Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 06.04.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSlR Su'iNNUDAGSBLAÐ að skaða að engu leyti hennar öryggi og sjálfstæði í framtíð- inni sökum séreinkenna henn- ar og andlegra verðleika“, .... (London Útv. 1. des, 1940), þá er samt allt lifið framundan. Höfum við komist að raun um, að lífi þjóðarinnar, sem þjóð, liafi verið haldið uppi af mönn- um, sem sköpuðu anda þjóðar- innar, en ekki af þeim, sem lifa sem Homo in Sapiens, þá verð- ur þjóðin einungis að lifa við þennan anda og vcrnda hann og viðhalda svo liann skíni áfram yfir komandi aldir. Hún verður að skapa sýnileg tákn þess, að andi þessi sé til óg hún verður að láta sjá, að hér hafi lifað fólk í samræmi við íslenzkan anda þennan — og í þjónustu hans. Enginn hefir betur en hin katólska kirkja skilið nauðsyn- ina á, að hafa tákn hins andlega valds síns sýnileg öllum. Hún hafði guðspjöll Lúkasar, Matte- usar, Markúsar og Jóhannesar, hvar í voru kenningar kristin- dómsins, skrifuð af hinum helgu mönnum. En með guð- dómlegri innsýn skyldu liinir vitrustu menn kirkjunnar, að til þess að láta allt mannkynið skilja hina dularfullu fegurð trúarinnar, vai’ð að gera það sýnilegt fjöldanum og tala til lians máli, skýru og skiljanlegu, sem fléttaðist inn í hans daglega líf, og allstaðar og alltaf talaði til þeirra, máli trúarinnar. Hin- sér svo til þeirra og tóku í þjón- ustu sína mennina, sém höfðu í sér neista andans, hina tröll- auknu listamenn, seni gerðu kirkjuna að lifandi lífi fyrir fjöldann, og sem kirkjan gerði ódauðlega. Kirkjan og listavei’k hennar tala öld eftir öld til kyn- slóðanna um snilli og andagift mannanna, sem byggðu þær; og þær tala líka máli trúarinn- ar nótt og dag, öld eftir öld, eins og hinir vitru leiðtogar kirkj- unnar höfðu hugsað sér og séð svo réttilega. Hinir eiginlegu Conguistatoi’ar kirkjunnar og postular voru þannig — Cima- hue — Giotto -— Brunellesclii — Loi’enzo Gliiberti — Massaccio — Donatello — Pillippo Lippi — Domemco Gliirlandaio — Sandro Botticelli — Verroccliio — Leonardo da Vinci — Rafa- ello — Michelangolo Buona- rotti og liundrað aðrir af snill- ingum veraldarinnar. Péturskirkjan í Róm— María della Fioi-e í Floi’enz, Duomo di Milano, San Marco Venezia, Noti-e Dame de Pai’is, Notre Dame de Reims, Iiölnarkirkjan og þúsund aðrar, öll tala þessi listaverk um snilld og hugvit mannanna, sem byggðu þær, og kynslóð eftir kynslóð andar þar að sér hinum göfugustu og hreinustu hugmyndum um dularkyngi kristninnar, hjálpað til af snilldai’höndum mennskra manna, sem höfðu í sér guð- dómsneistann. Hvar verður maður var við kraft hins kristna guðs eins og í vei’kum Buonai’olti i Vatikan- inu í Róm? Eða, hver hefir töfr- að fram eins fagra og innilega konuhugmynd eins og madonn- ur Rafaels ? eða hinar himnesku verur Leonardos da Vinci? Að sjá þær var fyrir kynslóðirnar eins og að standa við þröskuld himnanna í fögru sólarlagi; og var ekki eðlilegt að fólkið þá tryði á tilkomandi paradís, hinumegin við lífið og vildi komast inn. Takmaikinu var náð, himnaríkið var sýnilegt mönnunum gegnum verk þess- ai’a snillinga og hver gat efast? Og hver óslcaði sér ekki þangað, hvar lifið var svo fagurt og manneskjurnar svo yfiraáttúr- lega aðdáanlegar? — Hver vildi ekki líkjast þessu? Hinir vitru leiðtogar kirkj- unar voru réttir. Hvað gerði til, })ó innan veggjanna væri rifist og harkað — kirkjurnar, lista- vei’k mannanna, messuðu dag og nótt og nótt og dag — og stóðust. Tákn hins guðdómlega anda, er bjó í djúpum manns- sálaiinnar. Af þessu geta allir lært. Lika lítilþjóðnorður við heimskauta- baug. Hún hefir sýnt að liún hef- ir andlega krafta, og hún liefir sýnt með lyndiseinkunn sjálf- stæðis síns, að liún liafi þol og þor. En nú kemur til liennar kasta, að hefjast handa á öld þessari, að láta ekki anda sinn lengur einungis svífa yfir vötn- um og heiðum, og fjöllum og dölunj þessa töfrandi lands. Nú er að taka þennan anda og flytja ham\ niður til fólksins, láta hann lifa á njeðal voj’, þvi sál íslands er ennþá heimilis- laus. Frli. Loretta Young og maður hennar. / ...... iSsSisísííiiíí;;:;;: ' ' í xVý;:?: V í iMJÍ! x. " - • ■■ liiliilliplllll Bi’etar hafa tekið upp undir 200.000 fanga í síyrjöldinni við ítali í Afríku. Þessi hópur var tek- inn hjá Sidi Bai-rani og að baki hans sjást rústir borgarinnar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.