Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 16.03.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ * 'TAe.o.ctóA. cdhnasan: Á útigangi í stórborg. Niðurl. Þann dag allan rölti eg um göturnar. Og riú var eg algerlega úrræðalaus. Hélt mig þar, sem minnst var umferð, því að nú fannst mér, að eg myndi vera orðinn svo ótútlegur útlils, að eg' vildi ekki fyrir nokkurn mun rekast á neinn, sem þekkti mig, ef lijá því yrði komizt. Undir kvöld var eg komiri ofan að höfninni. Eg var orðinn úrvinda af þreytu og ákaflega svangur, og' settist á bekk, þar sem sund- ferjan lendir, við Kóngsins Nýjatorg'. Eg tólc ekki eftir því fyrr en eftir nokkra stund, að á öðrum bekk, skammt frá mér, sátu tveir piltar, fátæklega til fara, en ekkert óásjálegir, og voru að borða rúgbrauð, við- bitslaust. Stýfðu þeir vænar sneiðar af „liálfbrauði“ og virt- ist lystin góð. En mér þótti þetta girnilegur matur og mændi víst á sneiðarnar í höndum piltanna, — horfði á eftir munnbitunum hverfandi, hverjum af öðrum. Eg veit ekki hvort þú getur hugsað þér, livernig mér leið. Þú getur það elcki, nema þú haf- ir einhverntima verið vel svang- tir. Annar pilturinn var öðru hvoru að gefa mér auga. Eg sá, að hann eins og mældi, það sem eftir var af brauðinu og minnk- aði álhraðann. Svo stóð hann upp og kom til mín, liálf dræmt. — Ert þú ekki íslendingur? sagði hann á hreinni íslenzku. , Og eg held eg hafi aldrei skammast inín fyrir að vera íslendingur, nema í þetta sinn. En til hvers var að vera að neita því ? Liklega kannaðist pilturinn við mig og það reyndist svo. Hann spurði mig, undur var- færnislega, hvort eg væri svo lítillátur, að vilja þiggja brauð- sneið, — hann hefði verið að velta því fyrir sér, hvorl eg mvndi ekki vera svangur, eins og þeir félagar, en annað væri okki upp á að bjóða. Og, — svei mér þá, að eg klökknaði við, drengurinn fór svo elskulega að þessu. Og enga máltíð hefi eg þegið jafn feginsamlega og þessa, á ævinni. Eg settist hjá piltunum, — hinn var ungur Færevingur, eu báðir sjómenn, - strandaðir þarna i nýhöfninni, allslausir, og voru búnir að vei;a á útigangi í tæpan mánuð. (Þeirra saga verður ekki sögð hér, og er ]>ó saga íslendingsins lalsyert æfintýraleg). Eg sagði, þeim ekki-annað um mina liagi en það, að eg væri líklega að komast á útigang lika. En ís- lendingurinn kvað það engin vandræði vera, nú væri tíðin svo góð og hann væri nú orðinn þessu lífi svo kunnugur, að hann myndi geta liðsinnt mér,að minnsta kosti öðru hvoru. Fær- eyingurinn var fámáll og virtist vera hálfgerð rola, en þessi ís- lenzki piltur aftur á móti al- hafnamaður og hressilegur. Hann spurði mig strax hvort eg hefði ekki eitthvað, sem eg gæti „slampað“. Eg sýndi honum úr- ið og hann varð glaður við fyrst, en fór síðan að fýla grön, þegar hann skoðaði það betur. — Jæja, við fáum alltaf túkall fyrir það og getum þá fengið okkur steikta síld, að minnsta kosti í kvöld. Og liann fékk tvær krónur lánaðar út á úrið, á einhverri „lánastofnun“ þar í hverfinu. Síðan fór hann með mig inn á óvistlegt „sjómannalieimili“, þar í Nýhöfninni, fékk þar lán- uð rak-áhöld, og leyfi til þess að eg mætti raka mig og þvo mér. Varð eg nú all-hress, og við fór- um svo út að ganga, i góða veðr- inu, og hann sagði mér sína sögu. Seint um kvöldið fórum við inn á knæpu eina, þar sem seld var steikt síld og kartöflur, — vænn skammtur af hvoru tveggja. En þeir endemis kjánar vorum við, að við fengum okkur bjór með matnum, í stað þess að geyma þá aura fyrir rúmi um nóttina. Þetta var ekki mér að kenna, —- eg vissi ekki af því, fyrr en bjórarnir voru komnir á borðið og piltui'inn búinn að borga þá. Eg varð hiálf fár við. — Iss, — það verða einjiver ráð með rúmið, þegar við kom- um út. En það urðu bara engin „í’áð með rúmið“, og jiður en mig varði var þessi nýi kunn- ingi minn horfinn, — Færeying- urinn' var- löngu týndur, — og komin nótt. Eg rölti upp á KóngsinS’Nýja- torg, og settist þar á bekk og reyndi að láta fara vel um mig. Hlýtt var veðrið, og eg sofnaði vist snöggvast, en lirökk upp við liávært mannamál. Lögreglu- maður var að skammast við Svía, sem hafði lagzt fyrir endi- langur á næsta bekk, og ætlað að hafast þar við um nóttina. Þetta mátti ekki. Til mín var lika kallað, að þarna mætti eg ekki sofa. Eg slóst þá í för með Sví- anum og röltum við „vestur í bæ“. Við komum inn á svæði, þar sem margar voru raðir af járnbrautar-sporum, og nokkr- ir tómir flutningavagnar. Sví- inn var þessu öllu kunnugur, en sagði að við yrðum að fara var- lega, þarna væri líka óheimilt að vera, og varðmenn á rölti. En okkur farnaðist vel. Komumst óséðir upp í tóman vagn, yfir- byggðan, og þar liýrðumst við til morguns, — sátum flötum beinum á gólfinu. En litið varð um svefn. Svíinn var alltaf lióst- andi og sýnilega sárlasinn. Um kl. 7 um morguninn hypjuðum við okkur út úr vagninum, — og þá var mér kalt. Svíirin átti þá einhverja aura, og fór með mig inn á lcnæpu, þar sem selt var brauð og kaffi við mjög vægu verði. Dáðist eg að þessari greiðvikni mannsins, því að þetta voru sýnilega lians sein- ustu aurar, — en svona voru þeir margir, þessir „beachcom- bers“, sem eg hitti, á meðan eg var í þessari útilegu. Þarna skildi með okluir. Sviinn sagðist ætla að sitja þarna sem lengst, hann væri með hælsæri og ætti illt með að rölta mikið. En eg var óvær og vildi heldur vera úti í góða veðrinu. Mig langaði til að hitta landa minn aftur og héll niður að Nýhöfn. Hitti piltinn von bráðar, og nú var með lion- um ungur Norðmaður, ljós- hærður og hraustlegur sjómað- ur, sem eitthvert ólán liafði lient og var nú á útigangi um sinn, eins og við. Og það var mér lán, að eg hitti þennan mann, því að það mátti heita, að hann tæki mig alveg að sér, — og hafði hann þó Færeyinginn „á fram- færi“ líka. Honum var hinsveg- ar ekkert um landa minn, ein- bverra hluta vegna. Hvíslaði því að mér, að við yrðum að stinga bann af, þegar við vorum búnir að vera saman nokkra stund. Hann spurði mig einskis, en sagðist sjá það á mér, að eg myndi vera „lélegur“ í þetta slark, — til þess þyrfti talsverða barðneskju og ófyrirleitni. En bann kvaðst eiga vísan „sama stað“, þegar ekki væri til aurar fyrir rúmi á sjómannaheimil- inu, — þvi sem eg hafði lcomið á, daginn áður, stundum væri þeir til og stundum ekki. Þenn- an dag ætti liann fyrir máltíð handa okkur báðum og Færey- ingnum, — en við yrðum að gista á „sínu hóteli“ um nóttina, — eg sæi síðar hvernig þar væri umhorfs, — eg yrði að minnsta kosli að vera við því búinn, að þar væri ekki hátt undir loft. Hann sagðist öðru hvoru fá vinnu, stund og stund, hjá ein- um verkstjóra D. F. D. S. (éam- einaða) við upp- og útskipun. Annað kærði hann sig ekki um, þangað til að rættist alveg úr fyrir sér, sem yrði þó varla næstu vikurnar. Við vorum saman lengst af þennan dag, og raunar jafnan siðan, á meðan eg var í þessum vanda. Borðuðum ekki fyrr en undir kvöld, — þá var Færey- Frá höfnjnni í Kaupmannahöfn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.