Vísir Sunnudagsblað - 30.03.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
8.—
NfÐAM
Gersamlega óþekktur Eng-
lendingur á heiðurinn af því,
hversu Bretum tókst auðveld-
lega að ná Bardia á sitt vald.
Þessi Englendqgur heitir
Charles E. Glubb og margir eru
þeirrar skoðunar, að hér sé ann-
ar „Arabíu-Lawrence“ á upp-
siglingu.
Það var Glubb, sem benti á
beztu leiðina til að koma setu-
liði ítala í Bardia í opna skjöldu
og hann fór líka í fararbroddi,
til þess að gæta þess að her-
mennirnir villtust ekki. •
Glubb hefir lifað mestan
hluta æfi sinnar i Norður-
Afriku og hinum nálægari Aust-
urlöndum. Hann talar margar
mállýzkur hinna innbornu
manna og nýtur mikils álits
meðal þeirra.
• •
Þegar brezku sprengjuflug-
mennirnir koma úr leiðöngrum
sínum til Þýzkalands eða her-
numdu landanna, eru þeir jafn-
an spurðir um það, livernig eld-
arnir, sem sprengjur þeirra
komu af stað, hafi verið á litinn.
Af því má nefnilega dæma, hvað
hafi orðið fyrir sprengjunum.
Ef eldur, sem upp kemur, er
hvítur, má telja víst, að þar sc
um að ræða reyklaust púður. Ef
eldurinn er grænleitur eru þar
að brenna klór-efni. Pottaska
orsakar fjólubláan eld. Flug:
vélaverksmiðjur og aðrar verk-
smiðjur, sem ekki framleiða
kemisk efni, hrenna með rauð-
um og gulum eldi, eins og venju-
leg liús.
•
Tveir ítalskir prófessorar við
háskólann i Rómaborg, Ugo
Cerletti og L. Beni, liafa fundið
upp aðferð til að lækna geð-
veika. Er lækningin í þvi fólgin,
að sérstök vél sendir rafstraum
í gegnum höfuðið á sjúklingun-
um. Ýms sjúkrahús í Banda-
ríkjunum, þar á meðal þrjú í
Pittsburg, hafa tekið þessa að-
ferð upþ.
•
John Sabourin i Denver í
Texas lenti í árekstri. Vagn lians
skemmdist lítið og Sabourin
meiddist ekki, en þegar liann
var að rífast við hinn bílstjórann
um það, hvor ætti sök á árekstr-
inum, þá skeði slysið. Sabourin
Margt er meyjarjndi!
Nemendur úr Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja í útileikfimi. Heima-
klettur i baksýn. — Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, sendi Vísi
myndina.
sveiflaði öðrum liandleggnum
svo hart, er hann var að leggja
áherzlu á eitthvað, að hann fór
úr liði á öxlinni.
•
Síðustu tvö ár hafa farjrega-
flugvélar ástralska flugfélagsins
flogið 160 millj. km. með far-
þega, án þess að einn einasti far-
þeganna hafi beðið hana af slys-
förum.
•
Það varð enginn undrandi í
fjölskyldu Warren Robinsons í
Oklahoma i Bandarikjunum,
þegar kona lians fæddi tvibura.
Ivona Robinsons er nefnilega
tviburi, amma liennar var tví-
buri, og faðir Robinsons átti
tviburabræður.
•
Heimsmeistari í þyngsta
flokki í glímu er Grikkinn Jolm
Londos. Hann lætur sér þó ekki
nægja að glíma, heldur hefir
hann lagt mikla vinnu i að rann-
saka uppruna glímunnar, eins
og hún er iðkuð viða um heim.
Segir hann, að liún sé upprunn-
in í Egiptalandi, en japanska
glíman, Jiu-jitsu, sé næst-elzt.
•
í Detroit í Bandaríkjunum er
byrjað að reisa sjúkrahús, sein
á að kosta 100 millj. dollara og
á að vera eingöngu fyrir maga-
veikt fólk.
•
Latína er svo vinsælt mál i
menntaskólum í Bandaríkjun-
um, að eftirspurnin eftir kenn-
urum er miklu meiri en fram-
boðið.
•
Bílaverkfræðingar i Banda-
rikjunum spá því, að hreyflar
bílanna á árinu 1942, muni
verða þeir sömu og 1941, en út-
liti bílanna muni verða breytt
smávægilega.
•
Þegar John J. Curry var i
Massachussetts-ríkisfangelsinu
fyrir 45 árúm stofnaði liann
mánaðarblaðið „The Mentor",
sem siðan hefir verið gefið út
reglulega. Fyi'ir skemmstu var
Curry settur „inn“ aftur og
tók hann þegar við ritstjórn
hins gamla blaðs síns.
•
Síðan styrjöldin hófst hafa
selst um 1.000.000 eintök af
söngnum „Beer Barrel Polka“,
sem nú er vinsælasti styrjaldar-
söngur Breta. Næst kemur
söngurinn „South of the Bord-
er“, sem er eftir tvo Englend-
inga, þótt hann sé saminn fyrir
Bandaríkin. I þriðja „sæti“ er
„Wish Me Luck As You Wave
Me Good-Bye“. Sá söngur hefir
selst í um 500.000 eintökum. Sá
fjórði í röðinni er svo
„Somewhere in France“, sem
féll þó mjög í áliti eftir undan-
haldið til Dunkirk. Hann seldist
í 400.000 eintökum.
Enginn þessara söngva mun
þó ná jafn miklum vinsældum
og sumir söngvarnir, sem
sungnir voru í Heimsstyrjöld-
inni „It’s a Long Way to Tippe-
rary“ seldist í 5 millj. eintökum,
„Roses of Picardy“ í 3 millj. og
„Keep the Home Fires Burning"
í einni milljón eintaka.
•
„Þjóðarfjandi nr. 1“ i Banda-
ríkjunum um þessar mundir
heitir Charles Monazym, en
hann fékk nafnbótina fyrir
bankarán i Detroit 1. maí 1936.
Monazym komst undan með
64.740 dollara. Síðan hefir liann
farið huldu liöfði, en leitin held-
ur áfram i fullum krafti og hefir
nú bráðum staðið í fimin ár.
•
Bandarikjamenn eru farnir
að framleiða skriðdreka, sem
geta farið bæði á sjó og landi.
Telja hernaðarsérfræðingar i
Bandaríkjunum, að hægt myndi
vera að gera innrás í Bretland,
yfir Ermarsund, í svona skrið-
drelcum. Þeir eru 4 smál. á
þyngd og geta farið með 10
milna hraða, þegar sjór er ekki
mjög úfinn. Hafa verið gerðar
velheppnaðar tilraunir með
þeim, t. d. að láta þá „taka
sundið" gegn brimi og stórsjó.
•
Lundúnabúi einn, sem missti
sjónina í Heimsstyrjöldinni, sat
i loftvarnaskýli sínu, þegar
sprengja féll rétt hjá, svo að allt
lék á reiðiskjálfi. Þetta hafði þó
það í för með sér að maðurinn
fékk sjónina aflur.
Uppskerubrestur mikill er
fyrirsjáanlegur i Ástralíu. Vet-
urinn — þ. e. saina sem s. 1.
sumar líér — var óvenjulega
þurrviðrasamur, svo og vorið,
svo að menn búast við að upp-
skeran verði aðeins helmingur
móts við það venjulega.
•
Þegar republikaninn Frede^
rick Hale, öldungadeildarþing-
maður fyrir Mainefylki í Banda-
ríkjunum, hætti störfum fyrir
skemmstu hafði fjölskylda hans
átt fulltrúa í öldungadeild
Bandarikjanna í 83 ár. Afi Hales
varð öldungadeildarþingmaður
á tímuin þrælastríðsins, faðir
Hales varð þingmaður nokkuru
fyrir aldamótin, en sjálfur varð
Hale þingmaður 1917.
•
í gömlum sögnum getur iðu-
lega um ræður prestanna fyrr á
tímum og vitnað i þær og kennir
þar margra grasa. Hér er kafli
úr einni:
„í morgun, þegar vér riðum
til kirkjunnar siáum vér eina örn
sitja á Laufskálabökkum hald-
andi einum laxi sér í klóm, hver
eð virtist mundu rífa undan
henni það eina lærið. Þannig vill
djöfullinn fara með oss kdstna
menn. Hann leitast við, að rífa
undan oss það liið andlega lær-
ið. En við þvi eru ráð kristinn
maður. Taktu skónál skynsem-
innar, þræddu upp á hana þráð
þrenningarinnar og taktu þar
næst leppdulu lítillætisins og
saumaðu fyrir þína sálarholu,
svo að sjá helvíski kattarormur
djöfullinn klóri sig þar ekki í
gegnum, si-sona og sí-sona“ —
og um leið krafsaði klerkur út í
loftið, svo sem til frekari á-
herzlu orðum sínum.