Vísir Sunnudagsblað - 30.03.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
Sigurjóxi Jónsson iæknix:
% Um málvernd og málskemmd.
ÞRIÐJA GREIN.
IX.
Alveg kom mér það á óvart,
að Arnór skyldi sýna það lítil-
læti að kannast við, að til væri
það i - hinum kiljönsku bók-
menntum, sem liann teldi sig
ekki dómbæran um. En þetta
stendur svart á hvítu í fyrsta
dálki næst-síðasta kaflansámál-
verndarritgerð hans. Manni
skilst jafnvel, að A. muni ekki
verulega söngvinn eða reglulega
vel að sér i hljómlist né tón-
fræði. En ef svo er, þá hefði
ekki verið úr vegi fyrir hann, að
leita til tónfræðinga, sem nóg er
af hér, og spyrja þá um, hvort
það væri eftir nótum tónfræð-
innar að likja kvenmannsandliti
við „óuppleysanlegan töfraó-
hljóm“ eða „kvint mitt á milli
lúðurs og bordúns“. Þá hefði
hann ef til \ill getað gert „töl-
vísilegt yfirlit um það, hve mik-
ið af aðfinnslum S. muni vera
rétt“ og ritgerð hans orðið enn
visindalegri. Til þess að dæma
um það, hvort orðið „registur“ i
merkingu Kiljans sé islenzka eða
útlenzka, lield ég að enga tón-
fræðiþekkingu þurfi, og að það
muni þvi vera óþarfa lítillæti af
A, að leiða sinn hest frá að
dæma um það, liversu ósöngv-
inn sem liann kann að vera.
í tveim dæmum, sem eg hef
filfært athugasemdalaust, segir
A. að orðaröðin eigi að sýna
fyndni Kiljans, en aldrei þessu
vant finnst honum fyndnin létt-
væg og því likt, „sem eftir
henni sé seilzt“. „Bragð er að,
þá barnið finnur“. Vonandi lag-
ast þetta, þegar eg læt A. vita,
að það var ekki orðaröðin ein,
sem eg átti við, er eg' tók dæm-
in, lieldur ætlaði eg lesendum að
skilja, þótt „ekki skylli verulega
í tönnunum“, að það var engu
síður greinamerkjasparnaður-
inn, sem gerði þau afkáraleg.
Er vísast að A. sjái sig um hönd,
er liann les þetta og finni, að
þarna er ekki meir „seilzt til
fyndninnar“ en vanalegt er i
kiljanskri gamansemi.
A. rangfærir fyrir Laxness
]>etta uni augun á Jönu. L. sagði
ekki „út á liggjandi“, heldur
„útáliggjandi“. Munurinn er að
vísu ekki ýkja-mikill, en nægi-
legur til þess að sýna, að A.
misskilur Kiljan þarna. Hann
var þarna „að nema land fyrir
íslenzkt mál“, búa til nýyrði i
st. f. „úteygur“, sem honum
hefir l>ótt of gamalt og slitið.
Vonandi fellst A. á þetta með
honum og sér, að þetta nýyrði
er enn einn votturinn um snilld
og gamansemi Kiljans.
Þótt eg tæki þetta um „land-
námið“ eftir Arnóri, þá 'er því
ekki að leyna, að mér finnst
þetta, að likja Kiljan við „land-
námsmann fyrir íslenzkt mál“,
litlu heppilegra sen samlikingin
um „lóukvakið á þorranum“.
Nær væri að likja honum við
fiskimann, sem „út reri einn á
báti“ til að draga í búið föng
lianda fóstru sinni, er hann telur
að hafi mestmegnis gamalt og
ólostætt snarl til viðurværis, en
er svo lítill aflamaður, að liann
á ekki einu sinni „vísan blöndu-
lók“, eins og Oddur sterki, dreg-
ur kannske einn og einn á
stangli, þegar bezt lætur, en
annars aðallega marhnúta, mar-
flær og annað þvíumlikt.
A. segist vera mér „alveg
sammála“ um kommusetningu
Laxness, en þó verði það að
vísu „að teljast vafasamt“
hvort aðfinnsla mín sé réttmæt.
Það er nú meiri löngunin til að
vera mér sammála, sem hefir
allt í einu náð þarna tökum á A.,
er hann hættir á svo tæpt vað
sem það, að tjá sig sam-
mála mér um atriði, sem
að hans dómi „verður að
teljast vafasamt“. Einhvern
kann samt að gruna, að í raun-
inni telji hann þetta ekki „vafa-
samt“ af öðru en því, hve ríka
löngun liann hefir til að bera i
bætifláka fyrjr Kiljan, þegar
liann heldur, að þess sé nokkur
- kostur. Hann veit ekki, hvort
kommusetning Laxness „er rétt
eða röng samkvæmt þeim regl-
um er L. fylgir“. Þarna kemur í
annað sinn í ljós það lítillæti
Arnórs, sem hvergi varð vart í
fyrri greinum hans, þótt oft
hefði verið ástæða til fyrir hann,
að kannast við fáfræði sína um
það, sem hann er að tala um. En
því gat hann ekki spurt L. um,
hvaða reglum hann fylgdi? Mér
sýnist hann engum reglum
fylgja. — Það get eg verið A.
samdóma um, að stafsetningin
skipti ekki miklu um blæ máls-
ins og stil, og að réttast sé þar að
fylgja „hinni almennu reglu,
sem kennd er á hverjum tíma“.
En greinarmerkjasetningin
skiptir aftur á móti miklu máli
úm þetta. Því að til hvers eru
greinarmerki? Til þess, og þess
eins, að gera lesturinn auðveld-
ari og mál höfundar skiljan-
legra lesendum. Þess vegna er
það réttast, að liver rithöfundur
setji þau á þeim stöðum, sem
lionum þykir við eiga, til að
benda á, hvernig hann ætlast til
að lesið sé. Þessari reglu fylgir
Laxness ekki, því að hann les
sjálfur vel og' skihnerkilega, en
ekki allt í „belg og biðu“, eins og
greinarmerkjasetning hans
bendir til að eigi að lesa. Hann
les mjög nálægt þvi, sem hann
mundi gera, ef hann fylgdi
„þeirri almennu reglu, sem
kennd er“ nú, og við A. fylgjum
báðir að mestu, A. líldega af því
einu, að hún „er kennd á þess-
um tíma“, eg af þvi, að hún
er að mestu leyti í samræmi við
þá skoðun mína á hlutverki
greinarmerkja, sem eg gat um
liér á undan. Það er líka eðlilegt
að hún sé það, því að þeir, sem
þær reglur sömdu, hafa vafa-
laust haft sama skilninginn og
eg á hlutverki greinarmerkja,
sem sé að þau ættu að vera til
leiðbeiningar og skilningsauka
\áð lesturinn, en ekki bara ó-
þarft flúr, sem á sama megi
standa, hvar sé tyllt á ritaðan
búning hugsunarinnar, og lika
megi sleppa að ósekju.
A. segir að grein sín sé ekki
skrifuð til að réttlæta Laxness
og „jafnvel ekki til að bera af
honum sakir, sem ranglega eru
á hann bornar“. Hér er honum
auðkennt, svo að það er engu
likara en að verið sé að gefa í
skyn, að greinin sé skrifuð til að
bera rangar sakargiflir af ein-
hverjum öðrum. Litið vit sýnist
vera i þessu. Erfiðara mundi
liafa verið að véfengja A., ef
liann hefði sagt, að hún væri
skrifuð til að bera sakir á mig'
ranglega, því að svo oft bregður
liann því fyrir sig. Þó vil eg eng-
an veginn væna liann þess, að
það sé allsstaðar með vilja gert,
þó að eg fái ekki betur séð en að
svo sé á einum stað, sem eg hef
áður minnst á.
X.
A. gerir sér talsvert far um,
að draga aðra menn inn í deilu
okkar, bæði lífs og liðna, suina
alveg að ástæðulausu, svo sem
B. L. J„ aðra af því, að hann
hyggur það vörn sínum veika
málstað, að gera Bólu-Hjálmari
upp misskilning á kveðskap
Tómasar Guðmundssonar, að
benda á, að Jónasi Hallgrims-
syni muni hafa þótt „uppá-
hald“ hlægilegt orð, af þvi að
hann kváð ekki: „Kyssi heitt
mitt uppáhald“, og að gefa í
skyn, að Birni Guðfinnssyni
muni líða illa, „er hann horfi á
aðfarir S. J.“ Hann heldur lík-
lega, að B. G. sé ekki maður til
að kvarta sjálfur og tekur þvi
að sér að „svara fyrir barnið“.
Dálitið er það hlálegt, að i sama
blaðinu, sem A. er að aumka B.
G. fyrir að „horfa á „aðfarir“
minar, liefir Björn Sigfússonséð
sig til neyddan að leiðrétta mis-
sögn A. um samstarf þeirra
nafna, missögn, sem ásamt
fleiru, er stóð í greininni, sem
B. S. gerir leiðréttinguna við,
verður tæpast komizt hjá að
ætla, að komið liafi verið á kreik
i niðrunarskyni við B. G. Annars
er skiljanlegt að A. sé í nöp við
B. G., þvi að hann er íslenzku-
kennari og því einn þeirra
manna, sem að Arnórs dómi
eru oft „allra verstir“ í því að
gera islenzkuna að „herptri
piparjómfrú“ í munni Arnórs
og höndum. — Erfitt er að sjá,
hvað spark Arnórs í Sigurð
skólameistara kemur umræðu-
efninu hér við, nema það eigi að
sýna, hvað A. var miklu betri ís-
lenzkukennari en hann, hér á ár-
unum, }>egar hann var skóla-
stjóri á Laugum, sællar minn-
ingar. Hann, Arnór, „tók upp
þann hátt . .. að lilusta eftir því,
sem var ferskt og gott i málfari
og stíl nemenda sinna .... og
eltast eigi við aðrar „villur“ og
lýti en þau, er ekki gátu orkað
tvímælis“. En skyldi það ekki
„geta orkað tvimælis“, livort A.
hefir verið maður til að þekkja
það, sem var „ferskt og gott“ í
málfæri og stil nemenda, frá
því, sem var það ekki ? Eg hugsa
að flesfir lesendur málverndar-
ritgerðar hans, sem ekki eru því
skyni skroppnari, efist um, að
liann hafi verið það. Og þessi
maður, sem ekki þorir „að taka
á sig*þá lábyrgð að \ilja gagn-
rýna og leiðrétta annara mál“,
ekki einu sinni lærisveina sinna,
hvaðan kemur honum súdirfska
að bera sig saman við ágætan
íslenzkukennara að dómi allra,
sem reynt hafa, og þykjast
lionum snjallari? Hélt hann, að
nemendurnir væru í skólann
komnir til þess að kenna honum
„ferskt og gott mál“, en ekki til
þess að fá fræðslu um það hjá
honum og leiðheiningar um
„villur“ og lýti, sem varast
þyrfti? Manni fer að skiljast
það, er l>etta er lesið o. fl. í svo
nefndri málverndarritgerð Arn-
órs, að skólastjórn hans og
kennslustarfsemi varð svo enda-
slepp, sem raun varð á.
Mikið af niðurlagi ritgerðar-
innar eru meira og minna spek-
ingslegar vangaveltur um liitt
og þetta, og fer varla hjá því, að
þar sé eitthvað innan um, sem
eitthvert vit er í. En framsetn-
ingin er grautarleg og vaðið úr
einu í annað, eins og víðast ann-
arsstaðar í ritgerðinni, og smnar