Vísir Sunnudagsblað - 30.03.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 30.03.1941, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Einar B. Guðmundsson, frá Hraunum: Æðardnnirækt fiiglafriðiiii — fugladráp i. Eitt af ógeðfelldustu fyrir- brigðum lífsins, hér á jörð, virð- ist, í fljótu bragði, vera það, að „lífið nærist á lifi, sem létu aðr- ar verur." Hvað okkur mennina snertir, finnum við minna til þessa ef tir því, sem lengra er á milli okkar og þess lífs sem við förguðum. Við þurfum oft að setja kjark í okkur til að drepa spendýr og fugla, fiska varla og aldini ekki. En maðurinn - þarf fleira til sín en mat, og ýmislegt- er í náttúrunnar ríki, sem okkur er nauðsynlegt eða baglegt, án þess að séð verði, að við, með því að hirða það og hafa gagn af þvi, göngum á nokkurt lif. Svo er um æðardún. Eins og kunnugt er, er æðar- dúnn bezta vara í sinni grein, sem vitað er til, að framleidd sé á þessari jörð. Og ef æðar- dúnninn væri ekki hirtur og hreinsaður jafnóðum og hann hefir lokið sinu liffræðilega ætl- unanverki, þá grotnaði hann og fúnaði niður í hreiðrið, eng- um til gagns, nema sveppum, sem valda fúa og myglu og hefðu sjálfsagt nóg annað í sig. Sækjandi réttarins heitir Cassagnau og hefir bann tvo að- stoðarmenn Gabolde og Bruzin. Cassagnau er sköllóttur, grá- eygur, og með axlir, sem hver hnefaleikari gæti verið hreykinn af. Hann virðist vera harðjaxl og er það, i orðsins fyllstu merk- ingu. Þar að auki er Cassagnau raddmaður mikill og svo mælsk- ur, að talið er að hann geti talað verjendurna „undir borð", ef liann langar til. Gabolde gat sér frægðarorð i stríðinu, missti annan fótinn og hlaut tvenn heiðursmerki fyrir hreysti. Bruzin var til skamms tíma sækjandi við áfrýjunar- réttinn í París. • Eini atvinnuvegurinn i Riom — borgin var að sögn stofnuð af Grikkjum — er málafærsla. Var lengi mikil' barátta milli íbúa Riom og nágrannaborgar- innar Clermont-Ferrand um það, í hvorri borghmi áfrýjun- ardómstóll héraðsins skyldi vera. Þetta var Um 1796 og Riom sigraði. Það var Napoleon, sem stofnaði dómstólinn. Þetta finnst mér einna skemmtilegast við æðardúns- rækt. II. En mér finnst það'skemmti- legt lika, að okkar litla land skuli vera.helzta landið á jörð- unni, sem framleiðir þessa vöru. Og það ekki vegna neins annars en þess, að þjóðin okk- ar hefir borið gæfu til að friða æðarfuglinn með lögum, og hag- nýta dúninn. Því vitanlega verp- ir æðarfuglinn á víð og dreif meðfram öllum ströndumNorð- ur-Ishafsins og ekki ástæða til að ætla, að náttúruskilyrði fyrir fuglinn séu betri hér en víða annarsstaðar, svo sem i Græn- landi, Norður-Noregi, Spitsberg- en og víðar. III. Hvernig stendur á því, að við einir allra þjóða skulum hafa sýnt af okkur þessa menningar- starfsemi? Þvi um það verð- ur ekki deilt, að það er menn- ingarstarfsemi, að hlúa að æð- ardúnsrækt. Yfirleitt virðumst við ekki vera betri né vitrari en aðrar þjóðir. En þó höfum við eitt eða tvenntfram yfir flesta aðra,og það er tiltölulegur skort- ur á drápfýsn og tiltölulega mikil samúð með fuglum. Manndráp eru sjaldgæfari á ís- landi en á nokkru öðru. landi, og yfirleitt hefir þjóðin fengið það inn í sig, að fuglarnir séu falleg og saklaus dýr, og landið myndi verða afarmikið fátæk- legra, ef þeim fækkaði til stórra muna eða hyrfu með öllu. — Hvaða íslendingi dettur nú orð- ið í hug, að drepa smáfugla og mófugla ? Einokunarkaupmenn, danskir, og eftirmenn þeirra, sumir munu hafadrepiðeittbvað af sendlingum, ef þeir komust í færi, en ætli sendlingadráp sé ekki alveg hætt nú? Mér finnst það að minnsta kosti viðbjóðs- legt, og svo mun fleiri Islend- ingum finnast. IV. Auðvitað eru sumir fuglar ekki friðhelgir i augum Islend- ingsins. Má þár fyrst telja rán- fugla og aðra vargfugla, sem lifa mikið á öðrum fuglum, og fuglaungum. Þar næst koma ýmsir sjófuglar, sem margir hverjir eru allstórir og matar- miklir. En þeir eru sjaldnast Æðarkolla á eg-g-jum. drepnir til gamans, heldur til gagns. Á meðan þjóðin hálf- svalt, meðan bjargarskortur fylgdi flestum vorum, <voru breiður af svartfugli og æðar- fugli, rétt við landsteinana, girnileg sjón. Og svo eggverin! Það þarf engan að undra, þó að fólk, sem sveltur, leiti sér þess matar, sem fáanlegur er. Það hafa ekki lifað og dáið margar kynslóðir siðan þetta i var. Og það má heita merkilegt. hve lítið er eftir af veiðigleði hungraða mannsins gagnvart öllum „meinlausum" fuglum, hjá meginþorra þjóðarinnar. Þetta ber vott um einbverja mildi, einhvern viðbjóð á því, að drepa einungis sér til ánægju og ef til. vill um stórlæti, að nenna ekki að fást við það, sem lítið er upp úr að hafa. V. Eg trúi því, að þetta eigi við um meginþorra þjóðarinnar. En vitanlega eru það ennþá marg- ir, sem ekki eru vaxnir upp úr ánægju hungraða mannsins, ef þeir sjá æðarfuglahóp eða svart- fuglahóp í skotfæri. Og þó býst eg við, að fyrir flestum vaki meira imyndaður bagnaður, vegna þess, að eg held, að flest- ir þeir, sem fást við að skjóta fugla, sér til ábata, gæt'u haft meira upp úr sér á annan hátt. VI. Þeir, sem fást við að skjóta æðarfugl, gera auk þess þjóð- inni stórmikinn skaða, og þar með sjálfum sér eða sínum af- komendum. Eg veit ekki hve miikils virði ein skotin æðar- kolla*er. Það fer náttúrlega eft- ir öðru matarverði. En eg veit til þess, að plokkaður og svið- inn fugl hefir sumstaðar geng- ið kaupum og sölum fyrir 0.75 —1.00 kr. Og ég veit það, að liver æðarkolla gefur af sér ca. 19 gr. af hreinsuðum æðardún á ári i ca. 10—15 ár, eða minnst einnar krónu ivirði árlega. Eg held, að þeir, sem skjóta æðar- fugl, geri sér ekki ljóst, hvað hvert dauðaskot* kostar landið þeirra eða þjóðina, sem landið byggir. Eg held, að flestir þeirra séu svo miklir íslending- ar, að freistingin yrði ekki nógu sterk til þess að þeir féllu fyrir henni, ef þeir athuguðu hvilíkt ógagn þeir væru að vinna — blátt áfram skemmdarverk. VII. Eg leyfi mér að telja það víst, að íslendingar séu flestum þjóð- um meiri fuglavinir og hafi flestum þjóðum minni dráp- girni. t Rökin eru þessi helzt: 1. a) Islendingar telja það ó- sæmilegt að drepa smáfugla og gera það ekki. b) Allir fuglar eru friðaðir hér um varptímann nema valir, smyrlar, hrafnar, máfar, fiski- endur, svartfugl, súla og fýll? c) Jafnvel þessa fugla er taKð ósæmilegt að skjóta á hreiðri sínu. d) Bæjarhrafnar voru víðast bafðir í heiðri og talið óláns- merki að amazt við þeim eða stytta þeim aldur; og launaði krummi þc> oft eldið með þvi einu, að éta augun úr kindum, sem urðu afvelta eða fóru ofan í. e) Æðarfugl friðaður hér með lögum siðan 1847. 2, a) Manndráp hér afarfá- tið. b) Allt, sem hér er sagt að of- an um friðun fugla og alla af- stöðu almennings til þeirra. c) Friðun sels í látrum. d) Áhugi manna og lagasetn-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.