna ný hugtök, og gera enn í dag. Þeir B. J. og J. ÓI. voru með þeim fremstu í þeim flokki um sína daga, og tæpast hefir nokkur fræðimaður skrifað svo bók síðustu 100 árin, og vel það, um nokkurt efni, sem íslenzk tunga var ekki þaultamin við að fornu fari, að hann hafi ekki myndað fleira eða færra af ný- yrðum, misjafnlega snjöllum að vísu, en þó í samræmi við lög og. eðli tungunnar, eftir því sem kunnátta og leikni nýyrða- smiðsins hefir leyft. Og það get- ur mér með engu móti skilizt, að „hið nýja hugmyndaflóð“ liafi valdið þvi, að þörf hafi verið á að „kippa málinu af fornum grunni“ í þeim skiln- ingi að taka upp útlenzka orða- skipun og útlendar ambögur og yfirleitt að ganga á snið við það sjónarmið, er eg lýsti hér á undan og farið hefir verið eftir alla tíð, frá því er endurreisn tungunnar hófst á öndverðri 19. öld. Allra sízt ætti þess að ger- ast þörf í ekki meiri vísindarit- um en skáldsögur H. K. L. eru. Og ekki er það annað en for- deild, að vera að bögglast við að búa til nýyrði um allcunn hug- tök, sem ágæt orð hafa verið til að tákna, svo lengi sem ís- lenzk tunga hefir verið töluð og rituð, og enn eru á livers manns vörum, eins og t. d. orðskrípið „uppalsla“ í staðinn fyrir „fóst- ur“. II. A. S. er svo vænn að telja það misskilning, að grein mín sé rit- uð „af illgirni eða til að ná sér niðri á H. K. persónulega“, eins og ýmsir muni lialda. Hann hefir þar rétt að mæla. Er hvorttveggja, að því fer fjarri, að eg eigi nokkuð sökótt við H. K. L. persónulega — þeklci hann ekki einu sinni í sjón og hef það fyrir satt, eftir samhljóða vitn- isburði allra kunningja minna, er til hans þekkja, að hann sé einstakt prúðmenni í öllu dag- fari — og hitt, að ekkert í grein minni getur gefið nokkurt til- efni til að ætla, að liún sé skrif- uð af þeim hvötum. Munu þeir einir ætla slíkt, er tamt er að láta vild eða óvild stýra penna sínum, er þeir rita um verk annarra. Sjálfur telur A. S., að eg „gangi óþarflega freklega til verks“, er eg taki mér penna í hönd.“ Þetta kann að vera. Mér finnst það eklci, og menn þekki eg, er telja, að eg hafi tekið allt of mjúklega á Kiljan. „Klögumálin ganga á víxl.“ Eg hef aldrei búizt við, að geta gert svo öllum líki í þessu né öðru, enda lítt lagt stund á það, þyk- ist góðu bættur, ef mér tekst að gera svo, að mér liki sjálfum þolanlega. — A. S. átelur með- ferð mína á Birni L. Jónssyni, segir, að eg hafi ekki látið mér nægja að fella hann í ritdeilu okkar um mataræði, heldur hafi eg „marghnoðað hann fall- inn.“ Þetta sýnist mér nú ekki koma umræðuefninu hér mikið meira við, en það, er A. átelur annan mann fyrir, er verji skjólstæðing sinn með því að segja frá þvi, að ádeilándi hans liafi gert sig sekan um þýðing- arvillur, er hann þýddi íslenzkan lagabálk á frönsku. En sleppum því. Það er ekki rétt, að eg hafi „marghnoðað Björn fallinn“. Björn var „blindur í sjálfs sín sök“, sem mannlegt er og marg- an hendir, sá ekki, að hann var fallinn ög rauk á mig aftur, svo að eg átti ekki annars kost en að fella hann á ný, til þess að geta fengið að vera í friði fyrir hon- um. Vonandi gætir A. S. þess, að ekki fari svo fyrir honum líka, að liann viti ekki, þegar búið er að fella hann. A. S. ætl- ar, að það sem hann telur ó- þarfa harðleikni við B. L. J. hafi stafað af ofurkappi í leik, en ef til vill „lílca fyrir það, að lesandanum sé vantreyst til að skilja fyr en verulega skellur í tönnunum“. Að vísu var or- sökin önnur, eins og að ofan greinir, en þó að hún liefði ver- ið vantraust á skilningi sumra lesenda, þá hefir A. sýnt svo vel sem á verður kosið, að það vantraust er ekki um skör fram, svo hrapallega misskilur liann mig stundum. Og „ef svo fer fyrir hinu græna tré, hversu mun þá fara fyrir hinu visna“. Eg tek til dæmis setninguna: „Hún hörfði á hann lokuðum munni.“ Eg tók liana upp at- hugasemdalaust, af því að eg hélt, að ekki þyrfti að „láta skella í tönnunum", til þess að allir skildu. A. S. heldur, að það eina, sem eg hef út á þessa setningu að setja, sé það, að „með“ er sleppt á undan þágu- fallinu. Sönnu nær væri að segja, að það væri það eina, sem eg hef ekki út á hana að setja. Þessi notkun þágufallsins er fyllilega réttmæt, enda ekki sér- íega fátíð. Andhælisskapurinn í þessari setningu er fólginn í allt öðru: Það liggur beinast við, að skilja hana svo, að stúlkan hafi liorft á skáldið með munninum. Að vísu mun ekki eiga að skilja þetta þannig — þótt raunar sé fátt sem fortaka má, þegar hin kiljanska „gamanseini“ á i hiut -— en því þá ekki að orða þetta öðruvisi? Eða var það svo merkilegt, að hún liafði aftur munninn í þetta skipti, að það væri í frásögur íærandi? A. S. kann að kalla ^þetta hótfyndni, og má hann ráða skoðun sinni um það, en misskilningurinn er lians megin en ekki mín, hvað sem því líður. A. S. virðist eg ekki vera lieiðarlegur ,í málfærslu minni í athugasemd minni um lýsingu Kiljans á Magnínu, af þvi að eg sleppti að taka það með þar, að „hún hafði búk“. Eg furða mig á þessu. Eg tók það eitt í athugasemdir mínar úr lýsingu Kiljans, er mér fannst mestu máli skiptá, en sleppti hinu fyr- ir stuttleika sakir. Lýsinguna var eg nýbúinn að taka upp orðrétta-, búkinn með, svo að það hefði a. m. k. ekki þurft minni einfeldni en óheiðarleik til þess að ætla sér að „plata“ nokkurn á stúlkunni, með þvi að sleppa búknum þarna. 1 mín- um augum gerði það hvorki til né frá, livort búknum var sleppt þarna eða ekki, og eg sé ekki enn, að það geri það, nema ef vera mætti, að það gerði lýsing- una enn afkáralegri að taka búkinn með. Því að hvernig má það vera, að sá eða sú, sem Iiefir livorki kropp eða líkama,, liafi búk? Má vera, að æfinlýr- ið um gorvömb hafi vakað fyrir skáldinu, en hvernig gat hún þá liaft „feitar kinnar“ og „ó- persónuleg augu?“ Og livað: þýðir búkur? í orðabók Sigf, Blöndals eru 3 þýðingar á því orði: 1. Kroppurinn án liöfuðs og lima, 2. Hauslaust lindýr, 3. Kviður. Hver þessara þriggja þýðinga, sem er tekin, er mér ómögulégt að sjá, að stúlku- kindin lagist nokkurn hlut, þótt búkurinn sé með i lýsingunni. A. S. sýnist eg allviða hafa leiðst afvega vegna þekkingar- skorts. Ekki væri það óeðlilegt, því að mér er ljóst, að mig bíestur þekkingu á ótalmörgu, enda hef eg ekki hreykt mér liærra en það, að telja mig'barn í bókmenntum, svo að ekki er úr háum söðli að detta. En —■ ekkert væri það samt annað en uppgerðar-lítillæti, ef eg létist eiga von á að geta fengið nokk- ura teljandi fræðslu hjá A. S. um nokkuð, er máli skiptir, um þau efni, sem liér er um að ræða. Og með engu móti fæ eg séð, að neitt þeirra dæma, er A. tekur, ef til vill að- einu und- andskildu, sýni að eg hafi leiðst afvega, livort heldur af van- þekkingu eða öðru. Get eg því ekki, þótt eg væri allur af viljá gerður, fallið frá athugasemd- um mínuni um önnur þau at- rið.i, er hann ætlast til að eg kannist við að liafa villzt á. Mundi eg þó ekki telja mér það neina lægingu, því að aldrei hef eg haldið, að eg væri óskeikull. Áður en eg geri nánari grein fyrir þessu, verð eg að benda A. S. á, af því að hann virðist ekki liafa tekið eftir því, að eg tók það frain (í 3. dálki á 37. bls. í Lesbókinni), að blóma- lestur minn væri ekki gerður í því skyni einu, að sýna orðaval- ið, „lieldur — ög öllu fremur — setningaskipunina og and-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.