Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR S UNNUDAGSBLAÐ 3 Elinborg Björnsdóttir: ¥OBMÓTT Velkomin sértu, vorsins milda nótt, sem veitir þreyttum hvíld í faðmi þínum. Eg alein vaki, allt er kyrrt og hljótt, frá önnum dagsins lyfti huga mínum. Er svalur blærinn svífur yfir grund, eg sit nú hér og um það læt mig dreyma: hve væri gott að sofna síðsta blund og svífa frjáls til Ijóssins björtu heima. * * 1 grænum hvammi, litla lækinn við, sem léttur streymir út að bláum sænum, ** eg finn að nýju þennan þráða frið, s , sem þekkti eg forðum heima á dalabænum. '■ Velkomin sérlu, dýrðleg draumanótt, hvert dapurt hjarta fagnar komu þinni. j Þú veitir huggun, von og nýjan þrótt, * og vekur allt hið bezta í sálu minni. ræða. En hann heyrði þetta aft- ur, ‘tvisvar, þrisvar. Hann stóð upp og gekk að glugganum og sá lykil, sem hékk í bandi og dingl. aði til og frá og slóst í glugga- póstinn annað veifið. Við lykil- inn var bundin hjartamynduð piparkaka, keypt á markaðs- torginu. Það var næstum kyrrt orðið, enda komið undir mið- nætti, nema í fjarska heyrðist í bifreiðum við og við, og söngur ítalsks verkamanns, sem lék undir á mandolin. — -— „Við fórum á markað“, var hvíslað úr efri glugganum, — „og þegar eg minntist þess, að þér voruð einir keypti eg þetta handa yður. Eg á eklci heima hérna. Eg er frönsk kona og lít á það sem mestu ógæfu, að vera einmana. Eg var sannfærð um, að yður hlyti að liða ákaflega illa þarna, í þessum stóru dimmu lierbergjum.“ „Þakka yður fyrir, þakka yð- ur fyrir,“ sagði liann og losaði lijartað af lyklinum. Hann var enn allur á valdi minninganna, sem höfðu vaggað honum inn á land svefns og drauma. Hann var klökkur, rödd hans titraði. Og nú teygði hann sig enn bet- ur út og Iiann horfði á liana, þar sem hún stóð fegurri en nokkuru sinni, umvafin bleiku mánaskini. „Ó, hversu fagrar þér eruð, yndislegi nábúi minn, og ef þér vissuð hversu þakklátur eg er fyrir kökuna en kannske liefðuð þér liugsað yður um tvisvar, ef þér vissuð, að þegar eg held á þessu þurra lijarta finnsl mér að eg hafi náð tökum á hjarta yðar og sál.“ „Talið eklci svona hátt, ná- grannarnir kynnu að heyra það.“ „Hafið engar áhyggjur, íolkið á neðstu hæðinni er alll af á fe'rðalagi.“ Og í þessum svifum stökk Tkalac sem hinn æfðasti fim- leikamaður upp í gluggakist- ’ una og seildist upp i gluggakis.tu hins fagra nábúa, náði taki á henni, og sveif nú í lausu lofti. „t guðs nafni, hvað eruð þér að gera, eruð þér genginn af vit- inu. Ef þetta gamla, rotnaða tré bilar, dettið þér og hálsbrjótið yður. Eg bið ýður eins og bróður minn, son minn, guð almáttug- an, farið inn í herbergi vðar, sjáið aumur á mér.“ Hún fór að gráta og hann næstum missti takið á sillunni. Það lá við að hann hrapaði. Og nú kom eitthvað rakt á enni lians, eins og tár. „Ó, yndislegi nábúi, ef það bakaði yður ekki sorg, mundi eg steypa mér á þessu augna- bliki niður i garðinn umvafðan myrkri, eins og þar væri vatn, svalandi vatn —- að eins af þvi, að eitthvað draup á enni mitt sem daggardropi af hvarmi liinna bláu augna yðar.“ „Hugsið um yður sjálfan — og mig —“, sagði hún og fékk vart mælt — af samúð og ótta. „Eg skal — allt skal yður levfi- íegt, ef þér bara hlýðið mér og farið inn í herbergi vðar og látið skynsemina ráða.“ En í þessu brakaði í sillunni, en hann sveiflaði sér inn í her- bergið glaðlega og ldó. - Hann hallaði, sér fram og horfði upp til hennar, cn yfir henni var stjörnubjartur, heiður himinn, og það var sem nóttin legði um hana hlýján feld. Þau horfðust i atigu langá lirið, án ]æss að mæla orð af vörum, og er hún hafði virt lengi fyrir sér þennan einkennilega mann, sem var öðru visi en allir aðrir, sem hún hafði kynnst, sagði hún: „Mér geðiast vel að yður, þvi að þér hafið ekki beðið mig að lofa neinu — biðiið ekki um neitt. Góða nótt. Við skulum gevmá minninguna um jiessa stund. Góða nótt, og þökk, ná- granni.“ „Æ. verið dálítið lengur. Seg- ið mér að minnsta kosti hvað eg má kalla vður?“ ..Eg heiti Valenlina.“ ..Fagurl iiafu. Einu sinni. ef eg man rélt, var prinsessa, sem hét þessu nafni.“ ,,.Tá, Valentina prinsessa af Milano. Og hvað heilið þér?“ „Pétur — bara Pétur!“ „Góða nótt, elsku Pétur — og hittumst heil. Bráðum kemur maðurinn minn“. „Hver?“ „Maðurinn minn.“ „Ó,“ — það kom eins og and- varp — „góða nótt“. Eiginmaður! Út í þetta hafði hann aldrei hugsað. Honum spratt kaldur sveiti á enni. Hann eirði ekki inni. Hann fór út og reikaði fram og aftur með fram vatninu, sem stjörnurnar spegl- uðust í, og líktust eldflugum er þær endurspegluðust i því. Undir morgun kom liann inn og ætlaði að leggjast fyrir, en þá var barið á gluggann, með sama hætti og fvrr. Hann leit upp, og hann sá vinkonu sina hina fögru, hún var ljómandi og frískleg sem hinn nýrunni dag- ur, i kinnum hennar var rósa- roði og bún var i mjallhvitum morgunkjól, sem Iagður var fíngerðustu blúndum, en hin fögru bláu augu hennar voru enn hulin til hálfs, því að áhrifa svefnsins gætti enn. Hún bar lít- inn fingur að hinum fögru, syndugu vörUm sín'um, ])að var þagnarmerki sem hún þannig gaf honum. ..Eg var eirðarlaus, gat ekki sofið,“ hvíslaði liann, fölur og mæðulegur. „Óltist ekki, eg skil. Hafið engar áhyggjur, Pétur. Eg er vður trú — yður einum.“ T'kalae lyfti örmum sinuin lil heiinar og barmur hennar hneig og sleig, en fyrstu geislar niorgunsólarinnar féllu á hana og blóm hennar, en svo tók ein- hver til máls fyrir aftan hana, og röddin var hrjúf og óviðfeld- in, og Tkalac veitti því eftirtekt, hve sterk áherzlan var á r-un- um. — Og þannig gekk þetta til í hálfan mánuð. — Valentina varð alveg for- viða, þegar Tkalac hvarf án þess að kveðja hana . Enginn vissi hvað af honum var orðið. Henni leið illa. Hún kvaldist af áhyggj- um. En kvöld eitt, er rigning var, sagði maðurinn hennar við hana, að hann ætti von á gesti, sem kæmi í áríðandi erindum. Hún hélt, að uxn einhver leiðin- leg viðskiptamál væri að ræðav en er þau sátu að kvöldverðar- borði lá við, að liði yfir hana, er hún kannaðist við fótatak Péturs í stiganum, en þrátt fyrir allar spurningar hafði maður- inn liennar engar skýringar gefið á heimsókninni sem hann átti von á. Og svo kom það yfir hana eins og þruma úr heiðskíru lofti, er þjónninn kom og sagði, að „herra Tkalac“ óskaði viðtals. Hún þekkti hann ekki fyrst í stað. Hann var svo fölur og ör- væntingarlegur. Eiginmaðurinn stóð upp. Nöldurssvipurinn hvarf af andliti hans, en þetta var i rauninni viðfeldnasti maður. Hann hafði ljóst efi'i- vai-arskegg og gekk með gler- augu, en hann virtist þjást af brjóstmæði, þvi að hann dæsti er hann stóð upp og rétti Tkalac höndina. Gesturinn hneigði sig stirðlega að hermanna sið og kyssti hönd liúsfreyju, all klunnalega, og eftir stutta, vandræðaþögn, tók hann til máls: „Eg þakka drengskap yðar, herra Collignon, að veita mér láheyrn, og eg sé, að þér hafið skýrt konu yðar frá komu minni. Ef nokkur riddaraskapur er til nú á dögum kemur hann fram í því, er menn eyða allri óánægju á þann hátt, að sem minnst beri á.“ „Gott og vel, feott og vel,“ dæsti liúsráðandi og greip fram í fyrir honum. „Eg hefi kynnt mér allt varðandi yðui’, og eg veit, að viðskipti yðar ganga vel, og að yðar biður frægð, en vitanlega nokkurir erfiðleikar. Þar sem eg er kaupsýslumaður skilst mér hvert erindi yðar er. Þér eruð útlendingur, þekkið enga, sem geti hjúlpað yður, og þess vegna kornið þér til mín sem nágranna yðar, og bjóðið enga tryggingu nema áhuga yð- ar og heiðai'leik. Þér hafið ósk- að, að kona mín verði viðstödd, til þess að sýna, að þér hafið, í þessu viðkvæma máli, algerlega lireinan skjöld. Það var ekki vilji forsjónarinnar, að eg eign-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.