Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 15.06.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 15. jiiní 24. blad Pétur Jónsson frá Stökkum: >>I*j©ðliátíð»rveðrið<< Gamlir menn, sem muna ár- ið 1874, nefna það oftasí „þjóð- hátíðarárið", sökum atburða þeirra, er þá gerðust, og sem eru svo kunnir, að óþarfi er að gera þá hér að umtalsefni. Um mánaðamótin júli og ágúst á téðu ári fóru átta menn úr Hergilsey á tveim bátum út í Oddbjarnarsker, sínir fjórir á hvorum; ætl- uðu þeir að stunda þar flyðru- veiðar nokkra daga. Á öðrum bátnum voru þrír bræður, sem hétu: Árni, Guðmundur og Jón; fjórði maðurinn hét $næbjörn og var Jónsson. Allir voru menn þessir tápmenn miklir og á létt- asta skeiði. Jón var þeirra yngst- ur, hann var þá á 17. ári, hinir þrír voru um og lítið yfir tvít- ugt. Jón var síðar nefndur Sauð- eyingur að kenningarnafni. Hann var atorkumaður með yf- irburðum. Hann fór til Ame- ríku og hefir verið á lífi til skamms tíma. Árni var elztur þessara bræðra; hann var for- maður á þeim bátnum. FormaðUrinn á hinum bátn- um var Snæbjörn Kristjánsson, sægarpurinn þjóðkunni. Hann var þá um tvítugt, en þó full- orðinn að þroska og fyrir- hyggju. Á bátnum voru auk hans: Unglingsmaður, Þorlákur að nafni Ólafsson, ættaður af Rauðasandi, Brandur Jónsson, fulltíða maður. Nokkrum árum síðar var hann einn meðal þeirra, sem, fórust af Snæbirni við Hellissand undir Jökli. — Þriðji hásetinn var unglings stúlka, sem Kristín hét Sveins- dóttir, ættuð úr Flatey. Hún var þá á 17. ári. A þeim bátnum þótti ekki jafn samvalið lið að hreysti sem á hinum . Morguninn ef tir að þeir komu í Skerið, var gott sjóveður. Báð- ir bátarnir fóru þá í róður, og sóttu suður af Skerinu um hálfa viku sjávar, eða þar um. bil, og lögðust þar í flyðrulegu. En er þeir höf ðu legið nokkra stund, laust allt i einu á norðan áhlaupsveðri svo hvössu, að engin liltök voru að ná Odd- bjarnarskeri, því að veðrið var beint um hnífil þangað. Skömmu ef tir að veðrið skail á sáu þeir, Snæbjörn og bátverj- ar hans, að Árni leysti upp,*) vatt upp segl og sigldi suður á flóann. Báturinn, sem Snæbjörn var á, var fremur „kvikur"**) sem kallað er, og hafði litla segl- festu. Þeir höfðu að sönnu feng- ið eina spröku allvæna. Snæ- birni sýndist þvi óráð að hleypa suður yfir flóa, en réði af, að reyna að liggja af sér veðrið. Þeir lágu svo þarna það sem eftir var dagsins, nóttina eftir og fram á næsta dag, nær há- degi. Lægði þá veðrið nokkuð, svo að Snæbirni virtist ekki vonlaust um, að voðhæft myndi vera. Þeir félagar voru þá all- mjög aðþrengdir, bæði af vos- búð og sulti, þvi. að þá tíðkaðist ekki að hafa með sér nesti i eins dags róður, annað en blöndu til drykkjar. Legustrengur þeirra var þá og orðinn svo lúður og teygður, að óvíst var hversu lengi að hann dygði úr því. Snæ- björn réð því af að leysa upp, rifa seghð og reyna að slaga upp undir Skerið. En er seglið kom upp, reyndist veðrið litt við leggjandi. Og er þeir höfðu tek- ið fjóra slagi, höf ðu þeir frem- ur fjarlægst en nálgast Skerið. Tóku þeir svo fimmta slaginn og létu hann standa suður )t Bjarneyjarál, en þangað munu vera sem næst 7 sjómílur, og svo þann sjötta vestur aftur, og náðu þá undir „Bjálfatanga", yzta tanga Oddbjarnarskers. — Síðar sagðist Snæbirni svo frá, að í það sinn hefði hann teflt djarfast á siglingu á æfi sinni, siglt bókstaflega upp á líf og dauða. Þvi oft hefði báturinn þá ausið sig sjálfur. Þegar kom að Bjálfatanga, var seglið fellt og tekið til ára, *) Létti akkeri. **) Valtur, óstöðugur. en hvernig sem Snæbjörn skip- aði hásetum sínum, fékk hann ekki fullróið á móti sér, og hvorki gekk né rak, þar til að hann lét þrennt fara á annað borðið, en var einn á hitt, en varð þá að láta slá upp á þá þre- menningana. Með þessu móti náðu þau lendingu í svo nefnd- um „Ketilvog", sem er austan megin Bjálfatangans. Einstöku sinnum er lent þar, þegar ekki næst í réttu lendinguna norðan megin skersins sökum ofviðris. Þegar Snæbjörn leysti frá sér bróklindann þar i sandinum, var hnédjúpur sjór í brókinni. Taldi hann að það hefði að miklu leyti stafað af þvi, að hann hafi lengst af verið fram á, meðan þeir lagu, til að líta eftir legustrengnum, gefa út og draga inn ef tir ástæðum, og orð- ið því fyrir mestri ágjöf. Mjög dáðist Snæbjörn æ síðan að tápi Kristínar, því hún var lítt útbú- in i ferð þessari. Var að sönnu í skinnstakki, sem hlíf að ofan- verðu, en að neðanverðu var hún aðeins í tveim vaðmálspils- um, en buxnalaus. Brandur var að mestu þurr, enda alhlífaður, en þó lakast á sig kominn þeirra skipverja. Þegar báti hafði ver-. ið bjargað, var gengið til búðar, undin föt og skift um eftir föng- um*og matast, en þá var ekki betur búið en það, að þeir höfðu ekki eldfæri. Snæbjörn vissi að Árni átti eldfæri í kofforti sínu. Hann sagði: „Eg brýt upp koff- ortið hans Árna, hvort sem hann er lífs eður Iiðinn." Þetta fór fram, samkvæmt áætlun. Snæbjörn náði eldfærúnum. Kristín hitaði kaffi, allir drukku og hresstust vel. En Brandur var þá j?vo af sér genginn, að hann gat ekki drukkið kaffið hjálparlaust. Næsta dag var komið alfært veður. Þá komu þeir Árni heilir á húfi. Þeir höfðu náð Hösk- uldsey, er þeir hleyptu suður. Á leiðinni fengu þeir áfall, svo að um það bil hálf fyllti. Jón var i aftasta rúmi og átti að ausa. En Pétur Jónsson. er áfallið kom féllust honum hendur og segir „Guð hjálpi mér, við förumst". Árni bróðir hans var við stýrið og hélt skautbandi seglsins með annari hendi. Það var alldigur kaðall. Hann slær af afli miklu kaðal- endanum á herðar bróður sins og segir: „Austu, helvítið þitt." Jóni svall móður og jós allt hvað af tók. Ef tir það gekk allt slysalaust. Þeir lentu i Hösk- uldsey um kvöldið' heilu og höldnu. Voru þar um kyrt næsta dag og komust siðan heim sam- kvæmt áður sögðu. Hversu lengi þeir félagar dvöldu í Odd- bjarnarskeri i það sinn éftir þetta, fylgir ekki sögu þessari, en siðan kölluðu þeir áhlaup þetta „Þjóðhátíðarveðrið." Heimildarmenn að ofan^ skráðri sögu eru þau Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson og Kristín Sveinsdóttir. Þau sögðu hana þeim, sem nú skrif ar hana. Hvorugt heyrði til annars, og bar þó nákvæmlega saman, jafnvel í hverju smáatriði. Siðar lét Snæbjörn svo um mælt, að þetta hefði verið sín versta slarkferð á sjó. Og þótt að hann legðist að lokum lík i sjó, myndi það ekki verða erfið- ara. Likast til þó, að undan- teknum mannskaða-róðrinum undir Jökli, sbr. sögu hans.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.