Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 ingurinn kominn lil skila. Og seint um kvöldið, sagði Norð- maðurinn, að nú væri bezt að fara „heim á liótelið“. Það var í Fríhöfninni, þetla hótel. Og þar var búið að loka öllum gátt- um, — en svo átti það einmitt að vera, sagði sá norski. En nú urðum við að fara í gegnum varðstofuna. Og þá fór að fara um mig. — Við erum hásetar á „Kristine To,“ ef um er spurt, hún liggur í Fríhöfninni, hitti í kvöld strák, sem er á henni. Bara að vera sakleysislegur og f rekur. Og þetta gekk að óskum. Við skálmuðum i gegnum uppljóm- aða varðstofuna, í halarófu. — Kristine To, sönglaði Norð- maðurinn til þeirra, sem þar voru fyrir, en þeir litu varla við okkur. Eg var þó feginn, þegar út var komið aftur, hinu megin. Gengum við nú hratt spöl- korn. En svo fór sá norski að hægja á sér og lita í kringum sig. — Fljótir nú, i skuggann! hvíslaði hann allt í einu, en við hlýddum. Og skammt þaðan, var svo „hótelið“, opið skýli, þar sem geymdur var lilaði mikill af úlfaldahári. Var það reyrt í bagga, vírbenta, á stærð við lítið heyband, en svo fast reyrt, að baggarnir voru þnngir. Noi'ð- maðurinn klifraði upp á hlað- ann og við á eftir. Tók hann síð- an í hönd mér og leiddi mig inn að vegg. Þar þreifaði hann eitt hvað fyrir sér, en kippti svo upp einum bagganum og sagði Fær- eyingnum að fara niður og eg skyldi vera á hælum hans. Mér leizt ekki á þetta, en vildi ekki vera að malda í móinn. Við urð- um að mjaka okkur áfram, á maganum, eftir þröngum göng- um og hlykkjóttum, all-langt ofan í og inn i hlaðann. En svo rýmkaði allt í einu. Þá var Norð- maðurinn búinn að ná mér. —^>Nú er eg búinn að Ioka úti- dyrunum, sagði liann, — því að þetta er „prívat-hótel“. Og liér eru rúmin mjúk, hér er hlýtt og hér er engin lús, því að mínir gestir verða alltaf að vera hrein- ir. Einhvern veginn hafði þarna verið kippt úr, nokkrum bögg- uin, og farið með þá upp á lilað- ann, og var þarna vel rúmt um þrjá menn, — flejri máttu þar ekki vera. Og þarna fór vel um oklcur. En talsvert erfiði hafði það verið, að „byggja“ þetta hó- tel og ekki áhættulaust, þvi að lögreglan var stundum á ferð- inni þarna, — og jafnvel með sporhunda, og var þá vís vist í steininum, ef við hefðum fund- izt. En þarna var eg flestar næt- ur i fimm vikur. Verst var við þessa vistarveru, hvað við vor- um illa til reika þegar við kom- um út á morgnana. Venjan var sú, að fara úr jökkunum, áður en við skriðum inn i gististaðinn á kvöldin, og vefja þeim saman þannig, að fóðrið sneri út, — það hrinti frá sér. Og mín föt voru líka úr efni, sem tiltölulega auðvelt var að þrífa. En hinir piltarnir voru oft lengi að ná loðnunni úr sínum fötum, og það þurfti að gera sæmilega, og áður en nokkur sæi til okkar ferða, hvern morgun. Eg get ekki sagt, að mér liði nokkurn tíman verulega illa, eftir að eg hitti þennan Norð- mann. Hann reyndist mér sem bróðir. Stundum fengum við vinnu fáeinar stundir í senn hjá verkstjóranum, sem áður er nefndur. Þrifum við okkur þá upp sem bezt á eftir, fengum okkur góða máltíð og sváfum þá í sæmilegum rúmum, eina eða tvær nætur. Stundum höfð- um við jafnvel ráð á, að fá okk- ur ölglas og snaps, en það var sjaldan. Og piltarnir, sem eg kynntist, sem svipað var ástatt um og okkur, voru fæstir drykk- feldir úr liófi fram. En grun hafði eg um, að sitthvað væri gruggugt unl þá suma. Eitt var þó sameiginlegt um þá alla, og að því dáðist eg, og það var greiðviknin. Ef einhverjum á- skotnaðist eitthvað umfram það, sem hann þarfnaðist nauðsyn- legast í svipinn, bauð hann þeim, sem liann hitti fyrst, að borða með sér, livort sem það var nú þurrt rúgbrauð og hálfflaska af hvítöli, — og það þótti sæmilegt, — eða þá heit niáltíð, eftir því sem efni voru til í hvert sinn. Þau voru mörg æfintýrin, sem þessir piltar lentu í og ekki er rúm fyrir hér, en kunningi minn þakkaði það forsjálni og snar- ræði Norðmannsins, að aldrei lentu þeir í neinu klúðri. En illa kvað hann sér liafa liðið sér- staklega í tvö skipti, sem þeir heyrðu til lögreglumanns með geltandiogsnuðrandi sporhunda fyrir utan „hótelið“. Til láns var það í bæði skiptin, að þeir komu ekki að skýlinu þar, sem það var opið, heldur gengu þeir fram hjá þvi laiigveggsmegin. Hundarnir liöfðu að vísu staðnæmst eitt- hvað gellandi, en ekki virzt verða neins varir, sem lögreglu- mennirnir tækju mark á. Piltur- inn skrifaði skvldfólki sínu með næstu ferð Bolniu, og var það undir hælinn lagt, hvenær hon- um bærizt hjálpin þaðan. Mikið undir því komið hve lengi bréfið tefðist í Reykjavík og hvort peningarnir yrði sendir sím- leiðis. En þá átti að senda hinum heimilislausa manni poste restante. Ekki annað fyrir hann að gera, en að híða þolirimóður átekta. — En svo lýkur þessum ljóta draumi með því, •— segir kunn- ingi minn að lokum, — að einn góðan veðurdag geng eg beint i fangið á stærsta iitgerðarmann- inum í mínu „plássi“, í Hafnar- götu. Hann þreif um herðarnar á mér og hrissti mig: — Hvert þó í — livað er að sjá þig, drengur? Eg bilaði alveg og sagði hon- um hálfkjökrandi, hvernig á- statt var og bar ótt á. Eg gleymdi því ekki að Norðmaðurinn hefði hjálpað mér, — en liann stóð á- lengdar. Maðurinn þessi var vinur foreldra minna og hafði verið beðinn að líta eftir mér, ef hann fyndi mig. Hann bauðst þegar til að lijálpa mér út úr vandræðunum og „fínansera“ mig, þangað til eg fengi peninga að heiman. En fyrst af öllu yrð- um við að fá okkur góða máltíð. Hann kreisti liendina á Norð- manninum lijartanlega, — og sá norski komst allur á loft. Síðan skipaði hann mér að hafa upp á hinum landanum og koma með liann fljótlega i tiltekinn kjallara, þar sem gott var að borða. — Eg skammast mín fyrir að koma með svona „slúbberta“ inn á almennilega knæpu, sagði hann hlæjandi, — en meinti ekkert með því. Piltinn liitti eg fljótlega. Hafði liitt hann öðru hvoru og vissi að liann spjarði sig einhvern veg- inn, þó að eg vissi ekki gjörla, á hvern hátt. Eg sagði lionum, að hann væri boðinn í veizlu. Og þetta varð líka veizla, því að útgerðarmaðurinn skar ekkert við nögl sér. Landanum lofaði hanri því að skilnaði, að kosta hann heim, — og gerði það, og Norðmanninn gladdi hann eitt- hvað, áður en við skildum, — en eg kvaddi Norðmanninn klökkur, jiví að mér er enn ó- skiljanlegt, livað um mig hefði orðið, ef eg liefði ekki hitt hann. Útgerðarmaðurinn fór nú með mér til hinnar örgu kerl- ingar. Fékk liann mér peninga til að fleygja í liana, um leið og eg heimtaði farangur minn, en las sjálfur yfir lienni óþveginn lestur á slæmri dönsku. Var hún því fegin, þegar hún gat lokað dyrum á liæla okkar. Mér kotíi þessi góðgerðamaður minn fyrir á góðu „pensiónati“ og greiddi fyrir mig tveggja íiián- aða- vist þar. Viku siðar, var Norðmaður- inn búinn að fá skipsrúm, og við höfum ekki sézt siðan að eg kvaddi liann ferðbúinn. Og ís- lenzki pilturinn fór heim með næstu ferð „Botniu“. Lýkur svo þessari frásögn. Mönnum er e. t. v. forvitni á að vita live heitar eldingar eru. Þessu er því miður ekki enn þá unnt að svara, en liitt er vitað, að þær verða meira en 2000 gráðu heitar. Við vitum þetta af því, að áður voru oddar eld- ingaleiðaranna búnir til úr plat- ínu, sem bráðnar við 1690 stiga hita. En það nægði ekki, og jilatínan bráðnaði. Þá voru þeir búnir til úr iridium, sem þolir 2000 gráðu liita, en það liefir heldur ekki dugað. Það er ekki algengt að sjá kvenfólk i hnefaleikum a. m. k. ekki Iiér í álfu. En ef það skeður, er það frekar í æfintýra- skyni en af löngun lil að herjast — enda eru hnefaleikarnir ein ókvenlegasta íþrótt, sem til er,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.