Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 1
Um málvernd og málskemmd.
EFTIR KIUI K.l»\ .IÓ\KSO\ LÆKMI
i.
í 6. tölubl. af „Nýju landi“,
er kom út 7. febr., liefst ritgerð
er heitir „Um málvernd“. Eg
held að eg fari ekki villt í því,
að ætla, að aðalerindi hennar
sé að gagnrýna ritgerð mína,
„Um auglýsingaskrum og „ilm-
andi skáldskap“, er kom út i
Lesbók Mbl. 19. og 26. jan., en
að „málverndin“ sé 'i rauninni
aukaatriði. í ritgerð þessari,
sem er nafnlaus, og eg gei’i því
að sjálfsögðu ráð fyrir, að sé
eftir ritstjórann, hr. Arnór Sig-
urjónsson, er svo margt, sem eg
tel þurfa leiðréttingar, að mér
sýnist rétt að sýna lit á því að
lagfæra eitthvað af villunum.
Mér skildist á fyrstu greininni,
að ritgerðinni mundi lokið í
næsta blaði og ætlaði mér þá að
geyma athugsemdir mínar, unz
hún væri komin öll. En nú þyk-
ist eg sjá á greininni, er næst
kom, að von muni á franihaldi
í 2 blöðum enn, og sýnist mér
þá réttara, að geyma ekki at-
hugasemdir mínar eftir því, að
ritsmíð þessi taki enda; mun eg
því taka greinarnar til athug-
unar jafnóðum og þær koma.
Skal í þetla sinn eingöngu vik-
ið að fyrstu greininni.
Ritgerðin byrjar á nokkurs-
konar sögulegu yfirliti um mál-
verndartilraunir ritdæmenda
„fyrir 30—35 árum“ og hug-
leiðingum um, hvers vegna „nú
er komin önnur öld“. Þessi kafli
’er örstuttur. Væri liklega á
einskis manns færi að lýsa jafn-
merkilegum þætti í sögu bók-
mennta vorra til nokkurs gagns
í jafn-stuttu máli og þarna er
reynt, enda mundi sú birtuglæta,
sem þarna er orpið á þetta bók-
mennlasivið, reynast villuljós
eitt hverjum þeim, sem færi að
reyna að nota hana til þess að
átta sig þar. Það lægi beinast
við, að hver sá, er ekki vissi
annað um þetta efni en það,
‘sem þarna stendur, liéldi, að
þetta málverndartímabil liefði
aðeins staðið um fárra ára
skeið og komizt hæst fyrir 30
—35 árum með Jóni Ólafssyni,
Birni Jónssyni o. fl. Fráleitt ber
þó að skilja höf. þannig, því að
hann veit náttúrlega, að mál-
verndunarviðleitnin hefst meir
en liálfri annarri öld fyrr, með
Eggerti Ólafssyni, að hún komst
á einna hæst stig með 'Fjölnis-
mönnum, sem munu fyrstir
hafa gert atliugasemdir um
málið á ritum er þeir dæmdu,
og voru í því efni vandfýsnari
en flestir síðari ritdæmendur,
og að fyrir 30—35 árum voru
Björn Jónsson og Jón Ólafsson,
sem manni skilst, að hafi haft
forustu í þessu málverndar-
starfi, komnir á efri ár og áttu
mestallan sinn ritmennsku-fer-
il að baki. „Sjónarmið þeirra
var einfalt,“ segir höf.: „viðhald
fornrar göfgi tungunnar.“ Þetta
kann að mega segja um sjónar-
mið Eggerts Ólafssonar, en um
sjónarmið Fjölnismanna og
þeirra, er fetuðu í fótspor þeirra
á 19. öld, þ. ó. m. B. J. og J. Ól.,
er þetta langt of þröng skil-
greining. Því fer svo fjarri, að
þar beri að leggja áherzlu á
„fornrar“, að það orð verður að
fella burt, ef skilgreiningin á
ekki að villa mönnum sýn.
Þessir menn vildu að vísu við-
halda þeirri göfgi tungunnar,
sem var aðal hennar, áður en
liún spilltist, en þeir vildu ekki
og reyndu ekki að ríghalda
henni í fornum skorðum og
tálma á þann liátt eðlilegum
þroska liennar; ekki fremur en
nokkur okkar mundi geta ver-
ið svo hugfanginn af unglingi í
fegursta blóma æskunnar, að
liann kysi að stöðva þroska
hans á því skeiði fyrir fullt og
allt, þótt liann ætti þess kost.
En að vísu mundum við kjósa,
að þroski hans beindist í þá átt,
sem við teldum rétta, og ef
hann hefði atast af óhreinind-
um, mundum við reyna að þvo
þau af lionum og koma i veg
fýrir, að liann ataðist á ný.
Fjölnismenu og aðrir mál-
verndarmenn, er liér ræðir um,
reyndu ekki — að örfáum und-
anteknum, svo sem Þorleifi
Repp og a. n. 1. Gisla Brynjólfs-
syni og Gísla Magnússyni — að
slæla forntunguna, heldur rit-
uðu þeir málið sem likast því,
er þeir þekktu það hreinast á
vörum sveita-alþýðunnar og
minnst snortið af málspillingu
sumra lærðra manna og kaup-
túnalýðs. En auðvitað höfðu
þeir stöðugt hliðsjón af forn-
tungunni, eins og hún var bezt
rituð að þeirra dómi, einkum er
úr því skyldi skorið, hvað væri
hreint mál og hvað ekki. Þetta
er það sjónarmið, er eg reyni
að fylgja, og eg lýsi hr. Arnóri
Sigurjónssyni það gjörsamlega
óheimilt að búa til handa mér
nokkurt annað sjónarmið. Það
er að vísu skiljanlegt, að hon-
um þyki það þægilegt, að búa
til eínhverja vitleysu handa sér
til að glíma við og eigna mér
liana, en eg slcýt þvi til lesend-
anna, hvort þeim þyki þetta
heiðarlegri bardagaaðferð en sú,
er liann vænir mig um óheið-
arleilc fyrir, og að vísu saldaus-
an; en eg kem að því síðar. —
Það er ekkert annað en bull, að
segja, að það mál, sem eg tala
og rita, hafi „mótast með mér
og minni kynslóð.“ Það var
mótað fyrir okkar daga, og við
þágum það sem arfleifð frá
næstu kynslóðum á undan okk-
ur og frá beztu gullaldarritum
13. aldar, og okkur tekur það
sárt, að þessari arfleifð sé spillt
fyrir komandi kynslóðum, og
kemur þar í einn stað niður,
hvort andhælisskapur veldur,
útlenzkuleg framsetning og
orðaskipun eða fáfræði. — Af
því að svo virðist sem nokkuð
mikið þurfi stundum að „skella
í tönnunum“ lil þess að Arnór
skilji, þori eg ekki annað en að
taka það fram, að þó að málið
væri mótað fyrir mína daga og
„minnar kynslóðar“, þá hefir
það auðgast síðan, sem enn mun
verða sýnt. Að því hafa unnið
hæði menn af „minni kynslóð14
og yngri menn og eldri, og þó
að við A. getum hyorugur stærl
okkur af að liafa lagt þar mik-
ið af mörkum, þá hef bæði eg
og aðrir notað þann auð, sem
þessir menn hafa dregið í bú
íslenzkunnar, hvef eftir því sem
hann liefir þurft á að halda, og
eftir því, sem hann hefir verið
maður til.
A. S. gerir sér talsvert far um
að gefa í skyn, að mitt sjónar-
mið sé „gamals manns sjónar-
mið“ og „sjónarmið gömlu kyn-
slóðarinnar.“ Ekki nefni eg
þetta af því, að eg telji nokkra
móðgun í þvi þurfa að felast.
Eg þykist lieldur liafa vitkast
en hitt með vaxandi aldri og
reynslu og óska hr. A. S. þess
sama. En fyrir þvi nefni eg það,
að mér skilst, að höf. sé að
reyna að liugga sig við það, að
þetta muni allt lagast, þegar eg
og „mín kynslóð" er til grafar
gengin. En tálvonir eru þeim til
ills eins, er ala þær í brjósti,
svo að eg tel það greiða við höf.
fremur en liitt, að svipta liann
þessari tálvon. Skal eg í því
skyni henda lionum á prýðilegt
erindi, sem Helgi Hjörvar flutti
nýlega í útvarpið. Þar kom
frarn alveg sama sjónarmiðið
og það, er A. S. eignar „gömlu
kynslóðinni“, og mun þó A. S.
tæpast telja, að Helgi lieyri
henni til. En fáir íslendingar
tala nú eða rita svo hreint og
þróttmikið mál sem Helgi, þótt
lítt sé þvi né hafi verið á loft
lialdið. Hitt er furðulegra, að
A. S. skuli sjálfur yfirleitt rita
gott mál, þótt fráleitt hafi hann
„sjónarmið gömlu kynslóðar-
innar.“ Hann er eins og „heið-
ingjarnir, sem ekki hafa lög-