Vísir Sunnudagsblað - 18.05.1941, Side 2
2
VÍSlR SuNNUDAGSBLAÐ
ViÖ norÖanvérÖan Goðalandsjökul.
ur — eða dyngja, og þegar upp
er komið, sést hvaða heljar-
gímald gígurinn er. Katla eða
Kötlugjá er þversprunga suður
úr aðalgígnum, en nærri and-
spænis að norðan er önnur gjá
miklu meiri. Veggir gjáarinnar
að norðan standa upp úr jöklin-
um um 200 metra háir (þar,
sem hæstir eru) og norður úr
þeirri sprungu fellur hinn mikli
skriðjökull, er á síðustu öldum
hefir gert mest rask á Mæli-
felsssandi. Mætti ef til vill
skýra ýmiskonar jarðrask,
er orðið hefir á Fjallabaksvegi,
með því að áætla að þessi mikla
siirunga hafi opnast samhliða
Kötlugjá.
Við nutum hinna hvítu páska
þarna á jöklinum; umhverfis
skálann er dýrðiegt skíðaland,
brattir gigar og svo brekkur við
allra hæfi, en fyrir göngugarp-
ana er nóg undanfæri á hinum
miklu jöklum, fjallameyjarnar
okkar voru eigi eftirhátar f jalla-
manna. Þessu sinni voru þær 8
eða ca. % af hópnum, en fyrir
okkur fjallamenn eru þær mik-
ið meira. Venjulega hefir verið
svo fátt fjallameyja í ferðum
okkar, að eg t. d. ávarpa félag-
ana venjulega þannig: „Jæja,
strákar“, og svo vildi enn verða,
og var lilegið að. En þetta er
ekki lilátursefni, því einmitt nú
er ástæða til að æfa meyjar höf-
uðstaðarins við íþróttir og heil-
brigt líf. Hingað til hefir kven-
fólk álitið háfjallaíþróttir sem
einkaeign karlmanna, þótt nú
sé liálf öld síðan þessi hugsun-
arháttur var lagður niður í öðr-
um fjallalöndum.
Á heimleið fengum við hrím-
þoku og ísingu, en færi var svo
gott, að við skriðum fram á
miðja Skógaheiði.
Héill á fjöllum!
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Á TJARNARBAKKANUM
fflEM ©« FI OLAIfi.
Svo fráhverfir geta þeir,
sem eru á hinni röngu leið.
verið sannleikanum, að í
þeirra augum sé vizkan
eigi einungis heimska,
heldur jafnvel vitfirring.
I.
Áðan stóð eg og var að horfa
á þessa nýju prýði höfuðstaðar-
ins, villiendurnar á Tjörninni.
Hvérsu fallegar þær voru þar
sem þær syntu saman í tilhuga-
lífinu. Hversu auðveldlega þeim
veitti að lyfta sér upp úr vatn-
inu til flugs. Eg fór að hugsa
um þær tilfinningar sem mundu
vera samfara þessum léttleika,
og hversu óglöggir ýmsir þeir
sem við heimspeki hafa
fengist, eru á það live mjög vér
mennirnir stöndum dýrunumog
þá einkum fuglunum, að haki
um suraa þá hluti sem mest er
undir komið. Líf mannanna er
kák og fálm, vér skiljum það
bezt þegar á gamals aldur er
komið. En fuglarnir taka þegar
frá egginu hina réttu stefnu. Þar
er ekkert fálm. Á því getur eng-
inn vafi leikið, að gleði og
ánægja, farsæld, rétt fengin, er
eitt takmark lífsins; vér getum
jafnvel með nokkrum sanni
sagt, hið æðsta takmark. Og
mikill er sá munur, hve fugl-
arnir eru oss mönnunum þar
fremri. Blóðið í þeim er 6—7
stigum lieitara en mannsblóð,
lungun langtum betri, hjartað
miklu sterkara. Og eftir því er
munurinn á líðan fugls og
manns. Það má um fuglana
segja, eigi einungis í eiginlegri
merkingu orðsins, að þeir eru
þegar hér á jörðu í himnaríki.
Hvilik farsæld því hlýtur að
fylgja að geta flogið, slíkt er far-
sæld í hinni eiginlegu merkingu
orðsins. Vér getum ráðið það af
vorum eigin tilfinningum, þegar
vér fáum i svefni samband við
einhvern framliðinn sem er að
byrja að geta svifið i loftinu. En
varla mun vera sá maður sem
hefir ekki einhverntíma dreymt
slíkan draum.
Jafnvel að þvi er sumar teg-
undir vits snertir, eru fuglarnir
mönnunum langtum fremri.
Fuglinn er miklu fullkomnara
viðtælci gagnvart sumum geisl-
um þeirrar vizku sem ' hefir
staðið fyrir smíð lieimsins. Hvað
er dulsæis- eða skygnisgáfa
jafnvel hinna ágætustu spá-
manna, á móts við slíka hæfi-
lelka fuglanna! Og einungis með
slíku sambandi við vit sem er
miklu meir en mannle^t, verður
það skýrt, hvernig e fuglarnir
fara að rata yfir úthöfin, og vita
hvenær vorið er komið, þar .sem
þeir ætla til sumardvalar. En
þó að guðsamband fuglsins sé
miklu fullkomnara en manns-
ins, þá er um mjög mikla ejn-
hæfingu (,,polarisation“) að
ræða, viðtæknin á þröngu svæði,
hjá því sem verða mun hjá
mönnunum, þegar rétt fer að
horfa í því efni.
II.
Þegar lieim kom sá eg i nýút-
kominni „Eimreið“ kafla eftir
dr. Alex. Cannon, en liafði áður
verið að lesa allmikla bók eftir
Sir Oliver Lodge sem hann nefn-
ir heimspeki sína („My Philo-
sophy“), og er það að vísu fróð-
legt rit, sem her þess Ijós merki
að vera eftir mikinn speking og
vísindamann. En þó liika eg ekki
við að segja, að bæði lijá dr.
Cannon og Sir Oliver, vantar
einmitt það, sem eitt getur gert
dulfræðin að náttúruvísindum,
skilninginn á magnanar- og
samhandseðli lífsins og svefns-
ins, og á því, hversu öll trú á
anda, og yfirleitt dulverur, er
sprottin af misskildu sambandi
við lífverur sem aðrar stjörnur
byggja, og eru engu siður lík-
amlegs eðlis en vér hér á jörðu.
Og skilningsskorturinn á til-
gangi lífsins, kemur fram í því,
að gera sér ekki fullkomlega
ljóst, að einnig' líf dýra (og
jurta!) heldur áfram þrátt' fvrir
dauðann, og að vér hér á jörðu,
erum í útjaðri sköpunarverks-
ins, þar sem hið guðlega getur
aðeins að litlu leyti komið sér
við. En það er vegna þess, að
hið guðlega getur ekki nálgast
hið ófullkonma, nema með því
að fjarlægjast sína eigin full-
komnun. Aðalmarkmið vort hér
á jörðu hlýtur því áð vera, að oss
lærist svo að leita i áttina til
hins guðlega, að fullkomnara
samband geti orðið, svo miklu
fullkomnara, að maðurinn geti
í raun og sannleika orðið leið-
togi lífsins hér á jörðu, og
stjórnandi náttúruaflanna eins-
og þau koma hér fram.
5. april. Helgi Pjeturss.
Leiðrétting'.
í greininni „Of mikil bjart-
sýni“, í Yisi 4. maí, liafði mis-
prentazt lirellir f. hrelldir, og
jöðu f. jörðu. H. P.
Tékkap heimsækja JBerlin.
I flugher Breta eru nú menn frá næstum öllum löndum Ev-
rópu og þeir, sem sjást hér iá myndinni eru Tékkar. Flugvél
þeirra — Wellington-sprengjuflugvél — sést að haki þeirra, og
hefir liún borið þá víða Lil árása á Þjóðverja, m. a. lil Berlínar.